Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange og Jenný Kristín Valberg skrifa 30. nóvember 2024 09:03 Samkvæmt 33.a grein barnalaga nr. 76/2003 er gerð krafa um að aðilar sem slíta samvistum eða skilja og eiga saman börn, fari í sáttameðferð hjá sýslumanni áður en hægt er að leita úrskurðar eða höfða mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför samkvæmt ákvæðum barnalaga. Markmið sáttameðferðar er að ná samkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Hún miðar að því að leysa ágreining um forsjá, umgengni og lögheimili barns eða barna. Sáttameðferð getur verið mjög gagnleg ef foreldrar geta mæst á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið beggja koma fram. Hins vegar finna margir þolendur ofbeldis í nánum samböndum fyrir miklum erfiðleikum við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þessu ferli. Ástæðan er sú að enginn stuðningur er til staðar til að setja mörk við ofbeldishegðun geranda, og málin eru unnin eins og báðir aðilar sýni heilbrigða hegðun. Ofbeldi í nánum samböndum hefur verið skilgreint sem ógnarstjórn feðraveldis (e. patriarchal terrorism), þar sem ofbeldi er beitt samkvæmt gömlum hugmyndum um eignarrétt karla yfir konum. Þessi tegund ofbeldis hefur tilhneigingu til að aukast og verða alvarlegri með tímanum. Hún felur í sér valda- og kynjamisrétti, þar sem ótti um líf og heilsu er til staðar, og þolandi er oft sviptur sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar sama stofnun veitir þjónustu bæði fyrir þolendur og gerendur í sama málinu. Þar að auki er ofbeldi frá nánum aðila sársaukafyllra og setur brotaþola í erfiðari stöðu við að slíta sambandinu. Við, sem vinnum í þolenda miðstöðvum á Íslandi, verðum ítrekað vör við að sáttameðferð sýslumanns verði að tæki í höndum gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Þolendur eru ítrekað kallaðir í nýjar sáttameðferðir, ferliðer dregið á langinn, umgengnissamningum er stöðugt breytt og settar eru fram ásakanir um tálmun. Þolendur eru því enn að takast á við ofbeldið þrátt fyrir að hafa tekist að komast út úr sambandinu. Þolendurnir fá stöðuga áminningu um að vera að bregðast kerfinu í ljósi réttinda geranda sem foreldris. Þannig er þolandinn í hollustuklemmu á milli kerfisins og barna sinna. Í þessari stöðu eru þolendur undir miklu tilfinningalegu álagi sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu og líðan barnanna. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að taka upp verklag innan kerfisins sem miðaði að því að þolendur fengju stuðning og vernd gegn heimilisofbeldi og að ofangreindir gerendur fengju tækifæri til að taka ábyrgð á sinni hegðun með viðeigandi stuðningi hjá sérhæfðum fagaðilum. Þannig yrði komið í veg fyrir notkun barna sem tækja til stýringar og/eða að festa þau inni í ofbeldishring gerandans og áfallatengsl við hann sem hafa áhrif á þeirra þroska og lífsgæði. Við, fyrir hönd þolendamiðstöðva á Íslandi, köllum því eftir auknu samstarfi við sýslumenn í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundar skrifa f.h. þolendamiðstöðva á Íslandi - Elísabet Lorange er teymisstýra Sigurhæða og Jenný Kristín Valberg er teymisstýra Bjarkarhlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Fjölskyldumál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Samkvæmt 33.a grein barnalaga nr. 76/2003 er gerð krafa um að aðilar sem slíta samvistum eða skilja og eiga saman börn, fari í sáttameðferð hjá sýslumanni áður en hægt er að leita úrskurðar eða höfða mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför samkvæmt ákvæðum barnalaga. Markmið sáttameðferðar er að ná samkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Hún miðar að því að leysa ágreining um forsjá, umgengni og lögheimili barns eða barna. Sáttameðferð getur verið mjög gagnleg ef foreldrar geta mæst á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið beggja koma fram. Hins vegar finna margir þolendur ofbeldis í nánum samböndum fyrir miklum erfiðleikum við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þessu ferli. Ástæðan er sú að enginn stuðningur er til staðar til að setja mörk við ofbeldishegðun geranda, og málin eru unnin eins og báðir aðilar sýni heilbrigða hegðun. Ofbeldi í nánum samböndum hefur verið skilgreint sem ógnarstjórn feðraveldis (e. patriarchal terrorism), þar sem ofbeldi er beitt samkvæmt gömlum hugmyndum um eignarrétt karla yfir konum. Þessi tegund ofbeldis hefur tilhneigingu til að aukast og verða alvarlegri með tímanum. Hún felur í sér valda- og kynjamisrétti, þar sem ótti um líf og heilsu er til staðar, og þolandi er oft sviptur sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar sama stofnun veitir þjónustu bæði fyrir þolendur og gerendur í sama málinu. Þar að auki er ofbeldi frá nánum aðila sársaukafyllra og setur brotaþola í erfiðari stöðu við að slíta sambandinu. Við, sem vinnum í þolenda miðstöðvum á Íslandi, verðum ítrekað vör við að sáttameðferð sýslumanns verði að tæki í höndum gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Þolendur eru ítrekað kallaðir í nýjar sáttameðferðir, ferliðer dregið á langinn, umgengnissamningum er stöðugt breytt og settar eru fram ásakanir um tálmun. Þolendur eru því enn að takast á við ofbeldið þrátt fyrir að hafa tekist að komast út úr sambandinu. Þolendurnir fá stöðuga áminningu um að vera að bregðast kerfinu í ljósi réttinda geranda sem foreldris. Þannig er þolandinn í hollustuklemmu á milli kerfisins og barna sinna. Í þessari stöðu eru þolendur undir miklu tilfinningalegu álagi sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu og líðan barnanna. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að taka upp verklag innan kerfisins sem miðaði að því að þolendur fengju stuðning og vernd gegn heimilisofbeldi og að ofangreindir gerendur fengju tækifæri til að taka ábyrgð á sinni hegðun með viðeigandi stuðningi hjá sérhæfðum fagaðilum. Þannig yrði komið í veg fyrir notkun barna sem tækja til stýringar og/eða að festa þau inni í ofbeldishring gerandans og áfallatengsl við hann sem hafa áhrif á þeirra þroska og lífsgæði. Við, fyrir hönd þolendamiðstöðva á Íslandi, köllum því eftir auknu samstarfi við sýslumenn í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundar skrifa f.h. þolendamiðstöðva á Íslandi - Elísabet Lorange er teymisstýra Sigurhæða og Jenný Kristín Valberg er teymisstýra Bjarkarhlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun