Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2024 20:59 Grenitréð í Jórukletti í Ölfusá, sem margir hafa áhyggjur af en það er ótrúlegt hvað það hefur spjarað sig vel á klettinum í gegnum árin. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Lögreglumennirnir Garðar Már og Frímann Birgir voru að fljúga dróna yfir ánna meira og minna í dag til að geta fylgst með þróun mála og stöðu árinnar. Lögreglan er með þessi skilaboð til fólks: „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar Már. Óttast um grenitréð á Jórukletti Sveitarfélagið Árborg er með sérstaka viðbragðsnefnd vegna ástandsins, sem eru í góðu sambandi við Almannavarnanefnd á svæðinu. Bæjarstjórinn segir ánna mjög tignarlega í þessu ástandi en á sama tími mjög hættulega. „Þetta er alveg ótrúlegt og maður hefur heyrt það á elstu mönnum hér á svæðinu að þetta sé með því mesta sem hefur verið í ánni,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Hverju spáir þú með framhaldið? „Vonandi heldur hún sér bara svona. Við sjáum það allavega núna í dag þá hefur hún lækkað frá því í gær en vonandi helst það bara þannig að hún hreinsi sig reglulega og við getum frekar fengið að njóta en um leið vekur maður athygli á að fólk fari varlega hérna við bakkann eins og við þurfum að gera alltaf,” bætir Bragi við. Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi og Bragi Bjarnason bæjarstjóri í Árborg, sem fylgjast báðir mjög vel með Ölfusá þessa dagana.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Selfossi, þeir hafi margir áhyggjur af grenitrénu í Jórukletti í miðri Ölfusá, lifir það af þessar hremmingar í ánni eða hvað? „Já, skiljanlega, það fór mjög nálægt brúninni þar í gær en maður sér að það hefur lækkað aðeins í dag. Tréð hefur staðið af sér ýmislegt hingað til og við vonum að það standi áfram,” segir Bragi bæjarstjóri. Árborg Tré Veður Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Lögreglumennirnir Garðar Már og Frímann Birgir voru að fljúga dróna yfir ánna meira og minna í dag til að geta fylgst með þróun mála og stöðu árinnar. Lögreglan er með þessi skilaboð til fólks: „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar Már. Óttast um grenitréð á Jórukletti Sveitarfélagið Árborg er með sérstaka viðbragðsnefnd vegna ástandsins, sem eru í góðu sambandi við Almannavarnanefnd á svæðinu. Bæjarstjórinn segir ánna mjög tignarlega í þessu ástandi en á sama tími mjög hættulega. „Þetta er alveg ótrúlegt og maður hefur heyrt það á elstu mönnum hér á svæðinu að þetta sé með því mesta sem hefur verið í ánni,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Hverju spáir þú með framhaldið? „Vonandi heldur hún sér bara svona. Við sjáum það allavega núna í dag þá hefur hún lækkað frá því í gær en vonandi helst það bara þannig að hún hreinsi sig reglulega og við getum frekar fengið að njóta en um leið vekur maður athygli á að fólk fari varlega hérna við bakkann eins og við þurfum að gera alltaf,” bætir Bragi við. Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi og Bragi Bjarnason bæjarstjóri í Árborg, sem fylgjast báðir mjög vel með Ölfusá þessa dagana.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarbúar á Selfossi, þeir hafi margir áhyggjur af grenitrénu í Jórukletti í miðri Ölfusá, lifir það af þessar hremmingar í ánni eða hvað? „Já, skiljanlega, það fór mjög nálægt brúninni þar í gær en maður sér að það hefur lækkað aðeins í dag. Tréð hefur staðið af sér ýmislegt hingað til og við vonum að það standi áfram,” segir Bragi bæjarstjóri.
Árborg Tré Veður Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira