Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2024 11:12 Verkamaður vinnur við að leggja ljósleiðara nærri Espoo í Finnlandi í október. Ljósleiðarastrengur skemmdist nærri borginni í gær. AP/VEsa Moilanen/Lehtikuva Finnska lögreglan segist ekki rannsaka skemmdir á ljósleiðara sem olli umfangsmiklu netleysi sem sakamál að svo stöddu. Ljósleiðarinn fór í sundur á tveimur stöðum en fjarskiptafyrirtæki segir að á öðrum staðnum hafi hann skemmst við framkvæmdir. Skemmdir urðu á ljósleiðaranum á tveimur stöðum í dreifbýli á milli Espoo og Vihti í sunnanverðu Finnlandi síðdegis í gær. Viðgerðir stóðu enn yfir í morgun. Um sex þúsund manns og hundrað fyrirtæki voru netsambandslaus vegna skemmdanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Grunsemdir kviknuðu strax um skemmdarverk en tveir sæstrengir voru skemmdir í Eystrasalti í síðasta mánuði. Þá hafa viðvarandi truflanir verið á staðsetningarkerfum við Finnland og á Eystrasalti undanfarin misseri. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra Finnlands, sagði stjórnvöld taka skemmdirnar alvarlega og að þau væru í sambandi við sænska fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect sem á ljósleiðarann um rannsókn. Ljósleiðarinn liggur frá Svíþjóð til FInnlands. Í yfirlýsingu sem finnska lögreglan sendi frá sér í morgun sagði hún að þrátt fyrir fréttir fjölmiðla um það þá væri engin sakamálarannsókn hafin á skemmdunum á þessari stundu. Aftur á móti væri ekki útilokað að hún hæfist síðar. Fulltrúi netfyrirtækisins Elisa segir finnska ríkisútvarpinu YLE að skemmdirnar við Vihti hafi orðið við slys sem tengdist byggingarframkvæmdum. Hann sagðist þó engar upplýsingar hafa um skemmdirnar við Espoo. Finnland Fjarskipti Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Sjá meira
Skemmdir urðu á ljósleiðaranum á tveimur stöðum í dreifbýli á milli Espoo og Vihti í sunnanverðu Finnlandi síðdegis í gær. Viðgerðir stóðu enn yfir í morgun. Um sex þúsund manns og hundrað fyrirtæki voru netsambandslaus vegna skemmdanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Grunsemdir kviknuðu strax um skemmdarverk en tveir sæstrengir voru skemmdir í Eystrasalti í síðasta mánuði. Þá hafa viðvarandi truflanir verið á staðsetningarkerfum við Finnland og á Eystrasalti undanfarin misseri. Lulu Ranne, samgöngu- og fjarskiptaráðherra Finnlands, sagði stjórnvöld taka skemmdirnar alvarlega og að þau væru í sambandi við sænska fjarskiptafyrirtækið GlobalConnect sem á ljósleiðarann um rannsókn. Ljósleiðarinn liggur frá Svíþjóð til FInnlands. Í yfirlýsingu sem finnska lögreglan sendi frá sér í morgun sagði hún að þrátt fyrir fréttir fjölmiðla um það þá væri engin sakamálarannsókn hafin á skemmdunum á þessari stundu. Aftur á móti væri ekki útilokað að hún hæfist síðar. Fulltrúi netfyrirtækisins Elisa segir finnska ríkisútvarpinu YLE að skemmdirnar við Vihti hafi orðið við slys sem tengdist byggingarframkvæmdum. Hann sagðist þó engar upplýsingar hafa um skemmdirnar við Espoo.
Finnland Fjarskipti Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Sjá meira