„Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2024 12:03 Haukar og ÍBV hafa marga hildina háð í gegnum árin og nýfallinn dómur er ólíklegur til þess að auka vinskap á milli félaganna. vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta, á Ásvöllum, og unnu Haukar sannfærandi stórsigur, 37-29. Samkvæmt dómi Dómstóls HSÍ voru Haukar hins vegar með ólöglegan leikmann. Samkvæmt nýlegum reglum má ekki breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik en það gerði fulltrúi Hauka á svokölluðum tæknifundi fyrir leikinn. Málið er þó ekki svo einfalt en Haukar hafa í sinni málsvörn bent á að það hafi dregist að hefja tæknifundinn, þar sem eftirlitsmaður HSÍ og fulltrúi ÍBV hafi mætt seint. Þó að tekist hafi að slá inn leikskýrslu í tölvu tímanlega, eða 62-63 mínútum fyrir leik, þá gafst ekki tími til að prenta út skýrsluna til yfirferðar vegna vandræða með prentara á Ásvöllum. Fulltrúi Hauka hafi svo gert eina breytingu, skömmu eftir að frestinum til þess lauk, eftir að hafa séð útprentuðu skýrsluna. Eftirlitsmaður lét hann þá vita að þess yrði getið í skýrslu um leikinn og nú hefur þetta orðið til þess að Haukar eru úr leik í bikarnum. „Löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan“ „Þetta er mjög sérstakt. Maður veltir fyrir sér hvert við séum komin sem hreyfing ef að þetta á að vera niðurstaðan. Ég hefði haldið að maður myndi vilja vinna leikinn á parketinu en ekki á einhverjum tæknilegum tiktúrum eða öðru,“ segir Andri í samtali við íþróttadeild og er vægast sagt ósáttur við dóminn: „Það er ýmislegt sem að kemur þarna fram sem er ekki einu sinni sannleikanum samkvæmt, þannig að það má búast við því að þessu verði áfrýjað.“ Haukar hafa þrjá daga til þess að áfrýja dómnum. Haukar og Eyjamenn hafa lengi eldað grátt silfur saman og segir Andri þá ákvörðun ÍBV að leggja fram kæru ekki óvænta: „Það kemur okkur svo sem ekki á óvart. Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi, því miður. Það er löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan.“ Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið er í hádeginu í dag, í 8-liða úrslit. Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Liðin mættust í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta, á Ásvöllum, og unnu Haukar sannfærandi stórsigur, 37-29. Samkvæmt dómi Dómstóls HSÍ voru Haukar hins vegar með ólöglegan leikmann. Samkvæmt nýlegum reglum má ekki breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik en það gerði fulltrúi Hauka á svokölluðum tæknifundi fyrir leikinn. Málið er þó ekki svo einfalt en Haukar hafa í sinni málsvörn bent á að það hafi dregist að hefja tæknifundinn, þar sem eftirlitsmaður HSÍ og fulltrúi ÍBV hafi mætt seint. Þó að tekist hafi að slá inn leikskýrslu í tölvu tímanlega, eða 62-63 mínútum fyrir leik, þá gafst ekki tími til að prenta út skýrsluna til yfirferðar vegna vandræða með prentara á Ásvöllum. Fulltrúi Hauka hafi svo gert eina breytingu, skömmu eftir að frestinum til þess lauk, eftir að hafa séð útprentuðu skýrsluna. Eftirlitsmaður lét hann þá vita að þess yrði getið í skýrslu um leikinn og nú hefur þetta orðið til þess að Haukar eru úr leik í bikarnum. „Löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan“ „Þetta er mjög sérstakt. Maður veltir fyrir sér hvert við séum komin sem hreyfing ef að þetta á að vera niðurstaðan. Ég hefði haldið að maður myndi vilja vinna leikinn á parketinu en ekki á einhverjum tæknilegum tiktúrum eða öðru,“ segir Andri í samtali við íþróttadeild og er vægast sagt ósáttur við dóminn: „Það er ýmislegt sem að kemur þarna fram sem er ekki einu sinni sannleikanum samkvæmt, þannig að það má búast við því að þessu verði áfrýjað.“ Haukar hafa þrjá daga til þess að áfrýja dómnum. Haukar og Eyjamenn hafa lengi eldað grátt silfur saman og segir Andri þá ákvörðun ÍBV að leggja fram kæru ekki óvænta: „Það kemur okkur svo sem ekki á óvart. Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi, því miður. Það er löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan.“ Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið er í hádeginu í dag, í 8-liða úrslit.
Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira