Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 11:52 Útlit er fyrir að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækki um tvo eftir kosningarnar. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segist klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins sem fjármálaráðherra til langs tíma. Margt sem flokkurinn hafi talað fyrir myndi kosta ríkissjóð verulega. Bjarni segir æskilegt að hægt yrði að sjá nánara niðurbrot atkvæða í kjördæmunum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi þau úrslit sem fyrir liggja í Sprengisandi. „Í öllu falli erum við að fara fram úr öllum spám og að því leytinu til segjum við að við höfum háð árangursríka baráttu,“ segir Bjarni. Skoðanakannanir hafi í upphafi spáð þeim um fjórtán prósentum en sem stendur er Sjálfstæðisflokkurinn í rúmum nítján prósentum. Hann segir styrk Flokks fólksins koma sér mest á óvart í kosningunum. Flokkurinn hlaut til að mynda fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi. „Þetta er ein af ástæðum þess, sérstaklega þegar við erum komin með svona stór kjördæmi, sem ég myndi vilja fá, frá kjörstöðunum, meira niðurbrot atkvæða. Maður vill skilja hvað er að gerast.“ Hann segir Suðurkjördæmið stórt og í því séu nokkrir ákveðnir kjarnar. „Ég skil alveg sjónarmiðin frá fyrri tíðum um að menn vilji ekki greina úrslitin þannig að þau séu persónugreinanleg. En fyrir kjósendur í landinu og þroskaða stjórnmálaumræðu væri auðvitað mjög æskilegt að geta séð atkvæðin eins og þau lágu fyrir hjá hverjum kjörstað.“ Hann spyrji sig hvernig atkvæðin liggi eftir mismunandi bæjarfélögum. Stjórnmálaumræðan væri skemmtilegri væri hægt að taka hana frá dýpri grunni. Sem fjármálaráðherra til langs tíma segist hann klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins. „Því mér finnst margt sem þau hafa verið að segja myndi kosta ríkissjóð verulega, bæði til skamms tíma og langs tíma. Frumvörpin sem þau hafa lagt fram í þinginu hafa af fjármálaráðuneytinu í einstaka tilvikum verið metin einstök frumvörp. Upp á að lágmarki tugi milljarða og allt yfir hundrað milljarða.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sprengisandur Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræddi þau úrslit sem fyrir liggja í Sprengisandi. „Í öllu falli erum við að fara fram úr öllum spám og að því leytinu til segjum við að við höfum háð árangursríka baráttu,“ segir Bjarni. Skoðanakannanir hafi í upphafi spáð þeim um fjórtán prósentum en sem stendur er Sjálfstæðisflokkurinn í rúmum nítján prósentum. Hann segir styrk Flokks fólksins koma sér mest á óvart í kosningunum. Flokkurinn hlaut til að mynda fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi. „Þetta er ein af ástæðum þess, sérstaklega þegar við erum komin með svona stór kjördæmi, sem ég myndi vilja fá, frá kjörstöðunum, meira niðurbrot atkvæða. Maður vill skilja hvað er að gerast.“ Hann segir Suðurkjördæmið stórt og í því séu nokkrir ákveðnir kjarnar. „Ég skil alveg sjónarmiðin frá fyrri tíðum um að menn vilji ekki greina úrslitin þannig að þau séu persónugreinanleg. En fyrir kjósendur í landinu og þroskaða stjórnmálaumræðu væri auðvitað mjög æskilegt að geta séð atkvæðin eins og þau lágu fyrir hjá hverjum kjörstað.“ Hann spyrji sig hvernig atkvæðin liggi eftir mismunandi bæjarfélögum. Stjórnmálaumræðan væri skemmtilegri væri hægt að taka hana frá dýpri grunni. Sem fjármálaráðherra til langs tíma segist hann klóra sér í hausnum yfir velgengni Flokks fólksins. „Því mér finnst margt sem þau hafa verið að segja myndi kosta ríkissjóð verulega, bæði til skamms tíma og langs tíma. Frumvörpin sem þau hafa lagt fram í þinginu hafa af fjármálaráðuneytinu í einstaka tilvikum verið metin einstök frumvörp. Upp á að lágmarki tugi milljarða og allt yfir hundrað milljarða.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sprengisandur Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira