Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 15:51 Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi. Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Þess vegna hafa Píratar lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál og lítum við á þau sem ómissandi hluta af réttlátri og sjálfbærri velferðarstefnu. Við teljum að geðheilbrigði sé ekki aðeins persónulegt málefni heldur samfélagslegt verkefni sem krefst heildrænnar nálgunar. Með skýrum áherslum á forvarnir, jafnan aðgang að þjónustu og opinni umræðu um geðheilsu leitast Píratar við að bæta lífsskilyrðin hér á landi. Fjárfesting í forvörnum Við Píratar teljum að geðheilbrigðismál eigi að vera í forgangi í heilbrigðiskerfinu og að vanræksla á þessu sviði í gegnum tíðina hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Langir biðlistar, skortur á sérfræðingum og ósamræmi í þjónustu hafa skapað vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða. Því viljum við tryggja jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða öðrum þáttum. Þetta á þó ekki einungis við um sálfræðiþjónustu heldur þarf einnig að huga að fjölbreyttum heilsueflandi meðferðum. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að í stefnu Pírata er lögð sérstök áhersla á forvarnir og fræðslu. Við viljum auka kennslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu, þar sem opinská umræða og skilningur getur minnkað fordóma og stutt fólk til að leita sér hjálpar. Með því að fjárfesta í forvörnum er hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, þar sem snemmbær íhlutun getur komið í veg fyrir alvarlegri vandamál. Við verðum öll að geta tekið upplýstar ákvarðanir Margar leiðir eru í boði til að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þar má til að mynda nefna aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana, fjölgun sérfræðinga og nýsköpun í meðferðarúrræðum. Píratar vilja einnig nýta tækni til að bæta þjónustu, til dæmis með stafrænum lausnum sem gera fólki kleift að fá aðstoð hraðar og á sínum forsendum. Þannig gæti fólk á landsbyggðinni til dæmis leitað sér margvíslegrar aðstoðar án þess að þurfa að fara í önnur bæjarfélög eða ferðast langar leiðir. Valdefling einstaklinga er einnig mikilvægt. Við Píratar leggjum áherslu á að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin geðheilbrigðismeðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líðan. Þetta felur í sér aukið val um meðferðarúrræði með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Píratar vilja stórauka fjárframlög til geðheilbrigðismála og lítum við á það sem fjárfestingu í framtíðinni því að hver króna sem varið er í geðheilbrigði skilar sér margfalt til baka í formi aukinnar framleiðni, minni fjarvista frá vinnu og bættra lífsgæða. Auk þess leggjum við áherslu á að samfélagið taki ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður við geðheilsu, til dæmis með auknu aðgengi að félagslegum úrræðum og streituminni vinnuumhverfi. Sjálfsögð réttindi fyrir alla Við Píratar sjáum geðheilbrigðismál sem hluta af víðtækari samfélagsumbótum. Með því að draga úr ójöfnuði og efla félagslegt öryggisnet er hægt að bæta geðheilsu landsmanna. Við viljum tryggja að enginn líði fyrir lélegt fyrirkomulag í kerfinu, hvort sem um sé að ræða mismunun innan þess, skort á úrræðum eða fordóma. Geðheilbrigðismál eru kjarni í velferðar- og heilbrigðisstefnu Pírata. Með áherslu á forvarnir, jafnan aðgang og valdeflingu viljum við byggja upp réttlátt samfélag þar sem geðheilsa er ekki aðeins tryggð fyrir fáa, heldur sé hún sjálfsögð réttindi allra. Með róttækum og framsæknum aðgerðum getum við stuðlað að betri geðheilsu fyrir komandi kynslóðir. En til þess að það verði að veruleika verður hugarfar okkar að breytast til þessa málaflokks og forgangsröðunin einnig. Þess vegna er mikilvægt að kjósa Pírata næsta laugardag til þess að eygja von um annars konar kerfi – öðruvísi lausnir sem raunverulega virka. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Norðausturkjördæmi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vanlíðan í íslensku samfélagi er vaxandi vandamál sem birtist meðal annars í streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Fjárhagsáhyggjur, hraðinn í hinu daglegu lífi og aukið álag í starfi og námi eru meðal helstu orsaka vanlíðaninnar sem við sjáum svo víða. Fordómar og skömm gagnvart geðheilbrigðismálum gera sumum erfitt fyrir að leita hjálpar. Þörf er á aukinni fræðslu, forvörnum og betra aðgengi að þjónustu til að takast á við þessa vá og skapa samfélag þar sem vellíðan er í fyrirrúmi. Eitt er víst að eitthvað þarf að breytast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Þess vegna hafa Píratar lagt mikla áherslu á geðheilbrigðismál og lítum við á þau sem ómissandi hluta af réttlátri og sjálfbærri velferðarstefnu. Við teljum að geðheilbrigði sé ekki aðeins persónulegt málefni heldur samfélagslegt verkefni sem krefst heildrænnar nálgunar. Með skýrum áherslum á forvarnir, jafnan aðgang að þjónustu og opinni umræðu um geðheilsu leitast Píratar við að bæta lífsskilyrðin hér á landi. Fjárfesting í forvörnum Við Píratar teljum að geðheilbrigðismál eigi að vera í forgangi í heilbrigðiskerfinu og að vanræksla á þessu sviði í gegnum tíðina hafi haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Langir biðlistar, skortur á sérfræðingum og ósamræmi í þjónustu hafa skapað vandamál sem krefjast tafarlausra aðgerða. Því viljum við tryggja jafnan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða öðrum þáttum. Þetta á þó ekki einungis við um sálfræðiþjónustu heldur þarf einnig að huga að fjölbreyttum heilsueflandi meðferðum. Mikilvægt er að nefna í þessu samhengi að í stefnu Pírata er lögð sérstök áhersla á forvarnir og fræðslu. Við viljum auka kennslu um geðheilbrigði í skólum og samfélaginu, þar sem opinská umræða og skilningur getur minnkað fordóma og stutt fólk til að leita sér hjálpar. Með því að fjárfesta í forvörnum er hægt að draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, þar sem snemmbær íhlutun getur komið í veg fyrir alvarlegri vandamál. Við verðum öll að geta tekið upplýstar ákvarðanir Margar leiðir eru í boði til að tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þar má til að mynda nefna aukið fjármagn til heilbrigðisstofnana, fjölgun sérfræðinga og nýsköpun í meðferðarúrræðum. Píratar vilja einnig nýta tækni til að bæta þjónustu, til dæmis með stafrænum lausnum sem gera fólki kleift að fá aðstoð hraðar og á sínum forsendum. Þannig gæti fólk á landsbyggðinni til dæmis leitað sér margvíslegrar aðstoðar án þess að þurfa að fara í önnur bæjarfélög eða ferðast langar leiðir. Valdefling einstaklinga er einnig mikilvægt. Við Píratar leggjum áherslu á að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin geðheilbrigðismeðferð og geti tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líðan. Þetta felur í sér aukið val um meðferðarúrræði með þarfir einstaklingsins í fyrirrúmi. Píratar vilja stórauka fjárframlög til geðheilbrigðismála og lítum við á það sem fjárfestingu í framtíðinni því að hver króna sem varið er í geðheilbrigði skilar sér margfalt til baka í formi aukinnar framleiðni, minni fjarvista frá vinnu og bættra lífsgæða. Auk þess leggjum við áherslu á að samfélagið taki ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður við geðheilsu, til dæmis með auknu aðgengi að félagslegum úrræðum og streituminni vinnuumhverfi. Sjálfsögð réttindi fyrir alla Við Píratar sjáum geðheilbrigðismál sem hluta af víðtækari samfélagsumbótum. Með því að draga úr ójöfnuði og efla félagslegt öryggisnet er hægt að bæta geðheilsu landsmanna. Við viljum tryggja að enginn líði fyrir lélegt fyrirkomulag í kerfinu, hvort sem um sé að ræða mismunun innan þess, skort á úrræðum eða fordóma. Geðheilbrigðismál eru kjarni í velferðar- og heilbrigðisstefnu Pírata. Með áherslu á forvarnir, jafnan aðgang og valdeflingu viljum við byggja upp réttlátt samfélag þar sem geðheilsa er ekki aðeins tryggð fyrir fáa, heldur sé hún sjálfsögð réttindi allra. Með róttækum og framsæknum aðgerðum getum við stuðlað að betri geðheilsu fyrir komandi kynslóðir. En til þess að það verði að veruleika verður hugarfar okkar að breytast til þessa málaflokks og forgangsröðunin einnig. Þess vegna er mikilvægt að kjósa Pírata næsta laugardag til þess að eygja von um annars konar kerfi – öðruvísi lausnir sem raunverulega virka. Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun