Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2024 08:34 Hætta er á að færð spillist víða á landinu í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Suðausturlandi og Austurlandi fyrir klukkan átta í morgun vegna norðaustan og norðan hríðar með snjókomu og skafrenningi. Veður versnar á norðanverðu landinu með deginum en þar taka viðvaranir gildi klukkan þrjú. Töluverður viðbúnaður er vegna mögulegra áhrifa veðursins á framkvæmd alþingiskosninganna sem fara fram í dag. Jafnvel er sagt koma til greina að fresta kjörfundi ef kjósendur komast ekki á kjörstaði vegna ófærðar en það tefði talningu atkvæða á öllu landinu. Versta veðrinu er spáð á Suðausturlandi eftir klukkan fjögur í dag en þá er varað við norðan hvassviðri eða stormi. Fram að því er viðvörunin þar vegna hríðar likt og á Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum. Viðvaranirnar falla úr gildi klukkan tvö í nótt á norðanverðu landinu en fyrir austan og suðaustan á veðrinu ekki að slota fyrr en á sunnudagsmorgun eða í hádeginu á sunnudag. Þungfært er á Mýrdalssandi og ófært í Suðursveit og Breiðamerkursandi samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Á Austurlandi er ófært á milli Fáskrúðsfjarðar og Djúpavogs annars vegar og á milli Hvalness og Hafnar hins vegar en mokstur er sagður standa yfir. Þá er þungfært í Jökulsárhlíð og snjóþekja á Fjarðarheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Vegurinn um Möðrudalsöræfi er á óvissustigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þar og sömu sögu er að segja af Vopnafjarðarheiði. Þá er þungfært á Siglufjarðarvegi í Almenningum. Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04 Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Sjá meira
Töluverður viðbúnaður er vegna mögulegra áhrifa veðursins á framkvæmd alþingiskosninganna sem fara fram í dag. Jafnvel er sagt koma til greina að fresta kjörfundi ef kjósendur komast ekki á kjörstaði vegna ófærðar en það tefði talningu atkvæða á öllu landinu. Versta veðrinu er spáð á Suðausturlandi eftir klukkan fjögur í dag en þá er varað við norðan hvassviðri eða stormi. Fram að því er viðvörunin þar vegna hríðar likt og á Austurlandi, Norðurlandi eystra og vestra og Ströndum. Viðvaranirnar falla úr gildi klukkan tvö í nótt á norðanverðu landinu en fyrir austan og suðaustan á veðrinu ekki að slota fyrr en á sunnudagsmorgun eða í hádeginu á sunnudag. Þungfært er á Mýrdalssandi og ófært í Suðursveit og Breiðamerkursandi samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Á Austurlandi er ófært á milli Fáskrúðsfjarðar og Djúpavogs annars vegar og á milli Hvalness og Hafnar hins vegar en mokstur er sagður standa yfir. Þá er þungfært í Jökulsárhlíð og snjóþekja á Fjarðarheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum. Vegurinn um Möðrudalsöræfi er á óvissustigi vegna veðurs en reynt verður að halda úti hefðbundnum mokstri þar og sömu sögu er að segja af Vopnafjarðarheiði. Þá er þungfært á Siglufjarðarvegi í Almenningum.
Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04 Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Sjá meira
„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. 29. nóvember 2024 15:04
Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif. 29. nóvember 2024 12:32