Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 22:59 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. EPA/TERESA SUAREZ Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist ekki ætla að segja af sér og heitir því að sitja út kjörtímabil sitt til ársins 2027. Þá segist hann ætla að tilnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum. Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld með vantrauststillögu á franska þinginu í gær þegar bæði vinstri og hægri vængir þingsins tóku höndum saman. Var það eftir að Barnier þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. Franskir þingmenn hafa í kjölfarið kallað eftir því að Macron segi af sér og boði til kosninga. Þannig sé best að binda enda á þá pólitísku óreiðu sem einkenni Frakkland þessa dagana. Sjá einnig: Franska ríkisstjórnin fallin Macron ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld þar sem hann gagnrýndi þá þingmenn sem felldur ríkisstjórnina í gær slíkt hafði ekki gerst í Frakklandi frá 1968. Hann sakaði stjórnarandstöðuna um að hafa tekið markvissa ákvörðun um að valda óreiðu og sagði þingmenn hafa hagað sér með óábyrgum hætti, samkvæmt frétt France24. Þá sagði Macron að sérstakt frumvarp um skattheimtu yrði lagt fyrir þingið seinna í þessum mánuði til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins. Síðan yrði það verk nýrrar ríkisstjórnar að semja fjárlög fyrir næsta ár. Hver sem verður fyrir valinu mun hafa það verkefni að leiða minnihlutaríkisstjórn í Frakklandi þar sem enginn flokkur eða fylking hefur meirihluta. Það tók Macron tvo mánuði að velja Barnier eftir kosningarnar í júní, þar sem flokkur forsetans missti mikið fylgi. Macron sagðist ætla að funda með pólitískum leiðtogum Frakklands á morgun með því markmiði að finna leið framávið. Í lok ræðu sinnar kallaði hann eftir visku, samstöðu og von. Áhugasamir geta séð ræðu Macrons þar sem túlkur talar ensku, hér að neðan. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld með vantrauststillögu á franska þinginu í gær þegar bæði vinstri og hægri vængir þingsins tóku höndum saman. Var það eftir að Barnier þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. Franskir þingmenn hafa í kjölfarið kallað eftir því að Macron segi af sér og boði til kosninga. Þannig sé best að binda enda á þá pólitísku óreiðu sem einkenni Frakkland þessa dagana. Sjá einnig: Franska ríkisstjórnin fallin Macron ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld þar sem hann gagnrýndi þá þingmenn sem felldur ríkisstjórnina í gær slíkt hafði ekki gerst í Frakklandi frá 1968. Hann sakaði stjórnarandstöðuna um að hafa tekið markvissa ákvörðun um að valda óreiðu og sagði þingmenn hafa hagað sér með óábyrgum hætti, samkvæmt frétt France24. Þá sagði Macron að sérstakt frumvarp um skattheimtu yrði lagt fyrir þingið seinna í þessum mánuði til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins. Síðan yrði það verk nýrrar ríkisstjórnar að semja fjárlög fyrir næsta ár. Hver sem verður fyrir valinu mun hafa það verkefni að leiða minnihlutaríkisstjórn í Frakklandi þar sem enginn flokkur eða fylking hefur meirihluta. Það tók Macron tvo mánuði að velja Barnier eftir kosningarnar í júní, þar sem flokkur forsetans missti mikið fylgi. Macron sagðist ætla að funda með pólitískum leiðtogum Frakklands á morgun með því markmiði að finna leið framávið. Í lok ræðu sinnar kallaði hann eftir visku, samstöðu og von. Áhugasamir geta séð ræðu Macrons þar sem túlkur talar ensku, hér að neðan.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira