Innlent

Um­boðs­maður Al­þingis óskar svara frá Út­lendinga­stofnun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Útlendingastofnun hefur til 17. desember til að svara erindi umboðsmanns.
Útlendingastofnun hefur til 17. desember til að svara erindi umboðsmanns.

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um afgreiðslu dvalarleyfisumsókna eftir að lögum um útlendinga var breytt.

Þetta kemur fram á vef umboðsmanns en þar segir að ábendingar hafi borist um að lögum hafi verið beitt með afturvirkum hætti við afgreiðslu umsókna um endurnýjun tímabundins dvalarleyfis og umsókna um ótímabundið dvalarleyfi.

Umboðsmaður segir einnig hafa verið bent á dæmi þess að umsækjendur hafi ekki fengið ákvarðanir í málum sínum birtar með viðeigandi hætti, auk þess sem Útlendingastofnun hafi ekki gætt að leiðbeiningarskyldu sinni, meðal annars varðandi kæruréttar til æðra stjórnvalds.

„Hefur umboðsmaður því óskað eftir að Útlendingastofnun varpi ljósi á nokkur atriði áður en tekin verður afstaða til þess hvort tilefni sé til frekari athugunar,“ segir á vef umboðsmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×