„Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. nóvember 2024 21:01 Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. vísir/ívar Sagnfræðingur segir fjölda flokka mögulega leiða til stjórnarkreppu en snarpri kosningabaráttunni lýkur formlega á morgun þegar Íslendingar ganga til kosninga. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir margt setja svip sinn á kosningabaráttuna sem hafi að ýmsu leyti verið óvenjuleg. Málefni og stefnur flokkanna hafi tekið minna pláss en áður á meðan miðlað efni og fjölmiðlamál stálu senunni. „Það sem hefur einkennt hana mest er hve stutt hún hefur verið og hve lítinn tíma flokkarnir hafa haft til þess að í rauninni móta stefnumálin sín og þannig koma sér saman um tiltölulega einfalda stefnu. Mér hefur þótt nokkuð erfitt að festa hendur á hver stefnan er. Þetta hefur farið nú meira í að ræða skoðanakannanir.“ Fjöldi flokka auki líkur á stjórnarkreppu Mikill fjöldi flokka einkenni kosningar nú til dags. Einfalt flokkakerfi sé liðin tíð sem geri flokkum erfitt að mynda meirihluta. Þetta geti leitt til stjórnarkreppu miðað við skoðanakannanir. „Þetta er orðið svona mjög fjölbreytt borð af smáréttum sem menn þurfa að velja úr, það er greinilegt að það verður ekki neinn flokkur sem verður verulega stór. Því fleiri flokka sem þarf til að mynda ríkisstjórn, það þarf að minnsta kosti að vera þrír jafnvel fleiri, því erfiðara er yfirleitt að mynda stjórnir. “ „Af því að þá þarf yfirleitt að koma saman og allir flokkar þurfa að fá eitthvað. Það þyrfti að koma stjórn þar sem sitja saman flokkar sem hafa mjög ólík stefnumál. Þá er oft á tíðum erfitt að koma saman stjórnarsáttmála.“ Stjórnmálamenn geri sig að fíflum í beinni útsendingu Samfélagsmiðlar hafi einnig sett svip sinn á baráttuna. Guðmundur segist reikna með því að sá vígvöllur sé kominn til að vera. „Þangað til menn verða svo leiðir á þessu að þeir nenni þessu ekki. Það hefur verið talað um TikTok-kosningar. Sumar af þeim uppákomum sem hafa verið í sjónvarpinu hafa ekki snúist um pólitík heldur snúist um það að stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu, þetta getur verið skemmtilegt, þó ég sé hrifnari af innhaldsríkari umræðum.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir margt setja svip sinn á kosningabaráttuna sem hafi að ýmsu leyti verið óvenjuleg. Málefni og stefnur flokkanna hafi tekið minna pláss en áður á meðan miðlað efni og fjölmiðlamál stálu senunni. „Það sem hefur einkennt hana mest er hve stutt hún hefur verið og hve lítinn tíma flokkarnir hafa haft til þess að í rauninni móta stefnumálin sín og þannig koma sér saman um tiltölulega einfalda stefnu. Mér hefur þótt nokkuð erfitt að festa hendur á hver stefnan er. Þetta hefur farið nú meira í að ræða skoðanakannanir.“ Fjöldi flokka auki líkur á stjórnarkreppu Mikill fjöldi flokka einkenni kosningar nú til dags. Einfalt flokkakerfi sé liðin tíð sem geri flokkum erfitt að mynda meirihluta. Þetta geti leitt til stjórnarkreppu miðað við skoðanakannanir. „Þetta er orðið svona mjög fjölbreytt borð af smáréttum sem menn þurfa að velja úr, það er greinilegt að það verður ekki neinn flokkur sem verður verulega stór. Því fleiri flokka sem þarf til að mynda ríkisstjórn, það þarf að minnsta kosti að vera þrír jafnvel fleiri, því erfiðara er yfirleitt að mynda stjórnir. “ „Af því að þá þarf yfirleitt að koma saman og allir flokkar þurfa að fá eitthvað. Það þyrfti að koma stjórn þar sem sitja saman flokkar sem hafa mjög ólík stefnumál. Þá er oft á tíðum erfitt að koma saman stjórnarsáttmála.“ Stjórnmálamenn geri sig að fíflum í beinni útsendingu Samfélagsmiðlar hafi einnig sett svip sinn á baráttuna. Guðmundur segist reikna með því að sá vígvöllur sé kominn til að vera. „Þangað til menn verða svo leiðir á þessu að þeir nenni þessu ekki. Það hefur verið talað um TikTok-kosningar. Sumar af þeim uppákomum sem hafa verið í sjónvarpinu hafa ekki snúist um pólitík heldur snúist um það að stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu, þetta getur verið skemmtilegt, þó ég sé hrifnari af innhaldsríkari umræðum.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira