Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 22:48 Hildur segir sér fullkomlega misbjóða ummæli Þorsteins. Vísir/Samsett Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vænir Þorstein V. Einarsson, sem kenndur er við Karlmennskuna, um vanþekkingu og óheiðarleika. Hún segir samlíkingu hans á stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Breivik hafa sett sig hljóða. Í færslu sem Hildur birti á síðu sinni á Facebook í dag gerir hún nýlega færslu Karlmennskunnar, reiknings sem Þorsteinn stendur fyrir, að umfjöllunarefni sínu. „Í örfáum orðum tókst honum að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hampa fjandsamlegri stefnu sem ali á ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum á sama tíma og hann tengdi hugmyndir flokksins við hugmyndafræði versta hryðjuverkamanns í sögu Norðurlandanna,“ skrifar hún. Flokkurinn ýti undir útlendingaandúð Í færslunni sjálfri segir Þorsteinn að tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir vera aðgerð til að auka stéttaskiptingu og fátækt. Einnig vænir hann Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn um að kynda undir ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur ýjar einnig að samhljómi á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Behring Breivik. „Það ætti að duga ykkur að skoða orðræðu fylgjenda sömu stefnu í commentakerfum [svo] landsins. Ef það er ekki nógu sannfærandi gæti verið gagnlegt að skoða hugmyndirnar sem lágu til grundvallar stærstu hryðjuverkaárás á Norðurlöndunum. Ógnvekjandi samhljómur,“ skrifar Þorsteinn. Komi frá hatursfullum stað Hildur segir þessi ummæli Þorsteins misbjóða sér fullkomlega. „Þegar brigslað er um að samhljómur sé á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hryðjuverkamannsins sem framdi fjöldamorðin hryllilegu í Útey þá setur mann hreinlega hljóðan,“ skrifar hún. „Þetta er ekki í fyrsta og því miður örugglega ekki síðasta skiptið sem reynt er að skapa hugrenningatengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og öfgafullra hugsjóna sem eiga ekkert skylt við hugmyndafræði og stefnu flokksins. Slíkar tilraunir koma frá hatursfullum stað og væri óskandi að hyrfu úr lýðræðislegri umræðu í okkar ágæta samfélagi.“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Sjá meira
Í færslu sem Hildur birti á síðu sinni á Facebook í dag gerir hún nýlega færslu Karlmennskunnar, reiknings sem Þorsteinn stendur fyrir, að umfjöllunarefni sínu. „Í örfáum orðum tókst honum að saka Sjálfstæðisflokkinn um að hampa fjandsamlegri stefnu sem ali á ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum á sama tíma og hann tengdi hugmyndir flokksins við hugmyndafræði versta hryðjuverkamanns í sögu Norðurlandanna,“ skrifar hún. Flokkurinn ýti undir útlendingaandúð Í færslunni sjálfri segir Þorsteinn að tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir vera aðgerð til að auka stéttaskiptingu og fátækt. Einnig vænir hann Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn um að kynda undir ótta við trans fólk, fyrirlitningu á femínistum og andúð á öllum útlendingum. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur ýjar einnig að samhljómi á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði Anders Behring Breivik. „Það ætti að duga ykkur að skoða orðræðu fylgjenda sömu stefnu í commentakerfum [svo] landsins. Ef það er ekki nógu sannfærandi gæti verið gagnlegt að skoða hugmyndirnar sem lágu til grundvallar stærstu hryðjuverkaárás á Norðurlöndunum. Ógnvekjandi samhljómur,“ skrifar Þorsteinn. Komi frá hatursfullum stað Hildur segir þessi ummæli Þorsteins misbjóða sér fullkomlega. „Þegar brigslað er um að samhljómur sé á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræði hryðjuverkamannsins sem framdi fjöldamorðin hryllilegu í Útey þá setur mann hreinlega hljóðan,“ skrifar hún. „Þetta er ekki í fyrsta og því miður örugglega ekki síðasta skiptið sem reynt er að skapa hugrenningatengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og öfgafullra hugsjóna sem eiga ekkert skylt við hugmyndafræði og stefnu flokksins. Slíkar tilraunir koma frá hatursfullum stað og væri óskandi að hyrfu úr lýðræðislegri umræðu í okkar ágæta samfélagi.“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu