Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar 27. nóvember 2024 15:42 Í viðtali í Reykjavík síðdegis 26.11. s.l. lýsti Alma Möller landlæknir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, forsendum meðferðar opinbers fjármagns á vegum embættisins. Þar ríktu alræðistilburðir opinberrar forsjárhyggju eins og glögglega kom fram í framsetningu hennar. Þegar meðferð embættisins á skattpeningum undangenginna ára er skoðuð er ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Hér afhjúpast hið sanna andlit Ölmu og Samfylkingarinnar. Algjört skilningsleysi á forsendum nýsköpunar Grundvallarforsenda nýsköpunar er tilvist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í samkeppni við aðra með sem fæstum aðgangshindrunum. Á þessum forsendum hafa vestræn hagkerfi byggt í 200 ár sem og velferð einstaklinganna sem í þeim búa. Það er ekki tilviljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur, eða nýtum vefmiðla eða streymisþjónustur frá Norður Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnlandi og Suður-Kóreu. Þannig stefnir meira að segja í það að bandarísk fyrirtæki nái yfirráðum á evrópskum markaði fyrir sjúkraskrárkerfi. Forsendur nýsköpunar er að réttur jarðvegur séu til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hagkerfum frjálsra markaða þar sem samkeppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hugmundum á framfæri og láta reyna á ágæti þeirra. Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjármununum, heldur hefur teymi landlæknis stundað ríkisrekna hugbúnaðarþróun og miðstýringu á innleiðingum lausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi árum saman, ekki bara hið opinbera, heldur einnig á einkamarkaði. Þannig er Ölmu fyrirmunað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtilkomnum útboðum embættisins kunni að starfa og hafa hagsmuni á öðrum mörkuðum en hinum opinbera. Enda telur hún ekkert óeðlilegt við það að hið fjármagnaða sjúkraskrárkerfi hins opinbera sé boðið til sölu á einkamarkaði í samkeppni við lausnir nýsköpunar. Það er því ekki að undra að það veki óhug undirritaðs ef Alma taki við heilbrigðisráðuneytinu þar sem miðstýringarstefnan og alræðishyggja í heilbrigðismálum á uppruna sinn hjá sjálfréttlættum embættismönnum og afvegaleiddum ráðherrum. Stráin við bragga Ölmu Líkt og flokksfélagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hugbúnaðarlausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildarvin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrirliggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að útboð séu hafin á vegum embættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hagsmunaaðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úrskurði Kærunefndar útboðsmála að embættið var neytt til að endurskoða afstöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og málaferli hagsmunaaðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raunverulegar hugafarsbreytingar skv. orðræðu Ölmu. Þannig gleymdi Alma alveg að geta þess að útboð fjarfundalausnar var kærð til Kærunefndar útboðsmála þar sem útboðið var sniðið að lausn sem embættið var búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í íslensku heilbrigðiskerfi. Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildlandi samningar að Heklu kerfið sé í eigu Origo/Helix. Samfylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undirritaðs er boðskort Ölmu þegar útrunnið. Höfundur er forstjóri Skræðu ehf heilbrigðislausna, hugbúnaðarfyrirtækis á sviði heilbrigðistækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Í viðtali í Reykjavík síðdegis 26.11. s.l. lýsti Alma Möller landlæknir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, forsendum meðferðar opinbers fjármagns á vegum embættisins. Þar ríktu alræðistilburðir opinberrar forsjárhyggju eins og glögglega kom fram í framsetningu hennar. Þegar meðferð embættisins á skattpeningum undangenginna ára er skoðuð er ljóst að tilgangurinn helgar meðalið. Hér afhjúpast hið sanna andlit Ölmu og Samfylkingarinnar. Algjört skilningsleysi á forsendum nýsköpunar Grundvallarforsenda nýsköpunar er tilvist frjálsra markaða þar sem unnt er að bjóða fram vörur og þjónustu í samkeppni við aðra með sem fæstum aðgangshindrunum. Á þessum forsendum hafa vestræn hagkerfi byggt í 200 ár sem og velferð einstaklinganna sem í þeim búa. Það er ekki tilviljun að engin okkar eru með farsíma, tölvur, eða nýtum vefmiðla eða streymisþjónustur frá Norður Kóreu, Venesúela eða Kúbu. Þess í stað hefur nýsköpun þrifist í löndum á borð við Bandaríkin, Finnlandi og Suður-Kóreu. Þannig stefnir meira að segja í það að bandarísk fyrirtæki nái yfirráðum á evrópskum markaði fyrir sjúkraskrárkerfi. Forsendur nýsköpunar er að réttur jarðvegur séu til staðar. Bestu lausnir sem finnast í dag hafa orðið til í opnum hagkerfum frjálsra markaða þar sem samkeppni þrífst og aðilar fá að spreyta sig á því að koma nýjum hugmundum á framfæri og láta reyna á ágæti þeirra. Það sem Alma kallar „að hafa gert það besta úr hlutunum“ snýr ekki bara að fjármununum, heldur hefur teymi landlæknis stundað ríkisrekna hugbúnaðarþróun og miðstýringu á innleiðingum lausna fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi árum saman, ekki bara hið opinbera, heldur einnig á einkamarkaði. Þannig er Ölmu fyrirmunað að skilja að aðilar sem ekki hafa tekið þátt í nýtilkomnum útboðum embættisins kunni að starfa og hafa hagsmuni á öðrum mörkuðum en hinum opinbera. Enda telur hún ekkert óeðlilegt við það að hið fjármagnaða sjúkraskrárkerfi hins opinbera sé boðið til sölu á einkamarkaði í samkeppni við lausnir nýsköpunar. Það er því ekki að undra að það veki óhug undirritaðs ef Alma taki við heilbrigðisráðuneytinu þar sem miðstýringarstefnan og alræðishyggja í heilbrigðismálum á uppruna sinn hjá sjálfréttlættum embættismönnum og afvegaleiddum ráðherrum. Stráin við bragga Ölmu Líkt og flokksfélagi Ölmu þá hefur hún staðið fyrir kaupum á hugbúnaðarlausnum í ígildi stafrænna stráa. Í viðtalinu nefndi Alma ekki einu orði vildarvin sinn Origo/Helix sem hún heldur áfram að greiða hundruð milljóna án fyrirliggjandi samninga. Þær greiðslur eru á hennar ábyrgð, hvað sem líður gömlum samningum. Þá þakkar Alma sér að útboð séu hafin á vegum embættisins, þegar hið rétta er að það var fyrir kærur hagsmunaaðila, þ.m.t. til ESA og fyrir úrskurði Kærunefndar útboðsmála að embættið var neytt til að endurskoða afstöðu sína. Þannig eru það blóðugur, margra ára slagur og málaferli hagsmunaaðila sem hafa leitt til ákveðinna breytinga í stjórnsýslunni þó svo að ekki sé hægt að merkja raunverulegar hugafarsbreytingar skv. orðræðu Ölmu. Þannig gleymdi Alma alveg að geta þess að útboð fjarfundalausnar var kærð til Kærunefndar útboðsmála þar sem útboðið var sniðið að lausn sem embættið var búið að greiða fyrir og taka í notkun nokkrum árum áður í íslensku heilbrigðiskerfi. Að lokum, hvað sem Alma segir, þá segja gildlandi samningar að Heklu kerfið sé í eigu Origo/Helix. Samfylkingin stefnir á ball í bragganum. Ljóst er að Degi og Þórði Snæ er ekki boðið og í huga undirritaðs er boðskort Ölmu þegar útrunnið. Höfundur er forstjóri Skræðu ehf heilbrigðislausna, hugbúnaðarfyrirtækis á sviði heilbrigðistækni.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun