„Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:53 Þegar ég var barn var ég örlítið dekkri á hörund en vinir mínir og hafði stundum með mér óvenjulegt nesti í skólann. Ég talaði líka annað tungumál við mömmu mína en það sem vinir mínir notuðu heima hjá sér. Þrátt fyrir þetta fann ég sjaldan, ef nokkurn tíma, fyrir því að vera öðruvísi en hin börnin. Við þekktumst öll vel, og mér fannst ég tilheyra hópnum. Ég man þó skýrt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta sinn rasískt orð sem beint var að mér. Það var á fyrsta ári í framhaldsskóla, þegar ég var í aðstæðum þar sem ég þekkti ekki alla. Ég sat með vinum mínum þegar ég heyrði útundan mér nokkra eldri stráka ræða saman. Þeir voru greinilega að telja upp stúlkur sem þeim fannst áhugaverðar, og einn þeirra sagði: „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna.“ Ég skildi ekki strax hvað hann var að tala um, en vinkona mín útskýrði fyrir mér að hann hefði verið að tala um mig. Orðin voru mér óskiljanleg í fyrstu. Þegar ég heyrði „tæja“ hugsaði ég strax um orðið „kjöttægja“ og gat með engu móti áttað mig á samhengi þess við mig. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hvað hann hafði átt við – og hversu niðrandi það var. Ég var svo heppin að alast upp í samfélagi þar sem inngilding var bæði eðlileg og sjálfsprottin. Í dag er þetta hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Um allan heim sjáum við vaxandi áhrif afla sem, bæði leynt og ljóst, vinna gegn fjölmenningu og inngildingu. Nýlegt dæmi er þróunin í Bandaríkjunum, en hér á Íslandi gæti það sama einnig gerst. Þegar stjórnmálaflokkar tala um að „ná stjórn á landamærunum” eða „huga að okkar fólki fyrst” er verið að kynda undir útlendingaandúð sem torveldar þessa náttúrulegu inngildingu. Þetta nær langt út fyrir málefni hælisleitenda sem bíða afgreiðslu sinna mála. Slík orðræða gerir samfélagið lokaðra og fjarlægir þá sjálfsprottnu hlýju og samkennd sem ég upplifði sem barn. Viðhorf til útlendinga hefur breyst, og ég gríp mig stundum við að vera fegin því að það sjást ekki endilega á mér að ég sé ekki 100% íslensk. Ég skammast mín iðulega fyrir þessa tilfinningu, en hún endurspeglar raunveruleikann sem við verðum að takast á við. Við þurfum að horfast í augu við að orðræða sem útilokar eða setur skilyrði fyrir inngildingu er ekki aðeins niðrandi – hún breytir samfélaginu í heild sinni. Því hvet ég öll til að velja frjálslyndið. Frjálslynd nálgun í útlendingamálum byggir á mannúðlegri og skilvirkri stefnu sem virðir mannréttindi og leggur grunn að fjölbreyttu samfélagi með ríka samkennd. Hún snýst um að taka á móti innflytjendum af virðingu, auðvelda aðlögun þeirra og tryggja þeim jöfn tækifæri. Viðreisn vinnur að því að byggja upp fjölbreytt og réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín og búa við jafnræði. Í slíku samfélagi ólst ég upp, og það er einlægt ósk mín að öll börn sem koma hingað fái að alast upp við sömu tækifæri og virðingu og ég fékk. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn var ég örlítið dekkri á hörund en vinir mínir og hafði stundum með mér óvenjulegt nesti í skólann. Ég talaði líka annað tungumál við mömmu mína en það sem vinir mínir notuðu heima hjá sér. Þrátt fyrir þetta fann ég sjaldan, ef nokkurn tíma, fyrir því að vera öðruvísi en hin börnin. Við þekktumst öll vel, og mér fannst ég tilheyra hópnum. Ég man þó skýrt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta sinn rasískt orð sem beint var að mér. Það var á fyrsta ári í framhaldsskóla, þegar ég var í aðstæðum þar sem ég þekkti ekki alla. Ég sat með vinum mínum þegar ég heyrði útundan mér nokkra eldri stráka ræða saman. Þeir voru greinilega að telja upp stúlkur sem þeim fannst áhugaverðar, og einn þeirra sagði: „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna.“ Ég skildi ekki strax hvað hann var að tala um, en vinkona mín útskýrði fyrir mér að hann hefði verið að tala um mig. Orðin voru mér óskiljanleg í fyrstu. Þegar ég heyrði „tæja“ hugsaði ég strax um orðið „kjöttægja“ og gat með engu móti áttað mig á samhengi þess við mig. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hvað hann hafði átt við – og hversu niðrandi það var. Ég var svo heppin að alast upp í samfélagi þar sem inngilding var bæði eðlileg og sjálfsprottin. Í dag er þetta hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Um allan heim sjáum við vaxandi áhrif afla sem, bæði leynt og ljóst, vinna gegn fjölmenningu og inngildingu. Nýlegt dæmi er þróunin í Bandaríkjunum, en hér á Íslandi gæti það sama einnig gerst. Þegar stjórnmálaflokkar tala um að „ná stjórn á landamærunum” eða „huga að okkar fólki fyrst” er verið að kynda undir útlendingaandúð sem torveldar þessa náttúrulegu inngildingu. Þetta nær langt út fyrir málefni hælisleitenda sem bíða afgreiðslu sinna mála. Slík orðræða gerir samfélagið lokaðra og fjarlægir þá sjálfsprottnu hlýju og samkennd sem ég upplifði sem barn. Viðhorf til útlendinga hefur breyst, og ég gríp mig stundum við að vera fegin því að það sjást ekki endilega á mér að ég sé ekki 100% íslensk. Ég skammast mín iðulega fyrir þessa tilfinningu, en hún endurspeglar raunveruleikann sem við verðum að takast á við. Við þurfum að horfast í augu við að orðræða sem útilokar eða setur skilyrði fyrir inngildingu er ekki aðeins niðrandi – hún breytir samfélaginu í heild sinni. Því hvet ég öll til að velja frjálslyndið. Frjálslynd nálgun í útlendingamálum byggir á mannúðlegri og skilvirkri stefnu sem virðir mannréttindi og leggur grunn að fjölbreyttu samfélagi með ríka samkennd. Hún snýst um að taka á móti innflytjendum af virðingu, auðvelda aðlögun þeirra og tryggja þeim jöfn tækifæri. Viðreisn vinnur að því að byggja upp fjölbreytt og réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín og búa við jafnræði. Í slíku samfélagi ólst ég upp, og það er einlægt ósk mín að öll börn sem koma hingað fái að alast upp við sömu tækifæri og virðingu og ég fékk. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar