Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2024 12:15 Quang Lé hefur sett Herkastalann á sölu. Vísir Herkastalinn, eitt sögufrægasta hús Reykjavíkur, hefur verið skráð á sölu og tilboða er óskað. Húsið er í eigu félags í eigu Quangs Lé, athafnamanns sem grunaður er um fjölda afbrota. Talsverða athygli vakti árið 2022 þegar íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki festi kaup á Herkastalanum, 1.400 fermetra húsi í miðbæ Reykjavíkur, fyrir sléttan hálfan milljarð króna. Fasteignamat hússins er nú 544 milljónir króna, að því er segir á fasteignavef Vísis. Þar segir að Kirkjustræti 2 sé eitt merkasta og sögufrægasta hús Reykjavíkur. Það standi á fallegum stað í miðborg Reykjavíkur. Húsið sé friðað að utan. Það sé teiknað af Einari Erlendssyni, byggt árið 1916 og 1405,4 fm að stærð, sem skiptist í kjallara, þrjár hæðir, og rishæð. Húsið sé skráð gistihús í þjóðskrá. Aðeins tvö félög eftir Quang Lé, sem einnig gengur undir nafninu Davíð Viðarsson, varð landsfrægur nánast yfir nótt þegar miðlæg rannsóknardeild lögreglu réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í byrjun mars síðastliðins. Quang hefur síðan þá haft stöðu sakbornings í umfangsmiklu sakamáli. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar beindust að miklu leyti að fyrirtækjum Quangs, sem voru fleiri en flestir gerðu sér grein fyrir. Meðal fyrirtækjanna voru ræstifyrirtækið Vy-þrif, sem varð alræmt þegar ólöglegur matvælalager þess í Sóltúni komst í fréttir, Vietnam restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnam Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf.. NQ Fasteignir er skráður eigandi Herkastalans og er, ásamt Vietnam Market, eina félag Quangs sem enn hefur ekki verið úrskurðað gjaldþrota. Keypti kastalann á láni Greint var frá því í sumar að samkvæmt kauptilboði um Herkastalann, sem Vísir hefur undir höndum, hafi kaupverð Herkastalans verið 500 milljónir króna. Kaupverðið skyldi greitt á eftirfarandi hátt: Kr. 40.000.000 í peningum við undirritun kaupsamnings. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. maí 2022. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. ágúst 2022. Kr. 400.000.000 með nýju veðláni á 1. veðrétt fasteignarinnar. Samkvæmt heimildum Vísis veitti Landsbankinn Quang 400 milljóna króna lán og Quang afhenti Kastala fasteignafélagi milljónirnar 40. Hins vegar hafi hann staðið frammi fyrir því að eiga einungis 20 milljónir króna þegar kom að annarri greiðslu. Hann hafi þá samið við Landsbankann og fengið 40 milljónir aukalega að láni með veði á öðrum veðrétti í Herkastalanum. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. 13. nóvember 2024 09:05 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Talsverða athygli vakti árið 2022 þegar íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki festi kaup á Herkastalanum, 1.400 fermetra húsi í miðbæ Reykjavíkur, fyrir sléttan hálfan milljarð króna. Fasteignamat hússins er nú 544 milljónir króna, að því er segir á fasteignavef Vísis. Þar segir að Kirkjustræti 2 sé eitt merkasta og sögufrægasta hús Reykjavíkur. Það standi á fallegum stað í miðborg Reykjavíkur. Húsið sé friðað að utan. Það sé teiknað af Einari Erlendssyni, byggt árið 1916 og 1405,4 fm að stærð, sem skiptist í kjallara, þrjár hæðir, og rishæð. Húsið sé skráð gistihús í þjóðskrá. Aðeins tvö félög eftir Quang Lé, sem einnig gengur undir nafninu Davíð Viðarsson, varð landsfrægur nánast yfir nótt þegar miðlæg rannsóknardeild lögreglu réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í byrjun mars síðastliðins. Quang hefur síðan þá haft stöðu sakbornings í umfangsmiklu sakamáli. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar beindust að miklu leyti að fyrirtækjum Quangs, sem voru fleiri en flestir gerðu sér grein fyrir. Meðal fyrirtækjanna voru ræstifyrirtækið Vy-þrif, sem varð alræmt þegar ólöglegur matvælalager þess í Sóltúni komst í fréttir, Vietnam restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnam Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf.. NQ Fasteignir er skráður eigandi Herkastalans og er, ásamt Vietnam Market, eina félag Quangs sem enn hefur ekki verið úrskurðað gjaldþrota. Keypti kastalann á láni Greint var frá því í sumar að samkvæmt kauptilboði um Herkastalann, sem Vísir hefur undir höndum, hafi kaupverð Herkastalans verið 500 milljónir króna. Kaupverðið skyldi greitt á eftirfarandi hátt: Kr. 40.000.000 í peningum við undirritun kaupsamnings. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. maí 2022. Kr. 30.000.000 í peningum þann 1. ágúst 2022. Kr. 400.000.000 með nýju veðláni á 1. veðrétt fasteignarinnar. Samkvæmt heimildum Vísis veitti Landsbankinn Quang 400 milljóna króna lán og Quang afhenti Kastala fasteignafélagi milljónirnar 40. Hins vegar hafi hann staðið frammi fyrir því að eiga einungis 20 milljónir króna þegar kom að annarri greiðslu. Hann hafi þá samið við Landsbankann og fengið 40 milljónir aukalega að láni með veði á öðrum veðrétti í Herkastalanum.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. 13. nóvember 2024 09:05 Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21 Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. 13. nóvember 2024 09:05
Quang Lé laus úr gæsluvarðhaldi en í farbanni Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 14. júní 2024 15:21
Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39