„Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:53 Þegar ég var barn var ég örlítið dekkri á hörund en vinir mínir og hafði stundum með mér óvenjulegt nesti í skólann. Ég talaði líka annað tungumál við mömmu mína en það sem vinir mínir notuðu heima hjá sér. Þrátt fyrir þetta fann ég sjaldan, ef nokkurn tíma, fyrir því að vera öðruvísi en hin börnin. Við þekktumst öll vel, og mér fannst ég tilheyra hópnum. Ég man þó skýrt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta sinn rasískt orð sem beint var að mér. Það var á fyrsta ári í framhaldsskóla, þegar ég var í aðstæðum þar sem ég þekkti ekki alla. Ég sat með vinum mínum þegar ég heyrði útundan mér nokkra eldri stráka ræða saman. Þeir voru greinilega að telja upp stúlkur sem þeim fannst áhugaverðar, og einn þeirra sagði: „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna.“ Ég skildi ekki strax hvað hann var að tala um, en vinkona mín útskýrði fyrir mér að hann hefði verið að tala um mig. Orðin voru mér óskiljanleg í fyrstu. Þegar ég heyrði „tæja“ hugsaði ég strax um orðið „kjöttægja“ og gat með engu móti áttað mig á samhengi þess við mig. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hvað hann hafði átt við – og hversu niðrandi það var. Ég var svo heppin að alast upp í samfélagi þar sem inngilding var bæði eðlileg og sjálfsprottin. Í dag er þetta hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Um allan heim sjáum við vaxandi áhrif afla sem, bæði leynt og ljóst, vinna gegn fjölmenningu og inngildingu. Nýlegt dæmi er þróunin í Bandaríkjunum, en hér á Íslandi gæti það sama einnig gerst. Þegar stjórnmálaflokkar tala um að „ná stjórn á landamærunum” eða „huga að okkar fólki fyrst” er verið að kynda undir útlendingaandúð sem torveldar þessa náttúrulegu inngildingu. Þetta nær langt út fyrir málefni hælisleitenda sem bíða afgreiðslu sinna mála. Slík orðræða gerir samfélagið lokaðra og fjarlægir þá sjálfsprottnu hlýju og samkennd sem ég upplifði sem barn. Viðhorf til útlendinga hefur breyst, og ég gríp mig stundum við að vera fegin því að það sjást ekki endilega á mér að ég sé ekki 100% íslensk. Ég skammast mín iðulega fyrir þessa tilfinningu, en hún endurspeglar raunveruleikann sem við verðum að takast á við. Við þurfum að horfast í augu við að orðræða sem útilokar eða setur skilyrði fyrir inngildingu er ekki aðeins niðrandi – hún breytir samfélaginu í heild sinni. Því hvet ég öll til að velja frjálslyndið. Frjálslynd nálgun í útlendingamálum byggir á mannúðlegri og skilvirkri stefnu sem virðir mannréttindi og leggur grunn að fjölbreyttu samfélagi með ríka samkennd. Hún snýst um að taka á móti innflytjendum af virðingu, auðvelda aðlögun þeirra og tryggja þeim jöfn tækifæri. Viðreisn vinnur að því að byggja upp fjölbreytt og réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín og búa við jafnræði. Í slíku samfélagi ólst ég upp, og það er einlægt ósk mín að öll börn sem koma hingað fái að alast upp við sömu tækifæri og virðingu og ég fékk. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn var ég örlítið dekkri á hörund en vinir mínir og hafði stundum með mér óvenjulegt nesti í skólann. Ég talaði líka annað tungumál við mömmu mína en það sem vinir mínir notuðu heima hjá sér. Þrátt fyrir þetta fann ég sjaldan, ef nokkurn tíma, fyrir því að vera öðruvísi en hin börnin. Við þekktumst öll vel, og mér fannst ég tilheyra hópnum. Ég man þó skýrt eftir því þegar ég heyrði í fyrsta sinn rasískt orð sem beint var að mér. Það var á fyrsta ári í framhaldsskóla, þegar ég var í aðstæðum þar sem ég þekkti ekki alla. Ég sat með vinum mínum þegar ég heyrði útundan mér nokkra eldri stráka ræða saman. Þeir voru greinilega að telja upp stúlkur sem þeim fannst áhugaverðar, og einn þeirra sagði: „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna.“ Ég skildi ekki strax hvað hann var að tala um, en vinkona mín útskýrði fyrir mér að hann hefði verið að tala um mig. Orðin voru mér óskiljanleg í fyrstu. Þegar ég heyrði „tæja“ hugsaði ég strax um orðið „kjöttægja“ og gat með engu móti áttað mig á samhengi þess við mig. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég skildi hvað hann hafði átt við – og hversu niðrandi það var. Ég var svo heppin að alast upp í samfélagi þar sem inngilding var bæði eðlileg og sjálfsprottin. Í dag er þetta hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Um allan heim sjáum við vaxandi áhrif afla sem, bæði leynt og ljóst, vinna gegn fjölmenningu og inngildingu. Nýlegt dæmi er þróunin í Bandaríkjunum, en hér á Íslandi gæti það sama einnig gerst. Þegar stjórnmálaflokkar tala um að „ná stjórn á landamærunum” eða „huga að okkar fólki fyrst” er verið að kynda undir útlendingaandúð sem torveldar þessa náttúrulegu inngildingu. Þetta nær langt út fyrir málefni hælisleitenda sem bíða afgreiðslu sinna mála. Slík orðræða gerir samfélagið lokaðra og fjarlægir þá sjálfsprottnu hlýju og samkennd sem ég upplifði sem barn. Viðhorf til útlendinga hefur breyst, og ég gríp mig stundum við að vera fegin því að það sjást ekki endilega á mér að ég sé ekki 100% íslensk. Ég skammast mín iðulega fyrir þessa tilfinningu, en hún endurspeglar raunveruleikann sem við verðum að takast á við. Við þurfum að horfast í augu við að orðræða sem útilokar eða setur skilyrði fyrir inngildingu er ekki aðeins niðrandi – hún breytir samfélaginu í heild sinni. Því hvet ég öll til að velja frjálslyndið. Frjálslynd nálgun í útlendingamálum byggir á mannúðlegri og skilvirkri stefnu sem virðir mannréttindi og leggur grunn að fjölbreyttu samfélagi með ríka samkennd. Hún snýst um að taka á móti innflytjendum af virðingu, auðvelda aðlögun þeirra og tryggja þeim jöfn tækifæri. Viðreisn vinnur að því að byggja upp fjölbreytt og réttlátt samfélag þar sem allir fá notið sín og búa við jafnræði. Í slíku samfélagi ólst ég upp, og það er einlægt ósk mín að öll börn sem koma hingað fái að alast upp við sömu tækifæri og virðingu og ég fékk. Höfundur er í 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun