Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar 5. desember 2024 15:03 Biðtíminn og pirringurinn í umferðinni eykst með hverju ári. Ástæðan er að ekki hefur verið farið í uppbyggingu nauðsynlegra samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á síðustu áratugum, á sama tíma hefur bifreiðaeign á svæðinu margfaldast. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins tekur að einhverju leiti á þessu máli. Ár og áratugir munu líða þar til allar væntingar um framkvæmd samgöngusáttmálans nái fram að ganga, á meðan munum við íbúar á höfuðborgarsvæðinu vera áfram í umferðarteppum. Áætlanir Samgöngusáttmálinn sem er lausnarmiðaður með samkomulagi um samgöngubætur á stofnvegum og almenningssamgöngum nær til ársins 2040. Ætla má að sá tími lengist eitthvað miðað við aðrar áætlanir sem hafa verið lagðar fram. Fyrirhuguð mislæg gatnamót við Bústaðaveg að Reykjanesbraut er dæmi um hvernig pólitískar áherslur um tafir við uppbyggingu samgöngumannvirkja. Vegagerðin hefur í áraraðir lagt áherslu á mislæg gatnamót á þessum stað, verkefnið sem hefur verið fjármagnað hefur stoppað vegna stefnu borgaryfirvalda á bíllausan lífsstíl. Ekki er sjálfgefið að áætlanir samgöngusáttmálans nái fram að ganga og að því leiti er óvissa um framtíð uppbyggingu samgöngumannvirkja hvað varðar stofnbrautir og borgarlínu. Að þessu leiti má segja að áfram muni bifreiðum fjölga og vandamálin í umferðinni aukast. Fleytitíð Orðið fleytitíð kom sennilega fyrst fyrir í umræðunni árið 2005. Vegagerðin gaf út tvær skýrslur um fleytitíð árið 2014. Undirritaður skrifað grein í Fréttablaðið um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 þar sem fjallað var m.a. um einföldu og ódýru leiðina í samgöngum sem er fleytitíð. Þar kemur m.a. fram: „Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn.“ Fleytitíð snýst um að hliðra til opnunartíma og starfsemi stórra skóla og opinberra stofnana/vinnustaða og deyfa þannig álagstoppa í morgun- og seinnipartumferð. Ávinningurinn er styttri ferðatími, minni pirringur í umferðinni og ávinningur fyrir samfélagið allt þar sem tafatími í umferðinni kostar umtalsverðar upphæðir. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umferð Samgöngur Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga Bragi Bjarnason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Biðtíminn og pirringurinn í umferðinni eykst með hverju ári. Ástæðan er að ekki hefur verið farið í uppbyggingu nauðsynlegra samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á síðustu áratugum, á sama tíma hefur bifreiðaeign á svæðinu margfaldast. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins tekur að einhverju leiti á þessu máli. Ár og áratugir munu líða þar til allar væntingar um framkvæmd samgöngusáttmálans nái fram að ganga, á meðan munum við íbúar á höfuðborgarsvæðinu vera áfram í umferðarteppum. Áætlanir Samgöngusáttmálinn sem er lausnarmiðaður með samkomulagi um samgöngubætur á stofnvegum og almenningssamgöngum nær til ársins 2040. Ætla má að sá tími lengist eitthvað miðað við aðrar áætlanir sem hafa verið lagðar fram. Fyrirhuguð mislæg gatnamót við Bústaðaveg að Reykjanesbraut er dæmi um hvernig pólitískar áherslur um tafir við uppbyggingu samgöngumannvirkja. Vegagerðin hefur í áraraðir lagt áherslu á mislæg gatnamót á þessum stað, verkefnið sem hefur verið fjármagnað hefur stoppað vegna stefnu borgaryfirvalda á bíllausan lífsstíl. Ekki er sjálfgefið að áætlanir samgöngusáttmálans nái fram að ganga og að því leiti er óvissa um framtíð uppbyggingu samgöngumannvirkja hvað varðar stofnbrautir og borgarlínu. Að þessu leiti má segja að áfram muni bifreiðum fjölga og vandamálin í umferðinni aukast. Fleytitíð Orðið fleytitíð kom sennilega fyrst fyrir í umræðunni árið 2005. Vegagerðin gaf út tvær skýrslur um fleytitíð árið 2014. Undirritaður skrifað grein í Fréttablaðið um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 þar sem fjallað var m.a. um einföldu og ódýru leiðina í samgöngum sem er fleytitíð. Þar kemur m.a. fram: „Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn.“ Fleytitíð snýst um að hliðra til opnunartíma og starfsemi stórra skóla og opinberra stofnana/vinnustaða og deyfa þannig álagstoppa í morgun- og seinnipartumferð. Ávinningurinn er styttri ferðatími, minni pirringur í umferðinni og ávinningur fyrir samfélagið allt þar sem tafatími í umferðinni kostar umtalsverðar upphæðir. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar