Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 08:22 Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi. Við höfum um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna á heimsvísu en jöfn tækifæri allra óháð kynferði, uppruna og trú eru forsenda framfara og velferðar. Áhersla hefur verið lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa, ekki síst með lækkun tekjuskatts og hækkun bóta almannatrygginga og barnabóta auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið hækkaðar. Tekjuójöfnuður er enda minni hér á landi en í öllum öðrum OECD löndunum fyrir utan Slóveníu og Slóvakíu. Þá erum við nú í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Sá árangur er byggður á þáttum eins og efnahagslegu öryggi, lífsgæðum, félagslegum stuðningi og frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi, innan ramma laganna. Ísland hefur lengi staðið sig vel í samanburði við önnur OECD lönd í heilbrigðismálum og er gjarnan talið vera með eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims þegar horft er til gæða og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Áskoranir á borð við öldrun þjóðarinnar og aukna tíðni langvinnra sjúkdóma krefjast úrlausna og kalla á stöðugar umbætur. Aðlögun að nýjum áskorunum er nauðsynleg til að viðhalda góðum árangri og bæta gæði heilbrigðisþjónustu. Það má gera með aukinni skilvirkni, fjölbreyttum rekstrarformum og nýtingu tækninnar. Aukið vægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar er þjóðhagslega arðbær ráðstöfun á almannafé, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu, og hefur í för með sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning með því að bæta heilsu og vellíðan og auka lífsgæði og um leið draga úr kostnaði við langvarandi meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjárfesta í þessum þáttum með markvissum hætti. Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt við frjáls viðskipti og takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífi, með áherslu á frumkvæði og framtak einstaklinga. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem þekkist og atvinnuleysi á sama tíma lítið. Ísland hefur síðasta áratuginn skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun, hugverkaiðnaði og þekkingargreinum. Hlutur hugverka hefur aukist jafnt og þétt í útflutningi á sama tíma og fjárfesting í rannsóknum og þróun hefur margfaldast. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist samfleytt í 11 ár og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Þessum árangri er ekki náð í tómarúmi. Ábyrg efnahagsstefna síðustu ár og forgangsröðun fjármuna til lækkunar skulda skiptir þar miklu máli. Nú þegar vextir eru að lækka og verðbólga að hjaðna eru allar forsendur til staðar fyrir mikla lífskjarasókn. Gleymum því ekki að blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leitast við að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem besta samkeppnisstöðu og liðka fyrir beinum samskiptum milli fólks, fyrirtækja og stofnana. Græn orka er líka einn af hornsteinum efnahagslegs árangurs. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. Á laugardag gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á þing. Það er mín trú að með því að setja X við D á kjördag tryggjum við best áframhaldandi lífsgæði fólksins í landinu og raunverulegan árangur fyrir samfélagið allt. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er gott að búa sama hvaða mælikvarða við horfum til. Við erum friðsæl og fullvalda þjóð. Við erum rík af auðlindum bæði til lands og sjávar sem krefjast skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar til að viðhalda langtímaávinningi. Við höfum um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna á heimsvísu en jöfn tækifæri allra óháð kynferði, uppruna og trú eru forsenda framfara og velferðar. Áhersla hefur verið lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstar tekjur hafa, ekki síst með lækkun tekjuskatts og hækkun bóta almannatrygginga og barnabóta auk þess sem fæðingarorlofsgreiðslur hafa verið hækkaðar. Tekjuójöfnuður er enda minni hér á landi en í öllum öðrum OECD löndunum fyrir utan Slóveníu og Slóvakíu. Þá erum við nú í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Sá árangur er byggður á þáttum eins og efnahagslegu öryggi, lífsgæðum, félagslegum stuðningi og frelsi einstaklinga til að taka ákvarðanir og ábyrgð á eigin lífi, innan ramma laganna. Ísland hefur lengi staðið sig vel í samanburði við önnur OECD lönd í heilbrigðismálum og er gjarnan talið vera með eitt af bestu heilbrigðiskerfum heims þegar horft er til gæða og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Áskoranir á borð við öldrun þjóðarinnar og aukna tíðni langvinnra sjúkdóma krefjast úrlausna og kalla á stöðugar umbætur. Aðlögun að nýjum áskorunum er nauðsynleg til að viðhalda góðum árangri og bæta gæði heilbrigðisþjónustu. Það má gera með aukinni skilvirkni, fjölbreyttum rekstrarformum og nýtingu tækninnar. Aukið vægi forvarna og snemmtækrar íhlutunar er þjóðhagslega arðbær ráðstöfun á almannafé, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu, og hefur í för með sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning með því að bæta heilsu og vellíðan og auka lífsgæði og um leið draga úr kostnaði við langvarandi meðferð. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fjárfesta í þessum þáttum með markvissum hætti. Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn stutt við frjáls viðskipti og takmörkuð ríkisafskipti af atvinnulífi, með áherslu á frumkvæði og framtak einstaklinga. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem þekkist og atvinnuleysi á sama tíma lítið. Ísland hefur síðasta áratuginn skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun, hugverkaiðnaði og þekkingargreinum. Hlutur hugverka hefur aukist jafnt og þétt í útflutningi á sama tíma og fjárfesting í rannsóknum og þróun hefur margfaldast. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist samfleytt í 11 ár og það að teknu tilliti til vaxtagreiðslna. Þessum árangri er ekki náð í tómarúmi. Ábyrg efnahagsstefna síðustu ár og forgangsröðun fjármuna til lækkunar skulda skiptir þar miklu máli. Nú þegar vextir eru að lækka og verðbólga að hjaðna eru allar forsendur til staðar fyrir mikla lífskjarasókn. Gleymum því ekki að blómlegt atvinnulíf er forsenda velferðar. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram leitast við að tryggja íslenskum fyrirtækjum sem besta samkeppnisstöðu og liðka fyrir beinum samskiptum milli fólks, fyrirtækja og stofnana. Græn orka er líka einn af hornsteinum efnahagslegs árangurs. Með frekari orkuöflun tryggjum við orkuöryggi íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi lífskjaravöxt. Á laugardag gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á þing. Það er mín trú að með því að setja X við D á kjördag tryggjum við best áframhaldandi lífsgæði fólksins í landinu og raunverulegan árangur fyrir samfélagið allt. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun