„Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. desember 2024 21:02 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/viktor freyr Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. „Þetta eru eiginlega flekahreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum bara að flokkakerfið er í raun og veru að taka mjög miklum breytingum og allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að verða fyrir mjög miklu höggi, þessir ríkisstjórnarflokkar eru í sögulegu lágmarki með sitt fylgi og vinstri vængurinn er í raun og veru úti svo þetta eru ótrúleg tíðindi í raun og veru,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Núna taki aðventan við Hún hafi miklar áhyggjur af grænni pólitík og telur að fólk muni mögulega vakna upp við vondan draum. Hún sé þó ávallt þakklát kjósendum. „Bara þakklæti, til kjósendanna og fólksins sem að treysti okkur og gaf okkur séns, það skiptir miklu máli og ég er mjög þakklát fyrir það og svo er ég mjög þakklát fyrir höfuð herðar hné og tær, þegar það er svona ógeðslega kalt.“ Kannski að lokum, hvað er fram undan hjá Svandísi Svavarsdóttur núna? „Núna er fram undan hjá henni bara aðventan og smákökubakstur, kannski óvenjulega margar sortir í ár. Ég hef oft freistast til þess að kaupa bara Frón smákökur og skella þeim svo í einhver box heima. Núna held ég að það sé komið að því að gera þetta alveg frá grunni.“ Sorglegt sé að horfa upp á tíu prósent atkvæða á vinstri vængnum falla niður dauð. Um sé að ræða ákall um breytingar hjá vinstrinu. Þurfa vinstrimenn að sameinast undir einni hreyfingu? „Við þurfum að leyfa þessum dögum aðeins að líða og allir þurfa að líta inn á við og tala við sitt fólk, til að byrja með.“ „Íslandssögunni er ekki lokið!“ Ögmundur Jónasson, kempa úr röðum Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur undir orð Svandísar þó að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Hún hins vegar talaði inn í framtíðina í gær, Svandís Svavarsdóttir, þegar hún sagði að núna er tími til að stinga upp jarðveginn og hefja enduruppbyggingarstarf. Og enn eitt, tíundi hluti þjóðarinnar, fær ekki sína fulltrúa kjörna á þing, og hverjir skildu það vera? Hver er þessi tíundi hluti? þetta eru allt vinstri atkvæði, það eru allt róttæk atkvæði og ég held að þessi niðurstaða í þessum kosningum verði hvatning fyrir vinstra fólk á íslandi, fyrir sósíalista og róttækt fólk til að hefja þetta uppbyggingar starf sem nú er kallað eftir.“ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.Vísir/Anton Brink Hann tekur jafnframt fram að Sósíalistaflokkurinn sé greinilega að festa sig í sessi. Ljóst sé að Alþingi þurfi á aðhaldi frá vinstri að halda. „Fyrst þau fá ekki aðhald innan þingsins frá vinstri, þá er bara að skapa það utandyra og það verður alveg örugglega gert. Það mun síðan bera ávöxt í komandi þingkosningum. Íslandssögunni er ekki lokið!“ Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
„Þetta eru eiginlega flekahreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum bara að flokkakerfið er í raun og veru að taka mjög miklum breytingum og allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að verða fyrir mjög miklu höggi, þessir ríkisstjórnarflokkar eru í sögulegu lágmarki með sitt fylgi og vinstri vængurinn er í raun og veru úti svo þetta eru ótrúleg tíðindi í raun og veru,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Núna taki aðventan við Hún hafi miklar áhyggjur af grænni pólitík og telur að fólk muni mögulega vakna upp við vondan draum. Hún sé þó ávallt þakklát kjósendum. „Bara þakklæti, til kjósendanna og fólksins sem að treysti okkur og gaf okkur séns, það skiptir miklu máli og ég er mjög þakklát fyrir það og svo er ég mjög þakklát fyrir höfuð herðar hné og tær, þegar það er svona ógeðslega kalt.“ Kannski að lokum, hvað er fram undan hjá Svandísi Svavarsdóttur núna? „Núna er fram undan hjá henni bara aðventan og smákökubakstur, kannski óvenjulega margar sortir í ár. Ég hef oft freistast til þess að kaupa bara Frón smákökur og skella þeim svo í einhver box heima. Núna held ég að það sé komið að því að gera þetta alveg frá grunni.“ Sorglegt sé að horfa upp á tíu prósent atkvæða á vinstri vængnum falla niður dauð. Um sé að ræða ákall um breytingar hjá vinstrinu. Þurfa vinstrimenn að sameinast undir einni hreyfingu? „Við þurfum að leyfa þessum dögum aðeins að líða og allir þurfa að líta inn á við og tala við sitt fólk, til að byrja með.“ „Íslandssögunni er ekki lokið!“ Ögmundur Jónasson, kempa úr röðum Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur undir orð Svandísar þó að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Hún hins vegar talaði inn í framtíðina í gær, Svandís Svavarsdóttir, þegar hún sagði að núna er tími til að stinga upp jarðveginn og hefja enduruppbyggingarstarf. Og enn eitt, tíundi hluti þjóðarinnar, fær ekki sína fulltrúa kjörna á þing, og hverjir skildu það vera? Hver er þessi tíundi hluti? þetta eru allt vinstri atkvæði, það eru allt róttæk atkvæði og ég held að þessi niðurstaða í þessum kosningum verði hvatning fyrir vinstra fólk á íslandi, fyrir sósíalista og róttækt fólk til að hefja þetta uppbyggingar starf sem nú er kallað eftir.“ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.Vísir/Anton Brink Hann tekur jafnframt fram að Sósíalistaflokkurinn sé greinilega að festa sig í sessi. Ljóst sé að Alþingi þurfi á aðhaldi frá vinstri að halda. „Fyrst þau fá ekki aðhald innan þingsins frá vinstri, þá er bara að skapa það utandyra og það verður alveg örugglega gert. Það mun síðan bera ávöxt í komandi þingkosningum. Íslandssögunni er ekki lokið!“
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira