Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:02 Það er vinnan sem skapar verðmætin, en hugvitið er lykillinn að framtíðinni. Við þurfum bæði til að byggja sterkt atvinnulíf. Atvinnulíf sem skýtur styrkum stoðum undir velferð samfélagsins. Íslenskt atvinnulíf er hjartsláttur samfélags okkar. Hér á landi höfum við einstaka möguleika til að byggja fjölbreytt atvinnulíf sem sameinar nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga auðlindanýtingu. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru helstu stoðir íslensk efnahagslífs og þær þurfum við styrkja enn frekar. Við gerum það með því að hlúa að starfsumhverfi þessara greina, byggja upp og efla mikilvæga innviði og tryggja næga orku. Gott umhverfi til vaxtar Lykilforsenda þess að hér byggist áfram upp öflugt atvinnulíf, í harðri alþjóðlegri samkeppni, er að fyrirtæki búi við framúrskarandi umhverfi til vaxtar. Í því felst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi, með minni álögum og góðu regluverki. Með aukinni nýsköpun, sérhæfingu og menntun sköpum við forsendur fyrir vöxt atvinnulífsins alls, hvort heldur hátæknifyrirtækja eða rótgróinna fyrirtækja – í öllum greinum. Við sköpum störf sem laða að bæði unga fólkið og sérfræðinga í ólíkum greinum. Í Suðurkjördæmi er öflugt atvinnulíf og íbúum og gestum fjölgar ört. Á svæðinu er mikil matvælaframleiðsla, þar á meðal sjávarútvegur og landbúnaður, og það er mikilvægt að við hlúum vel að nýsköpun í þeim greinum. Þar liggja tækifæri til frekari þróunar í aukinni sjálfbærni og fjölbreyttari framleiðslu. Áhersla á líftækni og hátækni í matvælaframleiðslu hefur þegar skilað góðum árangri, en með markvissri stefnumörkun getum við eflt þessi svið enn frekar. Aukin innviðauppbygging er lykillinn að því að skapa aðstæður til frekari vaxtar. Nauðsynlegt er að styrkja samgöngur í kjördæminu, þar á meðal með nýrri Ölfusárbrú, sem ég tel vera lykilverkefni fyrir þróun svæðisins, auk þess sem miklu máli skiptir að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ennfremur þarf að treysta samgöngur til Vestmannaeyja. Öruggar og hagkvæmar samgöngur skapa betri tengsl á milli svæða, draga úr kostnaði fyrir atvinnulífið og gera landsbyggðina að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og starfa. Það sama á við um orkuframleiðslu en án orku verður enginn vöxtur og engin verðmætasköpun. Við erum með háleit markmið í Suðurkjördæmi til uppbyggingar og það er mikilvægt að við höfum orku til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið kyrrstöðuna í orkumálum og við leggjum áherslu á að stórauka græna orkuöflun, og þar með tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Leggjum traust á reynsluna Ég hef alltaf trúað því að öflug atvinnustarfsemi sé grunnstoð sterks samfélags. Með bættum samgöngum, fjölbreytni í atvinnugreinum og öflugri nýsköpun tryggjum við ekki aðeins vöxt heldur einnig trygga framtíð. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að vinna áfram að þessum mikilvægu málefnum og byggja sterkara samfélag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að efla atvinnulíf, byggja undir fjölbreytni og styðja við nýsköpun og sjálfbærni. Með skýrri sýn, öflugri stefnu og ábyrgri forystu er flokkurinn bestur í stakk búinn til að leiða Ísland inn í bjarta framtíð. Þann 30. nóvember næstkomandi bið ég ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þannig er best tryggt sterkara atvinnulíf og betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Leggjum traust á reynsluna og sýnina sem hefur reynst Íslandi vel – kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er vinnan sem skapar verðmætin, en hugvitið er lykillinn að framtíðinni. Við þurfum bæði til að byggja sterkt atvinnulíf. Atvinnulíf sem skýtur styrkum stoðum undir velferð samfélagsins. Íslenskt atvinnulíf er hjartsláttur samfélags okkar. Hér á landi höfum við einstaka möguleika til að byggja fjölbreytt atvinnulíf sem sameinar nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga auðlindanýtingu. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru helstu stoðir íslensk efnahagslífs og þær þurfum við styrkja enn frekar. Við gerum það með því að hlúa að starfsumhverfi þessara greina, byggja upp og efla mikilvæga innviði og tryggja næga orku. Gott umhverfi til vaxtar Lykilforsenda þess að hér byggist áfram upp öflugt atvinnulíf, í harðri alþjóðlegri samkeppni, er að fyrirtæki búi við framúrskarandi umhverfi til vaxtar. Í því felst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi, með minni álögum og góðu regluverki. Með aukinni nýsköpun, sérhæfingu og menntun sköpum við forsendur fyrir vöxt atvinnulífsins alls, hvort heldur hátæknifyrirtækja eða rótgróinna fyrirtækja – í öllum greinum. Við sköpum störf sem laða að bæði unga fólkið og sérfræðinga í ólíkum greinum. Í Suðurkjördæmi er öflugt atvinnulíf og íbúum og gestum fjölgar ört. Á svæðinu er mikil matvælaframleiðsla, þar á meðal sjávarútvegur og landbúnaður, og það er mikilvægt að við hlúum vel að nýsköpun í þeim greinum. Þar liggja tækifæri til frekari þróunar í aukinni sjálfbærni og fjölbreyttari framleiðslu. Áhersla á líftækni og hátækni í matvælaframleiðslu hefur þegar skilað góðum árangri, en með markvissri stefnumörkun getum við eflt þessi svið enn frekar. Aukin innviðauppbygging er lykillinn að því að skapa aðstæður til frekari vaxtar. Nauðsynlegt er að styrkja samgöngur í kjördæminu, þar á meðal með nýrri Ölfusárbrú, sem ég tel vera lykilverkefni fyrir þróun svæðisins, auk þess sem miklu máli skiptir að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ennfremur þarf að treysta samgöngur til Vestmannaeyja. Öruggar og hagkvæmar samgöngur skapa betri tengsl á milli svæða, draga úr kostnaði fyrir atvinnulífið og gera landsbyggðina að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og starfa. Það sama á við um orkuframleiðslu en án orku verður enginn vöxtur og engin verðmætasköpun. Við erum með háleit markmið í Suðurkjördæmi til uppbyggingar og það er mikilvægt að við höfum orku til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið kyrrstöðuna í orkumálum og við leggjum áherslu á að stórauka græna orkuöflun, og þar með tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Leggjum traust á reynsluna Ég hef alltaf trúað því að öflug atvinnustarfsemi sé grunnstoð sterks samfélags. Með bættum samgöngum, fjölbreytni í atvinnugreinum og öflugri nýsköpun tryggjum við ekki aðeins vöxt heldur einnig trygga framtíð. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að vinna áfram að þessum mikilvægu málefnum og byggja sterkara samfélag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að efla atvinnulíf, byggja undir fjölbreytni og styðja við nýsköpun og sjálfbærni. Með skýrri sýn, öflugri stefnu og ábyrgri forystu er flokkurinn bestur í stakk búinn til að leiða Ísland inn í bjarta framtíð. Þann 30. nóvember næstkomandi bið ég ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þannig er best tryggt sterkara atvinnulíf og betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Leggjum traust á reynsluna og sýnina sem hefur reynst Íslandi vel – kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar