Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:32 Sjálfstæðisflokkurinn er svo örvinglaður, rökþrota og laus við svo mikið sem snefil af lausnum við þeim risastóru áskorunum sem eru að knésetja almenning í landinu að helsta bitbein flokksins í kosningabaráttunni er að níða af þeim skóinn sem saman standa að meirihlutanum í Reykjavík. Áróður þessi er ekki grundvallaður á staðreyndum. Hann er samt sem áður ítrekaður og margfaldaður vegna þess að við vitum að þessi áróðursmaskína sefur aldrei og mun ekki þagna á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið frá völdum í borginni. Enda er það ekkert sem Sjálfstæðisflokknum finnst meira pirrandi en að vera haldið frá völdum í því stóra stjórnvaldi sem Reykjavík er. Ég get sagt það með sóma að ég er stolt af því að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum síðustu ár í samstarfi fjögurrra flokka sem kunna að vinna fallega saman. Sem berja ekki á hvorum öðrum og niðurlægja hvorn annan opinberlega eða svíkja loforð í fyrstu beygju. Við Píratar höfum á þessu ári setið í borgarstjórn í tíu ár og öll þessi tíu ár höfum við stjórnað borginni - í uppbyggilegu samstarfi fjögurra flokka sem kunna samstarf. Í vinsemd og virðingu. Í friðsæld. Það er það sem heitir að vera stjórntækur og það er ekki öllum gefið. Eitt mikilvægasta hagsmunamálið fyrir Ísland í dag er að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum á Alþingi Íslendinga og við Píratar höfum einir frjálslyndra flokka útilokað með öllu samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Með nægum stuðningi getum við komist í þá stöðu að tryggja að þeir flokkar fái ekki að taka þátt í ríkisstjórn. Eina fjármálaóreiðan sem vert er að tala um er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í ríkissjóði. Á sama tíma og Reykjavík mun skila árinu í plús og næsta ári í enn stærri plús upp á tæpa 2 milljarða er búið að samþykkja fjárlög ríkissjóðs með halla upp á 70 milljarða beinharðra króna á næsta ári. Skuldahlutfall og skuldir á hvern íbúa hefur í Reykjavík verið með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár, en hinum sveitarfélögunum hefur einmitt verið að megninu til stjórnað af engum öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Umræðan um að Sjálfstæðisflokkurinn, sem farið hefur fyrir fjármálum ríkisins lengst af síðustu ár, sé svo langsamlega bestur til þess fallinn að halda utan um veskið sama hvar hann svo sem stígur fæti niður stenst enga skoðun. Húsnæðisstefnan sem hér hefur verið rekin af Sjálfstæðisflokknum er mannfjandsamleg stefna sem hagnast fjárfestum fyrst og fremst. Efnahagskerfið og verðbólgan sem hefur ýtt undir neyðina og takmarkað getu uppbyggingaraðila til að byggja á þeim lóðum sem eru tilbúnar í uppbyggingu er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað vill flokkurinn ekki tala um þetta. Hvað er þá til ráða? Reykjavík og sjálfbær uppbyggingarstefna í umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu tilliti - sem reyndar er líka leiðandi uppbyggingarstefna á heimsvísu - er gerð að blóraböggli. Já ég er að tala um þéttingu byggðar. Og hún þjónar almannahag, ekki sérhagsmunum. Enda skorar hún ekki hátt hjá Sjálfstæðisflokknum. Hvers vegna er borginni kennt um? Því það er einfalt og það firrar Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð. Ríkið er risastór gerandi á húsnæðismarkaði og skapar rammann á landsvísu og þessi stefna er gjaldþrota húsnæðisstefna á forsendum sérhagsmuna. En sei sei nei, tölum ekki um það. Tölum ekki um ofurvextina. Tölum ekki um fjármögnunina, um gjaldmiðlamálin, um fullkomlega óregluvæddan leigumarkað hins Villta Vesturs þar sem fátækasta fólkinu er fórnað á altari braskara. Einum er um að kenna meirihlutanum í Reykjavík - um vanda á landsvísu nota bene. Jafnvel þó Reykjavík hafi staðið fyrir metuppbyggingu árum saman þar til fjármagsnstraumurinn stoppaði. Jafnvel þó Reykjavík hafi axlað langsamlega mestu félagslegu ábyrgðina með tífalt fleiri félagslegum íbúðum en Garðabær á höfðatölu sem stjórnað hefur verið af Sjálfstæðisflokknum árum saman. Vangeta meirihlutans í Reykjavík við að fjölga lóðum skal vera málið, vina mín. Samt eru til fullt af lóðum sem er tilbúnar í uppbyggingu en fara ekki af stað. Út af fjármögnuninni! Þessi áróður stenst sumsé enga skoðun. Efnahagskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir mest á verðbólgunni? Þau sem eiga pening á banka sem fá himinháa innlánsvexti. Hver tapar? Almenningur í landinu, venjulegt fólk. Þau sem skulda mest og þau sem eiga lítið. Húsnæðiskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir á hástökki á húsnæðismarkaði? Þau sem eiga flestar eignirnar. Hver tapar? Þau sem komast ekki inn á markaðinn, geta ekki stækkað við sig með stækkandi fjölskyldu eða brotna saman undir svívirðilegri leigunni. Það er kominn tími til að skipuleggja samfélagið og kerfin okkar út frá almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Sem er auðvitað stærsti ótti sérhagsmunasinna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið við völd í Reykjavík síðustu ár og þolir það gjörsamlega ekki. Nú er kominn tími til að gefa spillingunni frí frá stjórnun landsins. Höfundur er borgarfulltrúi og 2. sæti á lista Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er svo örvinglaður, rökþrota og laus við svo mikið sem snefil af lausnum við þeim risastóru áskorunum sem eru að knésetja almenning í landinu að helsta bitbein flokksins í kosningabaráttunni er að níða af þeim skóinn sem saman standa að meirihlutanum í Reykjavík. Áróður þessi er ekki grundvallaður á staðreyndum. Hann er samt sem áður ítrekaður og margfaldaður vegna þess að við vitum að þessi áróðursmaskína sefur aldrei og mun ekki þagna á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið frá völdum í borginni. Enda er það ekkert sem Sjálfstæðisflokknum finnst meira pirrandi en að vera haldið frá völdum í því stóra stjórnvaldi sem Reykjavík er. Ég get sagt það með sóma að ég er stolt af því að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum síðustu ár í samstarfi fjögurrra flokka sem kunna að vinna fallega saman. Sem berja ekki á hvorum öðrum og niðurlægja hvorn annan opinberlega eða svíkja loforð í fyrstu beygju. Við Píratar höfum á þessu ári setið í borgarstjórn í tíu ár og öll þessi tíu ár höfum við stjórnað borginni - í uppbyggilegu samstarfi fjögurra flokka sem kunna samstarf. Í vinsemd og virðingu. Í friðsæld. Það er það sem heitir að vera stjórntækur og það er ekki öllum gefið. Eitt mikilvægasta hagsmunamálið fyrir Ísland í dag er að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum á Alþingi Íslendinga og við Píratar höfum einir frjálslyndra flokka útilokað með öllu samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Með nægum stuðningi getum við komist í þá stöðu að tryggja að þeir flokkar fái ekki að taka þátt í ríkisstjórn. Eina fjármálaóreiðan sem vert er að tala um er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í ríkissjóði. Á sama tíma og Reykjavík mun skila árinu í plús og næsta ári í enn stærri plús upp á tæpa 2 milljarða er búið að samþykkja fjárlög ríkissjóðs með halla upp á 70 milljarða beinharðra króna á næsta ári. Skuldahlutfall og skuldir á hvern íbúa hefur í Reykjavík verið með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár, en hinum sveitarfélögunum hefur einmitt verið að megninu til stjórnað af engum öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Umræðan um að Sjálfstæðisflokkurinn, sem farið hefur fyrir fjármálum ríkisins lengst af síðustu ár, sé svo langsamlega bestur til þess fallinn að halda utan um veskið sama hvar hann svo sem stígur fæti niður stenst enga skoðun. Húsnæðisstefnan sem hér hefur verið rekin af Sjálfstæðisflokknum er mannfjandsamleg stefna sem hagnast fjárfestum fyrst og fremst. Efnahagskerfið og verðbólgan sem hefur ýtt undir neyðina og takmarkað getu uppbyggingaraðila til að byggja á þeim lóðum sem eru tilbúnar í uppbyggingu er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað vill flokkurinn ekki tala um þetta. Hvað er þá til ráða? Reykjavík og sjálfbær uppbyggingarstefna í umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu tilliti - sem reyndar er líka leiðandi uppbyggingarstefna á heimsvísu - er gerð að blóraböggli. Já ég er að tala um þéttingu byggðar. Og hún þjónar almannahag, ekki sérhagsmunum. Enda skorar hún ekki hátt hjá Sjálfstæðisflokknum. Hvers vegna er borginni kennt um? Því það er einfalt og það firrar Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð. Ríkið er risastór gerandi á húsnæðismarkaði og skapar rammann á landsvísu og þessi stefna er gjaldþrota húsnæðisstefna á forsendum sérhagsmuna. En sei sei nei, tölum ekki um það. Tölum ekki um ofurvextina. Tölum ekki um fjármögnunina, um gjaldmiðlamálin, um fullkomlega óregluvæddan leigumarkað hins Villta Vesturs þar sem fátækasta fólkinu er fórnað á altari braskara. Einum er um að kenna meirihlutanum í Reykjavík - um vanda á landsvísu nota bene. Jafnvel þó Reykjavík hafi staðið fyrir metuppbyggingu árum saman þar til fjármagsnstraumurinn stoppaði. Jafnvel þó Reykjavík hafi axlað langsamlega mestu félagslegu ábyrgðina með tífalt fleiri félagslegum íbúðum en Garðabær á höfðatölu sem stjórnað hefur verið af Sjálfstæðisflokknum árum saman. Vangeta meirihlutans í Reykjavík við að fjölga lóðum skal vera málið, vina mín. Samt eru til fullt af lóðum sem er tilbúnar í uppbyggingu en fara ekki af stað. Út af fjármögnuninni! Þessi áróður stenst sumsé enga skoðun. Efnahagskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir mest á verðbólgunni? Þau sem eiga pening á banka sem fá himinháa innlánsvexti. Hver tapar? Almenningur í landinu, venjulegt fólk. Þau sem skulda mest og þau sem eiga lítið. Húsnæðiskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir á hástökki á húsnæðismarkaði? Þau sem eiga flestar eignirnar. Hver tapar? Þau sem komast ekki inn á markaðinn, geta ekki stækkað við sig með stækkandi fjölskyldu eða brotna saman undir svívirðilegri leigunni. Það er kominn tími til að skipuleggja samfélagið og kerfin okkar út frá almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Sem er auðvitað stærsti ótti sérhagsmunasinna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið við völd í Reykjavík síðustu ár og þolir það gjörsamlega ekki. Nú er kominn tími til að gefa spillingunni frí frá stjórnun landsins. Höfundur er borgarfulltrúi og 2. sæti á lista Pírata í Reykjavík suður.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar