Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar 26. nóvember 2024 15:32 Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið? Við skulum byrja á Bjarna. Hann stendur í háa hallargarði sínum, fjárhirslurnar þrútnar af seðlum og skuldabréfum, en hugsunin svo þröng að ekki kemst þar inn draumur um réttlæti. Það má segja að Bjarni sé eins konar Mílanómaður Íslands, hann kann að klæða sig í skrautleg föt fjármála en skilur ekki hvernig maður klæðir sár samfélagsins. Simmi, hinn, er ekki síður sérstakur. Hann hefur verið kallaður "maður fólksins," en það er líklega aðeins vegna þess að hann stendur svo oft í kringum fólk í myndavélaljósinu. Verk hans á sviði mannréttinda hafa þó verið svo léttvæg að ef þau væru sett á vogarskál við vindhviðu myndu þau sveiflast á brott. Hann hefur talað fyrir jafnræði, en það jafnræði virðist alltaf einhvern veginn skila sér til þeirra sem hafa það nú þegar bærilegt. En hvað hafa þessir tveir höfðingjar í raun gert fyrir þá sem standa höllum fæti? Ekki nema sárar minningar um loforð sem brotnuðu áður en þau náðu út í loftið. Við eigum foreldra fatlaðra barna og fullorðinna sem bíða óþreyjufull eftir stuðningi eða réttindagæslu. Við eigum heimilislausa sem standa í biðröðum fyrir utan hús sem aldrei opnast. Og við eigum öldruð hjón sem þurfa að velja á milli hita og matar. Það er eins og Bjarni og Simmi séu fastir í þeirri trú að hagvöxtur sé lækning við öllum meinum, án þess að átta sig á því að hagvöxturinn nær sjaldan þeim sem helst þurfa á honum að halda. Það er gaman að hugsa til þess hvernig Halldór Laxness hefði skrifað um þá félaga. Hann hefði líklega sett þá í skáldsögu, kannski kallað þá Bjarna peninga og Simma sjónhverfingarmann. Bókin hefði byrjað í glæsilegum salarkynnum, en enda í kotbýli þar sem bændafólk situr og dregur skítuga ull úr rekkju. Það er kaldhæðni í því að þeir sem hafa það best, skuli sjaldnast skilja hvað það er að eiga ekki neitt. Við verðum þó að enda þetta með von. Ísland hefur lifað af meiri storma en Bjarna og Simma. Það hefur rísað úr öskustó í bókstaflegri merkingu, og það mun gera það aftur. Til þess þarf nýja leiðtoga, ekki aðeins þá sem tala fyrir fólkið, heldur þá sem standa með því. Það þarf stjórnendur sem skilja að hagkerfið er ekki markmið heldur verkfæri. Þá fyrst getum við vonað að þau sem standa höllum fæti fái að njóta lífsins til jafns við þá sem það hafa fengið í arf. Þar liggja sönn mannréttindi. Og það er hlutverk okkar allra að krefjast þess, því Bjarni og Simmi munu ekki gera það fyrir okkur. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið? Við skulum byrja á Bjarna. Hann stendur í háa hallargarði sínum, fjárhirslurnar þrútnar af seðlum og skuldabréfum, en hugsunin svo þröng að ekki kemst þar inn draumur um réttlæti. Það má segja að Bjarni sé eins konar Mílanómaður Íslands, hann kann að klæða sig í skrautleg föt fjármála en skilur ekki hvernig maður klæðir sár samfélagsins. Simmi, hinn, er ekki síður sérstakur. Hann hefur verið kallaður "maður fólksins," en það er líklega aðeins vegna þess að hann stendur svo oft í kringum fólk í myndavélaljósinu. Verk hans á sviði mannréttinda hafa þó verið svo léttvæg að ef þau væru sett á vogarskál við vindhviðu myndu þau sveiflast á brott. Hann hefur talað fyrir jafnræði, en það jafnræði virðist alltaf einhvern veginn skila sér til þeirra sem hafa það nú þegar bærilegt. En hvað hafa þessir tveir höfðingjar í raun gert fyrir þá sem standa höllum fæti? Ekki nema sárar minningar um loforð sem brotnuðu áður en þau náðu út í loftið. Við eigum foreldra fatlaðra barna og fullorðinna sem bíða óþreyjufull eftir stuðningi eða réttindagæslu. Við eigum heimilislausa sem standa í biðröðum fyrir utan hús sem aldrei opnast. Og við eigum öldruð hjón sem þurfa að velja á milli hita og matar. Það er eins og Bjarni og Simmi séu fastir í þeirri trú að hagvöxtur sé lækning við öllum meinum, án þess að átta sig á því að hagvöxturinn nær sjaldan þeim sem helst þurfa á honum að halda. Það er gaman að hugsa til þess hvernig Halldór Laxness hefði skrifað um þá félaga. Hann hefði líklega sett þá í skáldsögu, kannski kallað þá Bjarna peninga og Simma sjónhverfingarmann. Bókin hefði byrjað í glæsilegum salarkynnum, en enda í kotbýli þar sem bændafólk situr og dregur skítuga ull úr rekkju. Það er kaldhæðni í því að þeir sem hafa það best, skuli sjaldnast skilja hvað það er að eiga ekki neitt. Við verðum þó að enda þetta með von. Ísland hefur lifað af meiri storma en Bjarna og Simma. Það hefur rísað úr öskustó í bókstaflegri merkingu, og það mun gera það aftur. Til þess þarf nýja leiðtoga, ekki aðeins þá sem tala fyrir fólkið, heldur þá sem standa með því. Það þarf stjórnendur sem skilja að hagkerfið er ekki markmið heldur verkfæri. Þá fyrst getum við vonað að þau sem standa höllum fæti fái að njóta lífsins til jafns við þá sem það hafa fengið í arf. Þar liggja sönn mannréttindi. Og það er hlutverk okkar allra að krefjast þess, því Bjarni og Simmi munu ekki gera það fyrir okkur. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun