Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi Kjartan Kjartansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 30. nóvember 2024 11:44 Stimplar með listabókstöfum flokkanna sem eru í framboði í alþingiskosningunum. Vísir/Vilhelm Framkvæmd alþingiskosninganna í Norðausturkjördæmi hefur gengið betur en menn þorðu að vona þrátt fyrir að færð hafi spillst af völdum veðurs, að sögn varaformanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins. Tekist hefur að opna alla kjörstaði í kjördæminu. Gul viðvörun vegna norðanhríðar er nú í gildi á Norðausturlandi og erfið færð sums staðar. Eva Dís Pálmadóttir, varaformaður yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis, segir að kosningarnar hafi farið af stað betur en þau þorðu að vona. Kjörsókn fari vel af stað og fólk komi nokkuð snemma á kjörstað. Sums staðar hafi heimreiðar verið ófærar en sveitarfélög hafi gripið til ráðstafana til að hjálpa fólki að komast leiðar sinnar. Kjörstjórnir eigi í góðu samstarfi við Vegagerðina sem stefni að því að opna þær leiðir sem hafa lokast. „Við erum vongóð um að allt gangi samkvæmt áætlun þar til annað kemur í ljós,“ segir Eva Dís. Klukkan ellefu höfðu um 7,9 prósent kjósenda á kjörskrá greitt atkvæði á kjörstað í Norðausturkjördæmi. Þá eru ótalin utankjörfundaratkvæði, að því er kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn kjördæmisins. Spáð er slæmu veðri og hættu á samgöngutruflunum á Suðausturlandi, Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum í dag og fram á morgundaginn. Áhyggjur hafa jafnvel verið uppi um að fresta þyrfti kjörfundi á einhverjum stöðum vegna veðurs og færðar. Það tefði talningu atkvæða alls staðar á landinu. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Færð á vegum Veður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Gul viðvörun vegna norðanhríðar er nú í gildi á Norðausturlandi og erfið færð sums staðar. Eva Dís Pálmadóttir, varaformaður yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis, segir að kosningarnar hafi farið af stað betur en þau þorðu að vona. Kjörsókn fari vel af stað og fólk komi nokkuð snemma á kjörstað. Sums staðar hafi heimreiðar verið ófærar en sveitarfélög hafi gripið til ráðstafana til að hjálpa fólki að komast leiðar sinnar. Kjörstjórnir eigi í góðu samstarfi við Vegagerðina sem stefni að því að opna þær leiðir sem hafa lokast. „Við erum vongóð um að allt gangi samkvæmt áætlun þar til annað kemur í ljós,“ segir Eva Dís. Klukkan ellefu höfðu um 7,9 prósent kjósenda á kjörskrá greitt atkvæði á kjörstað í Norðausturkjördæmi. Þá eru ótalin utankjörfundaratkvæði, að því er kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn kjördæmisins. Spáð er slæmu veðri og hættu á samgöngutruflunum á Suðausturlandi, Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum í dag og fram á morgundaginn. Áhyggjur hafa jafnvel verið uppi um að fresta þyrfti kjörfundi á einhverjum stöðum vegna veðurs og færðar. Það tefði talningu atkvæða alls staðar á landinu.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Færð á vegum Veður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira