Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 08:42 Martin Hermannsson er tveggja barna faðir í dag en hann ætlaði sér alltaf að verða ungur pabbi. Getty/Moritz Eden Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermansson ræðir ítarlega föðurhlutverkið í nýju viðtali á miðlum þýsku körfuboltadeildarinnar, easyCredit Basketball Bundesliga. Martin svarar þar spurningum um það þegar hann varð faðir aðeins 23 ára gamall. Strákurinn hans er orðinn sex ára og nú orðinn stóri bróðir. „Það erfiðasta var að fara úr því að hugsa bara um sjálfan þig í það að bera ábyrgð á öðru lífi. Að spila körfubolta er ekki lengur aðeins fyrir þig sjálfan heldur einnig til að afla í búið fyrir fjölskyldu þína. Að passa upp á það að þau séu örugg og afslöppuð. Heilt yfir þá verður þú lífshræddari,“ sagði Martin. Hann spilar nú með Alba Berlin í þýsku deildinni eftir að hafa verið í nokkur ár á Spáni. Martin svarar spurningum um fyrstu vikurnar sínar sem faðir. Martin nefnir þá sérstaklega hvað tíminn líður hratt og hvað mikið breytist á hverjum degi. „Þú finnur til svo mikils stolts og það er erfitt að lýsa því. Þú þekkir ekki þessa tilfinningu nema ef að þú ert foreldri. Þau stækka svo hratt og nú er hann orðinn sex ára og byrjaður í skóla,“ sagði Martin. Hann var spurður út í stuðninginn frá fjölskyldu og vinum. „Ég vildi alltaf verða ungur faðir. Faðir minn var 22 ára þegar hann átti mig. Hann var 44 ára þegar hann varð afi. Ég og pabbi minn erum mjög góðir vinir og ég vildi upplifa það sama með mínum syni,“ sagði Martin. „Að geta spilað við hann einn á einn þegar hann verður eldri. Að vera náinn honum og vera góðir vinir. Að vera nálægt honum í aldri en ekki vera 67 ára pabbi sem er ekki svalur lengur,“ sagði Martin. „Við erum mjög heppin með fjölskyldur okkar, bæði mín megin og hennar megin. Þau koma og heimsækja okkur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Það gerir allt svo miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Martin. Hann var spurður um það hvaða taktík hann notaði til að vera bæði góður faðir og góður íþróttamaður á sama tíma. Hann segir það hjálpa honum andlega að geta alltaf komið heim til barnanna. „Þó þú eigir slæman leik eða slæman dag þá getur þú alltaf komið heim og aftengt þig og hugsað um eitthvað allt annað. Að hitta persónu sem er alltaf ánægð að sjá þig,“ sagði Martin sem viðurkenndi þó að sex ára sonur hans sé farinn að átta sig betur á hlutunum og láti hann því aðeins heyra það þegar hann stendur sig ekki inn á vellinum. Það má horfa á allt viðtalið með því að smella hér eða brot úr því hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by easyCredit Basketball Bundesliga (@easycreditbbl) Þýski körfuboltinn Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Martin svarar þar spurningum um það þegar hann varð faðir aðeins 23 ára gamall. Strákurinn hans er orðinn sex ára og nú orðinn stóri bróðir. „Það erfiðasta var að fara úr því að hugsa bara um sjálfan þig í það að bera ábyrgð á öðru lífi. Að spila körfubolta er ekki lengur aðeins fyrir þig sjálfan heldur einnig til að afla í búið fyrir fjölskyldu þína. Að passa upp á það að þau séu örugg og afslöppuð. Heilt yfir þá verður þú lífshræddari,“ sagði Martin. Hann spilar nú með Alba Berlin í þýsku deildinni eftir að hafa verið í nokkur ár á Spáni. Martin svarar spurningum um fyrstu vikurnar sínar sem faðir. Martin nefnir þá sérstaklega hvað tíminn líður hratt og hvað mikið breytist á hverjum degi. „Þú finnur til svo mikils stolts og það er erfitt að lýsa því. Þú þekkir ekki þessa tilfinningu nema ef að þú ert foreldri. Þau stækka svo hratt og nú er hann orðinn sex ára og byrjaður í skóla,“ sagði Martin. Hann var spurður út í stuðninginn frá fjölskyldu og vinum. „Ég vildi alltaf verða ungur faðir. Faðir minn var 22 ára þegar hann átti mig. Hann var 44 ára þegar hann varð afi. Ég og pabbi minn erum mjög góðir vinir og ég vildi upplifa það sama með mínum syni,“ sagði Martin. „Að geta spilað við hann einn á einn þegar hann verður eldri. Að vera náinn honum og vera góðir vinir. Að vera nálægt honum í aldri en ekki vera 67 ára pabbi sem er ekki svalur lengur,“ sagði Martin. „Við erum mjög heppin með fjölskyldur okkar, bæði mín megin og hennar megin. Þau koma og heimsækja okkur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Það gerir allt svo miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Martin. Hann var spurður um það hvaða taktík hann notaði til að vera bæði góður faðir og góður íþróttamaður á sama tíma. Hann segir það hjálpa honum andlega að geta alltaf komið heim til barnanna. „Þó þú eigir slæman leik eða slæman dag þá getur þú alltaf komið heim og aftengt þig og hugsað um eitthvað allt annað. Að hitta persónu sem er alltaf ánægð að sjá þig,“ sagði Martin sem viðurkenndi þó að sex ára sonur hans sé farinn að átta sig betur á hlutunum og láti hann því aðeins heyra það þegar hann stendur sig ekki inn á vellinum. Það má horfa á allt viðtalið með því að smella hér eða brot úr því hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by easyCredit Basketball Bundesliga (@easycreditbbl)
Þýski körfuboltinn Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira