„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. desember 2024 21:44 Hættulegt er að fara of nálægt íshrönnunum á og við Ölfusá. Ísinn er óstöðugur og getur brotnað fari maður ofan á hann. LÖGREGLAN Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi á Facebook. Þar er fólk í nágrenni svæðisins beðið um að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar telji það ís eða vatn farið að nálgast garða eða húsnæði. Þau sem eru með kjallara undir húsum sínum eru einnig beðin um að fylgjast með ástandinu í þeim. Von á veðrabrigðum „Enn er farvegur Ölfusár fullur af ís frá ósum og allt upp fyrir Ölfusárbrú. Einstaka íslausar vakir eru á ánni. Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís við Básinn og upp fyrir brú, að Jóruklett,“ segir í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands fyrr í kvöld. Magnað er að sjá ísmagnið sem nú er á Ölfusá.ENSU Þar kemur einnig fram að vatnshæðarmælirinn hafi farið upp í 4,99 metra um klukkan 15 í dag en hafi lækkað um einhverja tugi sentímetra síðan þá. Þetta hafi leitt til þess að vatn tók að renna utan við brúarstöpulinn á austanverðu og einnig yfir malbikaðan göngustíg neðan við Bakkahverfið á Selfossi. Þetta sé hæsta vatnsstaða sem mælst hefur í ánni við Selfoss í mörg ár. „Von er á veðrabrigðum seinni partinn á morgun og fylgir þeim skammvinn hlýindi. Það verður fróðlegt að sjá hvort að áin nái að ryðja af sér einhverjum ís í kjölfar þess,“ segir einnig í færslunni. Íshrannirnar hafi laðað að heimamenn og fleiri og er bent á að það sé stórhættulegt að ganga upp á ísinn. Aðstæður við árbakkann geti einnig breyst mjög hratt og því mikilvægt að vera ekki upp við hrannirnar. Það er býsna fallegt við Ölfusána þegar hún er svona þakin ís.ENSU Árborg Lögreglumál Slysavarnir Veður Ölfus Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi á Facebook. Þar er fólk í nágrenni svæðisins beðið um að vera á varðbergi og tilkynna til lögreglunnar telji það ís eða vatn farið að nálgast garða eða húsnæði. Þau sem eru með kjallara undir húsum sínum eru einnig beðin um að fylgjast með ástandinu í þeim. Von á veðrabrigðum „Enn er farvegur Ölfusár fullur af ís frá ósum og allt upp fyrir Ölfusárbrú. Einstaka íslausar vakir eru á ánni. Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís við Básinn og upp fyrir brú, að Jóruklett,“ segir í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands fyrr í kvöld. Magnað er að sjá ísmagnið sem nú er á Ölfusá.ENSU Þar kemur einnig fram að vatnshæðarmælirinn hafi farið upp í 4,99 metra um klukkan 15 í dag en hafi lækkað um einhverja tugi sentímetra síðan þá. Þetta hafi leitt til þess að vatn tók að renna utan við brúarstöpulinn á austanverðu og einnig yfir malbikaðan göngustíg neðan við Bakkahverfið á Selfossi. Þetta sé hæsta vatnsstaða sem mælst hefur í ánni við Selfoss í mörg ár. „Von er á veðrabrigðum seinni partinn á morgun og fylgir þeim skammvinn hlýindi. Það verður fróðlegt að sjá hvort að áin nái að ryðja af sér einhverjum ís í kjölfar þess,“ segir einnig í færslunni. Íshrannirnar hafi laðað að heimamenn og fleiri og er bent á að það sé stórhættulegt að ganga upp á ísinn. Aðstæður við árbakkann geti einnig breyst mjög hratt og því mikilvægt að vera ekki upp við hrannirnar. Það er býsna fallegt við Ölfusána þegar hún er svona þakin ís.ENSU
Árborg Lögreglumál Slysavarnir Veður Ölfus Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira