Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. desember 2024 21:10 Hrútaskráin er eitt allra vinsælasta rit sauðfjárbænda og annarra, sem áhuga hafa á íslensku sauðkindinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum og áhugafólki um íslensku sauðkindina er nú komin út, en það er Hrútaskráin þar sem allir bestu og flottustu hrútar landsins eru kynntir í máli og myndum. Fengitíminn er nú að byrja og því mikið fjör fram undan í fjárhúsum landsins og á sæðingarstöðvum sauðfjárræktarinnar. Í nýju Hrútaskránni er kynning á um 50 bestu og glæsilegustu hrútum landsins, sem verða notaðir á sauðfjársæðingastöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi, meðal annars 35 nýir lambhrútar. Nýlega var haldin fjölmennur fundur í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hrútarnir í nýju hrútaskránni voru kynntir en skráin er allt mjög vinsæl hjá bændum og búaliði. „Þetta er náttúrulega aðalbók ársins, hún er loksins komin út. Eins og manni finnst nú mjög oft þá finnst mér það allavega núna að þetta hafi aldrei verið glæsilegri floti en í ár, en hann er svolítið öðruvísi samansettur miðað við síðustu ár. Við höfum aldrei verið með svona mikið af lambhrútum,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Fjölmargir mættu á fundinn í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyþór segir að allir nýju hrútarnir beri verndandi arfgerð gegn riðu, sem sé mjög mikilvægt atriði og hann segir að allir hrútarnir í skránni hafi þurft að standast stífar kröfur til að verða teknir inn á sæðingarstöðvarnar. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti nýju Hrútaskrána á fundinum í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með liti, eru bændur mikið að spá í þá, liti á hrútum og lömbum eða hvað? „Já, já, okkur ber skylda til þess að viðhalda þessari mögnuðu litaflóru, sem við höfum og það eru nokkrir þarna vel skrautlegir. Golsótti liturinn fær til dæmis góða útbreiðslu núna,” segir Eyþór. Eyþór segist finna fyrir mikilli bjartsýni í sauðfjárræktinni um þessar mundir og miklu meiri en hefur verið síðustu ár. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er greinilega jólabókin í ár eða hvað? „Þetta er jólabókin í ár og hefur verið frá því að Hrútaskráin fór að koma út og hún er ekkert að tapa vinsældum, það er alveg ljóst.” Svo er alltaf gaman að sjá hvað hrútarnir í skránni heita. Hér er til dæmis hrúturinn Steindi, svo er það Elliði, sem er hvítur, Bárður er dökkgrár og kollóttur, Bónus er kollóttur og svartur og svo er það Kálormur, sem er hvítur, vel hyrndur og með rákir í hornum. Gagnlegar upplýsingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Steindi, sem verður meðal annars notaður á sæðingarstöðvunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Í nýju Hrútaskránni er kynning á um 50 bestu og glæsilegustu hrútum landsins, sem verða notaðir á sauðfjársæðingastöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi, meðal annars 35 nýir lambhrútar. Nýlega var haldin fjölmennur fundur í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hrútarnir í nýju hrútaskránni voru kynntir en skráin er allt mjög vinsæl hjá bændum og búaliði. „Þetta er náttúrulega aðalbók ársins, hún er loksins komin út. Eins og manni finnst nú mjög oft þá finnst mér það allavega núna að þetta hafi aldrei verið glæsilegri floti en í ár, en hann er svolítið öðruvísi samansettur miðað við síðustu ár. Við höfum aldrei verið með svona mikið af lambhrútum,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Fjölmargir mættu á fundinn í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyþór segir að allir nýju hrútarnir beri verndandi arfgerð gegn riðu, sem sé mjög mikilvægt atriði og hann segir að allir hrútarnir í skránni hafi þurft að standast stífar kröfur til að verða teknir inn á sæðingarstöðvarnar. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti nýju Hrútaskrána á fundinum í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með liti, eru bændur mikið að spá í þá, liti á hrútum og lömbum eða hvað? „Já, já, okkur ber skylda til þess að viðhalda þessari mögnuðu litaflóru, sem við höfum og það eru nokkrir þarna vel skrautlegir. Golsótti liturinn fær til dæmis góða útbreiðslu núna,” segir Eyþór. Eyþór segist finna fyrir mikilli bjartsýni í sauðfjárræktinni um þessar mundir og miklu meiri en hefur verið síðustu ár. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er greinilega jólabókin í ár eða hvað? „Þetta er jólabókin í ár og hefur verið frá því að Hrútaskráin fór að koma út og hún er ekkert að tapa vinsældum, það er alveg ljóst.” Svo er alltaf gaman að sjá hvað hrútarnir í skránni heita. Hér er til dæmis hrúturinn Steindi, svo er það Elliði, sem er hvítur, Bárður er dökkgrár og kollóttur, Bónus er kollóttur og svartur og svo er það Kálormur, sem er hvítur, vel hyrndur og með rákir í hornum. Gagnlegar upplýsingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Steindi, sem verður meðal annars notaður á sæðingarstöðvunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira