Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2024 07:48 Þessar afgönsku konur og fleiri hafa fengið aðstoð við að ferðast erlendis til að leggja stund á nám í heilbrigðisvísindum. Getty/Jane Barlow Talíbanar virðast hafa tekið ákvörðun um að banna konum að nema hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ef marka má nýjustu fregnir. Nemendur hafa greint frá því að hafa fengið skilaboð um að hætta að mæta í tíma. Þá hafa fimm stofnanir víðsvegar í Afganistan staðfest við BBC að þeim hafi verið skipað að loka dyrum sínum. Fregnirnar koma ekki endilega á óvart en Talíbanar hafa gengið mjög hart gegn rétti kvenna til menntunar og þeim er nú allt að því ómögulegt að sækja sér nokkurs konar framhaldsmenntun umfram barnaskóla. Stjórnvöld hafa ítrekað heitið því að stúlkum verði aftur hleypt í nám þegar búið er að grípa til viðeigandi ráðstafana, til að mynda að tryggja „íslamska“ námskrá. Ekkert hefur hins vegar orðið af því. Hjúkrunarfræði- og ljósmóðurnám og -störf hafa verið meðal afar fárra námsleiða og starfa sem konum hefur staðið til boða eftir að Talíbanar komust aftur til valda. Það hefur í raun verið lífsnauðsynlegt, þar sem karlkyns heilbrigðisstarfsmenn mega ekki meðhöndla konur nema karl náin þeim sé viðstaddur. Áætlað er að um 17.000 konur hafi verið nám eða í þjálfun þegar þeim var bannað að mæta aftur. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í fyrra að Afganistan þyrfti 18.000 ljósmæður til viðbótar til að mæta þörfinni í heilbrigðiskerfinu. Þannig er ljóst að ákvörðunin gæti haft veruleg áhrif á heilsu og velferð kvenna í landinu. Afganistan Jafnréttismál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Nemendur hafa greint frá því að hafa fengið skilaboð um að hætta að mæta í tíma. Þá hafa fimm stofnanir víðsvegar í Afganistan staðfest við BBC að þeim hafi verið skipað að loka dyrum sínum. Fregnirnar koma ekki endilega á óvart en Talíbanar hafa gengið mjög hart gegn rétti kvenna til menntunar og þeim er nú allt að því ómögulegt að sækja sér nokkurs konar framhaldsmenntun umfram barnaskóla. Stjórnvöld hafa ítrekað heitið því að stúlkum verði aftur hleypt í nám þegar búið er að grípa til viðeigandi ráðstafana, til að mynda að tryggja „íslamska“ námskrá. Ekkert hefur hins vegar orðið af því. Hjúkrunarfræði- og ljósmóðurnám og -störf hafa verið meðal afar fárra námsleiða og starfa sem konum hefur staðið til boða eftir að Talíbanar komust aftur til valda. Það hefur í raun verið lífsnauðsynlegt, þar sem karlkyns heilbrigðisstarfsmenn mega ekki meðhöndla konur nema karl náin þeim sé viðstaddur. Áætlað er að um 17.000 konur hafi verið nám eða í þjálfun þegar þeim var bannað að mæta aftur. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í fyrra að Afganistan þyrfti 18.000 ljósmæður til viðbótar til að mæta þörfinni í heilbrigðiskerfinu. Þannig er ljóst að ákvörðunin gæti haft veruleg áhrif á heilsu og velferð kvenna í landinu.
Afganistan Jafnréttismál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira