Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 12:00 Norska landsliðið í handbolta fékk gull í París í sumar en leikmenn liðsins græða þó ekki á tá og fingri af því að vera bestar í sinni íþrótt. getty/Alex Davidson Þrátt fyrir að hafa tryggt Noregi Ólympíumeistaratitil í handbolta í sumar þá þéna stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar minna, samanlagt, en frjálsíþróttastjörnurnar Karsten Warholm og Jakob Ingebrigtsen. Warholm og Ingebrigtsen þéna sem sagt hvor um sig meira en allir hinir 28 íþróttamennirnir, sem unnu Ólympíuverðlaun fyrir hönd Noregs í París í sumar, samanlagt. Þar á meðal eru leikmennirnir fimmtán sem Þórir valdi fyrir leikana. Ingebrigtsen varð, líkt og handboltaliðið, Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi en Warholm vann silfur í 400 metra grindahlaupi, eftir að hafa orðið Ólympíumeistari í Tókýó þremur árum fyrr. NRK segir að Ingebrigtsen hafi á tekjuárinu 2023 þénað 25,4 milljónir norskra króna, eða jafnvirði 318 milljóna íslenskra króna. Warholm hafi þénað jafnvirði 187 milljóna íslenskra króna. Jakob Ingebrigtsen var með hátt í milljón íslenskra króna á dag í tekjur árið 2023.Getty/Grzegorz Wajda Hinir 28 íþróttamennirnir sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra þénuðu samtals jafnvirði 162 milljóna íslenskra króna, eða að meðaltali rúmar 20 milljónir í árslaun. „Það er synd að svona margir af þeim sem velja að fara þessa braut hafi svo lök kjör að það hafi áhrif á þeirra frammistöðu og lengd ferilsins,“ segir Tore Övrebö, yfirmaður íþróttamála hjá Olympiatoppen í Noregi. „Það er bara besta mál að þeir sem þéna vel geri það. Vandinn er að svo margir af þeim sem æfa og halda sér á svona háu stigi skuli vera með mjög lágar tekjur,“ segir Övrebö sem telur að Noregur missi út hæfileikaríkt íþróttafólk vegna lágra tekna. „Þau velja þá oft annan feril,“ segir Övrebö. Karsten Warholm er einn albesti 400 metra grindahlaupari heims.Getty/Artur Widak Thale Rushfeldt Deila, ein af lærimeyjum Þóris í handboltalandsliðinu, segir að vissulega mættu leikmenn liðsins vera nær Warholm og Ingebrigtsen í launum. Í norska meistaraliðinu í París voru kanónur á borð við Noru Mörk, Stine Bredal Oftedal og Katrine Lunde sem um langt árabil hafa unnið verðlaun á stórmótum fyrir Noreg. „Þetta er svolítið svona í íþróttunum. Karsten og Jakob eru mjög þekktir og eru ekki hluti af liði, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka þeir bestu í sínum greinum, sem eru bæði erfiðar og vinsælar greinar,“ sagði Deila. „Auðvitað mætti gjarnan vera meira jafnrétti en þeir verðskulda það sem þeir fá. Þeir eru jú öflugir,“ bætti hún við. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Warholm og Ingebrigtsen þéna sem sagt hvor um sig meira en allir hinir 28 íþróttamennirnir, sem unnu Ólympíuverðlaun fyrir hönd Noregs í París í sumar, samanlagt. Þar á meðal eru leikmennirnir fimmtán sem Þórir valdi fyrir leikana. Ingebrigtsen varð, líkt og handboltaliðið, Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi en Warholm vann silfur í 400 metra grindahlaupi, eftir að hafa orðið Ólympíumeistari í Tókýó þremur árum fyrr. NRK segir að Ingebrigtsen hafi á tekjuárinu 2023 þénað 25,4 milljónir norskra króna, eða jafnvirði 318 milljóna íslenskra króna. Warholm hafi þénað jafnvirði 187 milljóna íslenskra króna. Jakob Ingebrigtsen var með hátt í milljón íslenskra króna á dag í tekjur árið 2023.Getty/Grzegorz Wajda Hinir 28 íþróttamennirnir sem unnu verðlaun á Ólympíuleikunum eða Ólympíumóti fatlaðra þénuðu samtals jafnvirði 162 milljóna íslenskra króna, eða að meðaltali rúmar 20 milljónir í árslaun. „Það er synd að svona margir af þeim sem velja að fara þessa braut hafi svo lök kjör að það hafi áhrif á þeirra frammistöðu og lengd ferilsins,“ segir Tore Övrebö, yfirmaður íþróttamála hjá Olympiatoppen í Noregi. „Það er bara besta mál að þeir sem þéna vel geri það. Vandinn er að svo margir af þeim sem æfa og halda sér á svona háu stigi skuli vera með mjög lágar tekjur,“ segir Övrebö sem telur að Noregur missi út hæfileikaríkt íþróttafólk vegna lágra tekna. „Þau velja þá oft annan feril,“ segir Övrebö. Karsten Warholm er einn albesti 400 metra grindahlaupari heims.Getty/Artur Widak Thale Rushfeldt Deila, ein af lærimeyjum Þóris í handboltalandsliðinu, segir að vissulega mættu leikmenn liðsins vera nær Warholm og Ingebrigtsen í launum. Í norska meistaraliðinu í París voru kanónur á borð við Noru Mörk, Stine Bredal Oftedal og Katrine Lunde sem um langt árabil hafa unnið verðlaun á stórmótum fyrir Noreg. „Þetta er svolítið svona í íþróttunum. Karsten og Jakob eru mjög þekktir og eru ekki hluti af liði, sem hefur mikið að segja. Þeir eru líka þeir bestu í sínum greinum, sem eru bæði erfiðar og vinsælar greinar,“ sagði Deila. „Auðvitað mætti gjarnan vera meira jafnrétti en þeir verðskulda það sem þeir fá. Þeir eru jú öflugir,“ bætti hún við.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira