„Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. desember 2024 21:02 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/viktor freyr Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. „Þetta eru eiginlega flekahreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum bara að flokkakerfið er í raun og veru að taka mjög miklum breytingum og allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að verða fyrir mjög miklu höggi, þessir ríkisstjórnarflokkar eru í sögulegu lágmarki með sitt fylgi og vinstri vængurinn er í raun og veru úti svo þetta eru ótrúleg tíðindi í raun og veru,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Núna taki aðventan við Hún hafi miklar áhyggjur af grænni pólitík og telur að fólk muni mögulega vakna upp við vondan draum. Hún sé þó ávallt þakklát kjósendum. „Bara þakklæti, til kjósendanna og fólksins sem að treysti okkur og gaf okkur séns, það skiptir miklu máli og ég er mjög þakklát fyrir það og svo er ég mjög þakklát fyrir höfuð herðar hné og tær, þegar það er svona ógeðslega kalt.“ Kannski að lokum, hvað er fram undan hjá Svandísi Svavarsdóttur núna? „Núna er fram undan hjá henni bara aðventan og smákökubakstur, kannski óvenjulega margar sortir í ár. Ég hef oft freistast til þess að kaupa bara Frón smákökur og skella þeim svo í einhver box heima. Núna held ég að það sé komið að því að gera þetta alveg frá grunni.“ Sorglegt sé að horfa upp á tíu prósent atkvæða á vinstri vængnum falla niður dauð. Um sé að ræða ákall um breytingar hjá vinstrinu. Þurfa vinstrimenn að sameinast undir einni hreyfingu? „Við þurfum að leyfa þessum dögum aðeins að líða og allir þurfa að líta inn á við og tala við sitt fólk, til að byrja með.“ „Íslandssögunni er ekki lokið!“ Ögmundur Jónasson, kempa úr röðum Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur undir orð Svandísar þó að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Hún hins vegar talaði inn í framtíðina í gær, Svandís Svavarsdóttir, þegar hún sagði að núna er tími til að stinga upp jarðveginn og hefja enduruppbyggingarstarf. Og enn eitt, tíundi hluti þjóðarinnar, fær ekki sína fulltrúa kjörna á þing, og hverjir skildu það vera? Hver er þessi tíundi hluti? þetta eru allt vinstri atkvæði, það eru allt róttæk atkvæði og ég held að þessi niðurstaða í þessum kosningum verði hvatning fyrir vinstra fólk á íslandi, fyrir sósíalista og róttækt fólk til að hefja þetta uppbyggingar starf sem nú er kallað eftir.“ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.Vísir/Anton Brink Hann tekur jafnframt fram að Sósíalistaflokkurinn sé greinilega að festa sig í sessi. Ljóst sé að Alþingi þurfi á aðhaldi frá vinstri að halda. „Fyrst þau fá ekki aðhald innan þingsins frá vinstri, þá er bara að skapa það utandyra og það verður alveg örugglega gert. Það mun síðan bera ávöxt í komandi þingkosningum. Íslandssögunni er ekki lokið!“ Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
„Þetta eru eiginlega flekahreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum bara að flokkakerfið er í raun og veru að taka mjög miklum breytingum og allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að verða fyrir mjög miklu höggi, þessir ríkisstjórnarflokkar eru í sögulegu lágmarki með sitt fylgi og vinstri vængurinn er í raun og veru úti svo þetta eru ótrúleg tíðindi í raun og veru,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Núna taki aðventan við Hún hafi miklar áhyggjur af grænni pólitík og telur að fólk muni mögulega vakna upp við vondan draum. Hún sé þó ávallt þakklát kjósendum. „Bara þakklæti, til kjósendanna og fólksins sem að treysti okkur og gaf okkur séns, það skiptir miklu máli og ég er mjög þakklát fyrir það og svo er ég mjög þakklát fyrir höfuð herðar hné og tær, þegar það er svona ógeðslega kalt.“ Kannski að lokum, hvað er fram undan hjá Svandísi Svavarsdóttur núna? „Núna er fram undan hjá henni bara aðventan og smákökubakstur, kannski óvenjulega margar sortir í ár. Ég hef oft freistast til þess að kaupa bara Frón smákökur og skella þeim svo í einhver box heima. Núna held ég að það sé komið að því að gera þetta alveg frá grunni.“ Sorglegt sé að horfa upp á tíu prósent atkvæða á vinstri vængnum falla niður dauð. Um sé að ræða ákall um breytingar hjá vinstrinu. Þurfa vinstrimenn að sameinast undir einni hreyfingu? „Við þurfum að leyfa þessum dögum aðeins að líða og allir þurfa að líta inn á við og tala við sitt fólk, til að byrja með.“ „Íslandssögunni er ekki lokið!“ Ögmundur Jónasson, kempa úr röðum Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur undir orð Svandísar þó að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Hún hins vegar talaði inn í framtíðina í gær, Svandís Svavarsdóttir, þegar hún sagði að núna er tími til að stinga upp jarðveginn og hefja enduruppbyggingarstarf. Og enn eitt, tíundi hluti þjóðarinnar, fær ekki sína fulltrúa kjörna á þing, og hverjir skildu það vera? Hver er þessi tíundi hluti? þetta eru allt vinstri atkvæði, það eru allt róttæk atkvæði og ég held að þessi niðurstaða í þessum kosningum verði hvatning fyrir vinstra fólk á íslandi, fyrir sósíalista og róttækt fólk til að hefja þetta uppbyggingar starf sem nú er kallað eftir.“ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.Vísir/Anton Brink Hann tekur jafnframt fram að Sósíalistaflokkurinn sé greinilega að festa sig í sessi. Ljóst sé að Alþingi þurfi á aðhaldi frá vinstri að halda. „Fyrst þau fá ekki aðhald innan þingsins frá vinstri, þá er bara að skapa það utandyra og það verður alveg örugglega gert. Það mun síðan bera ávöxt í komandi þingkosningum. Íslandssögunni er ekki lokið!“
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira