Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson skrifa 29. nóvember 2024 10:10 Almenningur á Íslandi hefur lengi mátt þola fákeppni og afleiðingarnar eru flestum kunnar. Hér á landi er tæpast unnt að tala um eðlilega samkeppni á mörgum grunnsviðum samfélagsins; við nefnum hér rekstur matvöruverslana, bankaþjónustu, tryggingar og eldsneytisverð. Almenningur veit sem er að fákeppni ýtir undir hærra verðlag og að þannig hefur hún neikvæð, bein og milliliðalaus áhrif á hag og afkomu heimilanna. Í nýlegri þjóðmálakönnun Alþýðusambandsins kom fram að tæp 80% landsmanna telja eftirlit með samkeppni á íslenskum neytendamarkaði heldur eða allt of lítið. Aðeins um 6% telja það heldur eða allt of mikið. Þetta er sláandi niðurstaða. Eftirliti haldið í fjársvelti Viðvarandi fákeppni er skýrt dæmi um hvernig stjórnmálamenn láta hjá líða að halda uppi vörnum fyrir almannahagsmuni. Þannig hefur Samkeppniseftirlitið sætt skipulögðu fjársvelti árum saman til að tryggja að stofnunin ráði ekki við það hlutverk sem henni er ætlað að gegna. Samkeppniseftirlitinu var enda þvingað upp á Íslendinga með gerð EES-sáttmálans fyrir rúmum 30 árum. Sérhagsmunaverðir í verslun og viðskiptum hafa séð til þess að halda áhrifum þess í lágmarki og þannig unnið gegn neytendavernd og almannahag. Nýjasta birtingarmynd þess óeðlilega ástands sem einokun og fákeppni skapa hér á landi er hin fordæmalausa undanþága frá samkeppnislögum fyrir aðila í kjötiðnaði sem meirihluti stjórnmálamanna í atvinnunefnd Alþingis tryggði með því að brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins. „Löndin sem við berum okkur saman við“ Þegar þeim hentar vísa íslenskir stjórnmálamenn iðulega til „landanna sem við berum okkur saman við“. Þegar sá samanburður gengur þvert á þann málstað sem viðkomandi verja þegja þeir. Við treystum okkur til að fullyrða að framganga á borð við þá sem meirihluti atvinnuveganefndar kaus, þvert á allar viðvaranir og ráðleggingar, að viðhafa í sérhagsmunagæslu sinni í „kjötmálinu“ yrði aldrei liðin, og væri raunar óhugsandi, í nágrannalöndunum. Þau samtök launafólks sem við förum fyrir, BSRB og Alþýðusamband Íslands, telja varðstöðu um almannahagsmuni til mikilvægustu hlutverka sinna. Þetta er sú pólitík sem þessi fjölmennu samtök stunda og hún er óháð stjórnmálamönnum og flokkum þeirra. Í aðdraganda þingkosninga hvetjum við almenning til að krefja stjórnmálamenn skýrra svara um hvort og þá hvernig þeir hyggjast styrkja samkeppniseftirlit í landinu. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Sonja Ýr er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samkeppnismál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur lengi mátt þola fákeppni og afleiðingarnar eru flestum kunnar. Hér á landi er tæpast unnt að tala um eðlilega samkeppni á mörgum grunnsviðum samfélagsins; við nefnum hér rekstur matvöruverslana, bankaþjónustu, tryggingar og eldsneytisverð. Almenningur veit sem er að fákeppni ýtir undir hærra verðlag og að þannig hefur hún neikvæð, bein og milliliðalaus áhrif á hag og afkomu heimilanna. Í nýlegri þjóðmálakönnun Alþýðusambandsins kom fram að tæp 80% landsmanna telja eftirlit með samkeppni á íslenskum neytendamarkaði heldur eða allt of lítið. Aðeins um 6% telja það heldur eða allt of mikið. Þetta er sláandi niðurstaða. Eftirliti haldið í fjársvelti Viðvarandi fákeppni er skýrt dæmi um hvernig stjórnmálamenn láta hjá líða að halda uppi vörnum fyrir almannahagsmuni. Þannig hefur Samkeppniseftirlitið sætt skipulögðu fjársvelti árum saman til að tryggja að stofnunin ráði ekki við það hlutverk sem henni er ætlað að gegna. Samkeppniseftirlitinu var enda þvingað upp á Íslendinga með gerð EES-sáttmálans fyrir rúmum 30 árum. Sérhagsmunaverðir í verslun og viðskiptum hafa séð til þess að halda áhrifum þess í lágmarki og þannig unnið gegn neytendavernd og almannahag. Nýjasta birtingarmynd þess óeðlilega ástands sem einokun og fákeppni skapa hér á landi er hin fordæmalausa undanþága frá samkeppnislögum fyrir aðila í kjötiðnaði sem meirihluti stjórnmálamanna í atvinnunefnd Alþingis tryggði með því að brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins. „Löndin sem við berum okkur saman við“ Þegar þeim hentar vísa íslenskir stjórnmálamenn iðulega til „landanna sem við berum okkur saman við“. Þegar sá samanburður gengur þvert á þann málstað sem viðkomandi verja þegja þeir. Við treystum okkur til að fullyrða að framganga á borð við þá sem meirihluti atvinnuveganefndar kaus, þvert á allar viðvaranir og ráðleggingar, að viðhafa í sérhagsmunagæslu sinni í „kjötmálinu“ yrði aldrei liðin, og væri raunar óhugsandi, í nágrannalöndunum. Þau samtök launafólks sem við förum fyrir, BSRB og Alþýðusamband Íslands, telja varðstöðu um almannahagsmuni til mikilvægustu hlutverka sinna. Þetta er sú pólitík sem þessi fjölmennu samtök stunda og hún er óháð stjórnmálamönnum og flokkum þeirra. Í aðdraganda þingkosninga hvetjum við almenning til að krefja stjórnmálamenn skýrra svara um hvort og þá hvernig þeir hyggjast styrkja samkeppniseftirlit í landinu. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Sonja Ýr er formaður BSRB.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun