Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2024 06:56 Seyed Abbas Araghchi er utanríkisráðherra Íran. Getty/Anadolu/Murat Gok Seyed Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, segir hætt við því að stjórnvöld muni íhuga að einbeita sér að því að eignast kjarnorkuvopn ef Vesturlönd standi við þá hótun sína að taka aftur upp allsherjarþvinganir gegn landinu. Araghchi segir Írani nú þegar búa yfir þekkingu og getu til að framleiða kjarnorkuvopn en að sem stendur væru þau ekki þáttur í öryggisstefnu landsins. Hann sagði einnig að stjórnvöld væru reiðubúin til að halda áfram að sjá Hezbollah í Líbanon fyrir vopnum. Allsherjarviðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna var aflétt árið 2015, þegar Íranir gengu að samkomulagi um að takmarka kjarnorkuáætlun sína. Araghchi var útnefndur utanríkisráðherra af Masoud Pezeshkian forseta, sem hefur stefnt að því að byggja upp efnahagslífið með mættum samskiptum við Vesturlönd. Utanríkisráðherrann er nú staddur í Lissabon, þar sem sendinefndir Íran og Evrópuríkja munu funda á morgun um mögulegar leiðir fram á við hvað varðar kjarnorkuáætlun Íran. Araghchi segist ekki bjartsýnn á árangur og að Evrópuríkin, aðallega Bretland, Frakkland og Þýskaland, virðist staðráðin í að ganga fram af fullri hörku. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) samþykkti ályktun í síðustu viku sem lögð var fram af Evrópuríkjunum, þess efnis að Íranir hefðu ekki sýnt fullan samstarfsvilja þegar kæmi að eftirliti og væru að safna úranbirgðum sem hefðu engan friðsamlegan tilgang. Guardian fjallar ítarlega um málið. Íran Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Araghchi segir Írani nú þegar búa yfir þekkingu og getu til að framleiða kjarnorkuvopn en að sem stendur væru þau ekki þáttur í öryggisstefnu landsins. Hann sagði einnig að stjórnvöld væru reiðubúin til að halda áfram að sjá Hezbollah í Líbanon fyrir vopnum. Allsherjarviðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna var aflétt árið 2015, þegar Íranir gengu að samkomulagi um að takmarka kjarnorkuáætlun sína. Araghchi var útnefndur utanríkisráðherra af Masoud Pezeshkian forseta, sem hefur stefnt að því að byggja upp efnahagslífið með mættum samskiptum við Vesturlönd. Utanríkisráðherrann er nú staddur í Lissabon, þar sem sendinefndir Íran og Evrópuríkja munu funda á morgun um mögulegar leiðir fram á við hvað varðar kjarnorkuáætlun Íran. Araghchi segist ekki bjartsýnn á árangur og að Evrópuríkin, aðallega Bretland, Frakkland og Þýskaland, virðist staðráðin í að ganga fram af fullri hörku. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) samþykkti ályktun í síðustu viku sem lögð var fram af Evrópuríkjunum, þess efnis að Íranir hefðu ekki sýnt fullan samstarfsvilja þegar kæmi að eftirliti og væru að safna úranbirgðum sem hefðu engan friðsamlegan tilgang. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Íran Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira