Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar 5. desember 2024 15:03 Biðtíminn og pirringurinn í umferðinni eykst með hverju ári. Ástæðan er að ekki hefur verið farið í uppbyggingu nauðsynlegra samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á síðustu áratugum, á sama tíma hefur bifreiðaeign á svæðinu margfaldast. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins tekur að einhverju leiti á þessu máli. Ár og áratugir munu líða þar til allar væntingar um framkvæmd samgöngusáttmálans nái fram að ganga, á meðan munum við íbúar á höfuðborgarsvæðinu vera áfram í umferðarteppum. Áætlanir Samgöngusáttmálinn sem er lausnarmiðaður með samkomulagi um samgöngubætur á stofnvegum og almenningssamgöngum nær til ársins 2040. Ætla má að sá tími lengist eitthvað miðað við aðrar áætlanir sem hafa verið lagðar fram. Fyrirhuguð mislæg gatnamót við Bústaðaveg að Reykjanesbraut er dæmi um hvernig pólitískar áherslur um tafir við uppbyggingu samgöngumannvirkja. Vegagerðin hefur í áraraðir lagt áherslu á mislæg gatnamót á þessum stað, verkefnið sem hefur verið fjármagnað hefur stoppað vegna stefnu borgaryfirvalda á bíllausan lífsstíl. Ekki er sjálfgefið að áætlanir samgöngusáttmálans nái fram að ganga og að því leiti er óvissa um framtíð uppbyggingu samgöngumannvirkja hvað varðar stofnbrautir og borgarlínu. Að þessu leiti má segja að áfram muni bifreiðum fjölga og vandamálin í umferðinni aukast. Fleytitíð Orðið fleytitíð kom sennilega fyrst fyrir í umræðunni árið 2005. Vegagerðin gaf út tvær skýrslur um fleytitíð árið 2014. Undirritaður skrifað grein í Fréttablaðið um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 þar sem fjallað var m.a. um einföldu og ódýru leiðina í samgöngum sem er fleytitíð. Þar kemur m.a. fram: „Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn.“ Fleytitíð snýst um að hliðra til opnunartíma og starfsemi stórra skóla og opinberra stofnana/vinnustaða og deyfa þannig álagstoppa í morgun- og seinnipartumferð. Ávinningurinn er styttri ferðatími, minni pirringur í umferðinni og ávinningur fyrir samfélagið allt þar sem tafatími í umferðinni kostar umtalsverðar upphæðir. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umferð Samgöngur Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Biðtíminn og pirringurinn í umferðinni eykst með hverju ári. Ástæðan er að ekki hefur verið farið í uppbyggingu nauðsynlegra samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á síðustu áratugum, á sama tíma hefur bifreiðaeign á svæðinu margfaldast. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins tekur að einhverju leiti á þessu máli. Ár og áratugir munu líða þar til allar væntingar um framkvæmd samgöngusáttmálans nái fram að ganga, á meðan munum við íbúar á höfuðborgarsvæðinu vera áfram í umferðarteppum. Áætlanir Samgöngusáttmálinn sem er lausnarmiðaður með samkomulagi um samgöngubætur á stofnvegum og almenningssamgöngum nær til ársins 2040. Ætla má að sá tími lengist eitthvað miðað við aðrar áætlanir sem hafa verið lagðar fram. Fyrirhuguð mislæg gatnamót við Bústaðaveg að Reykjanesbraut er dæmi um hvernig pólitískar áherslur um tafir við uppbyggingu samgöngumannvirkja. Vegagerðin hefur í áraraðir lagt áherslu á mislæg gatnamót á þessum stað, verkefnið sem hefur verið fjármagnað hefur stoppað vegna stefnu borgaryfirvalda á bíllausan lífsstíl. Ekki er sjálfgefið að áætlanir samgöngusáttmálans nái fram að ganga og að því leiti er óvissa um framtíð uppbyggingu samgöngumannvirkja hvað varðar stofnbrautir og borgarlínu. Að þessu leiti má segja að áfram muni bifreiðum fjölga og vandamálin í umferðinni aukast. Fleytitíð Orðið fleytitíð kom sennilega fyrst fyrir í umræðunni árið 2005. Vegagerðin gaf út tvær skýrslur um fleytitíð árið 2014. Undirritaður skrifað grein í Fréttablaðið um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 þar sem fjallað var m.a. um einföldu og ódýru leiðina í samgöngum sem er fleytitíð. Þar kemur m.a. fram: „Einfalda lausnin eða öllu heldur ódýra leiðin er að ríki, sveitarfélög og skólar taki höndum saman og skipuleggi vinnutíma starfsfólks og nemenda þannig að upphaf vinnudags sé á mismunandi tímum þannig að álagið á umferðina dreifist á morgnana og svo aftur seinni partinn.“ Fleytitíð snýst um að hliðra til opnunartíma og starfsemi stórra skóla og opinberra stofnana/vinnustaða og deyfa þannig álagstoppa í morgun- og seinnipartumferð. Ávinningurinn er styttri ferðatími, minni pirringur í umferðinni og ávinningur fyrir samfélagið allt þar sem tafatími í umferðinni kostar umtalsverðar upphæðir. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar