„Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. desember 2024 21:02 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/viktor freyr Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. „Þetta eru eiginlega flekahreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum bara að flokkakerfið er í raun og veru að taka mjög miklum breytingum og allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að verða fyrir mjög miklu höggi, þessir ríkisstjórnarflokkar eru í sögulegu lágmarki með sitt fylgi og vinstri vængurinn er í raun og veru úti svo þetta eru ótrúleg tíðindi í raun og veru,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Núna taki aðventan við Hún hafi miklar áhyggjur af grænni pólitík og telur að fólk muni mögulega vakna upp við vondan draum. Hún sé þó ávallt þakklát kjósendum. „Bara þakklæti, til kjósendanna og fólksins sem að treysti okkur og gaf okkur séns, það skiptir miklu máli og ég er mjög þakklát fyrir það og svo er ég mjög þakklát fyrir höfuð herðar hné og tær, þegar það er svona ógeðslega kalt.“ Kannski að lokum, hvað er fram undan hjá Svandísi Svavarsdóttur núna? „Núna er fram undan hjá henni bara aðventan og smákökubakstur, kannski óvenjulega margar sortir í ár. Ég hef oft freistast til þess að kaupa bara Frón smákökur og skella þeim svo í einhver box heima. Núna held ég að það sé komið að því að gera þetta alveg frá grunni.“ Sorglegt sé að horfa upp á tíu prósent atkvæða á vinstri vængnum falla niður dauð. Um sé að ræða ákall um breytingar hjá vinstrinu. Þurfa vinstrimenn að sameinast undir einni hreyfingu? „Við þurfum að leyfa þessum dögum aðeins að líða og allir þurfa að líta inn á við og tala við sitt fólk, til að byrja með.“ „Íslandssögunni er ekki lokið!“ Ögmundur Jónasson, kempa úr röðum Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur undir orð Svandísar þó að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Hún hins vegar talaði inn í framtíðina í gær, Svandís Svavarsdóttir, þegar hún sagði að núna er tími til að stinga upp jarðveginn og hefja enduruppbyggingarstarf. Og enn eitt, tíundi hluti þjóðarinnar, fær ekki sína fulltrúa kjörna á þing, og hverjir skildu það vera? Hver er þessi tíundi hluti? þetta eru allt vinstri atkvæði, það eru allt róttæk atkvæði og ég held að þessi niðurstaða í þessum kosningum verði hvatning fyrir vinstra fólk á íslandi, fyrir sósíalista og róttækt fólk til að hefja þetta uppbyggingar starf sem nú er kallað eftir.“ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.Vísir/Anton Brink Hann tekur jafnframt fram að Sósíalistaflokkurinn sé greinilega að festa sig í sessi. Ljóst sé að Alþingi þurfi á aðhaldi frá vinstri að halda. „Fyrst þau fá ekki aðhald innan þingsins frá vinstri, þá er bara að skapa það utandyra og það verður alveg örugglega gert. Það mun síðan bera ávöxt í komandi þingkosningum. Íslandssögunni er ekki lokið!“ Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
„Þetta eru eiginlega flekahreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum bara að flokkakerfið er í raun og veru að taka mjög miklum breytingum og allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að verða fyrir mjög miklu höggi, þessir ríkisstjórnarflokkar eru í sögulegu lágmarki með sitt fylgi og vinstri vængurinn er í raun og veru úti svo þetta eru ótrúleg tíðindi í raun og veru,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Núna taki aðventan við Hún hafi miklar áhyggjur af grænni pólitík og telur að fólk muni mögulega vakna upp við vondan draum. Hún sé þó ávallt þakklát kjósendum. „Bara þakklæti, til kjósendanna og fólksins sem að treysti okkur og gaf okkur séns, það skiptir miklu máli og ég er mjög þakklát fyrir það og svo er ég mjög þakklát fyrir höfuð herðar hné og tær, þegar það er svona ógeðslega kalt.“ Kannski að lokum, hvað er fram undan hjá Svandísi Svavarsdóttur núna? „Núna er fram undan hjá henni bara aðventan og smákökubakstur, kannski óvenjulega margar sortir í ár. Ég hef oft freistast til þess að kaupa bara Frón smákökur og skella þeim svo í einhver box heima. Núna held ég að það sé komið að því að gera þetta alveg frá grunni.“ Sorglegt sé að horfa upp á tíu prósent atkvæða á vinstri vængnum falla niður dauð. Um sé að ræða ákall um breytingar hjá vinstrinu. Þurfa vinstrimenn að sameinast undir einni hreyfingu? „Við þurfum að leyfa þessum dögum aðeins að líða og allir þurfa að líta inn á við og tala við sitt fólk, til að byrja með.“ „Íslandssögunni er ekki lokið!“ Ögmundur Jónasson, kempa úr röðum Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur undir orð Svandísar þó að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Hún hins vegar talaði inn í framtíðina í gær, Svandís Svavarsdóttir, þegar hún sagði að núna er tími til að stinga upp jarðveginn og hefja enduruppbyggingarstarf. Og enn eitt, tíundi hluti þjóðarinnar, fær ekki sína fulltrúa kjörna á þing, og hverjir skildu það vera? Hver er þessi tíundi hluti? þetta eru allt vinstri atkvæði, það eru allt róttæk atkvæði og ég held að þessi niðurstaða í þessum kosningum verði hvatning fyrir vinstra fólk á íslandi, fyrir sósíalista og róttækt fólk til að hefja þetta uppbyggingar starf sem nú er kallað eftir.“ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.Vísir/Anton Brink Hann tekur jafnframt fram að Sósíalistaflokkurinn sé greinilega að festa sig í sessi. Ljóst sé að Alþingi þurfi á aðhaldi frá vinstri að halda. „Fyrst þau fá ekki aðhald innan þingsins frá vinstri, þá er bara að skapa það utandyra og það verður alveg örugglega gert. Það mun síðan bera ávöxt í komandi þingkosningum. Íslandssögunni er ekki lokið!“
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira