Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2024 13:05 Garðar Már Garðarsson, sem er aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi við Ölfusá í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær. Það var um níu stiga frost á Selfossi klukkan 07:00 í morgun og enn heilmikil krapastífla í Ölfusá og hleðst ísinn upp við Ölfusárbrú og í hvilftinni við Selfosskirkju. Lögreglan á Suðurlandi fylgist vel með ánni. Garðar Már Garðarsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. „Það er grannt fylgst með rennslinu og við fylgjumst bæði með drónamyndum og raun eftirliti hérna fyrir neðan og upp með ánni og erum í stöðugu sambandi við vatnamælingar veðurstofu Íslands“, segir Garðar Már. Garðar segir mikla umferð við Ölfusá vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. „Já, það er mikil umferð hérna enda ekki nema von því þetta er tilkomumikið að sjá þetta. Hérna eru náttúruöflin í sinni skýrustu mynd beint fyrir framan nefið á okkur.“ Lögreglan notast m.a. við dróna til að fylgjast með ástandinu í ánni. Hér er Frímann Birgir Baldursson að fljúga drónanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er lögreglan með einhverjar ráðleggingar til íbúa eða fólks? „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar um leið og hann hvetur fólk í húsum í nágrenni þess svæðis sem ís er að hlaðast upp að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar ef það telur ís eða vatn sé farið að nálgast garða eða húsnæði meira en nú er. Lögreglan segir að það megi alls ekki fara út á ísinn í ánni, það geti verið stórhættulegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill ís hefur hlaðist upp við Selfosskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veður Lögreglumál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Það var um níu stiga frost á Selfossi klukkan 07:00 í morgun og enn heilmikil krapastífla í Ölfusá og hleðst ísinn upp við Ölfusárbrú og í hvilftinni við Selfosskirkju. Lögreglan á Suðurlandi fylgist vel með ánni. Garðar Már Garðarsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. „Það er grannt fylgst með rennslinu og við fylgjumst bæði með drónamyndum og raun eftirliti hérna fyrir neðan og upp með ánni og erum í stöðugu sambandi við vatnamælingar veðurstofu Íslands“, segir Garðar Már. Garðar segir mikla umferð við Ölfusá vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. „Já, það er mikil umferð hérna enda ekki nema von því þetta er tilkomumikið að sjá þetta. Hérna eru náttúruöflin í sinni skýrustu mynd beint fyrir framan nefið á okkur.“ Lögreglan notast m.a. við dróna til að fylgjast með ástandinu í ánni. Hér er Frímann Birgir Baldursson að fljúga drónanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er lögreglan með einhverjar ráðleggingar til íbúa eða fólks? „Það er náttúrulega fyrst og fremst að fara alls ekki út á ísinn og ef það verður vart við einhverjar hreyfingar að þá frekar að bakka frá og gæta varúðar, ekki fara of nálægt,“ segir Garðar um leið og hann hvetur fólk í húsum í nágrenni þess svæðis sem ís er að hlaðast upp að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar ef það telur ís eða vatn sé farið að nálgast garða eða húsnæði meira en nú er. Lögreglan segir að það megi alls ekki fara út á ísinn í ánni, það geti verið stórhættulegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill ís hefur hlaðist upp við Selfosskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veður Lögreglumál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira