Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. nóvember 2024 10:00 Tugþúsundir eldri borgara hafa fengið bakreikning frá Tryggingastofnun á undanförnum árum vegna vanáætlaðra fjármagnstekna. Oftast eru þetta í raun neikvæðir vextir af sparireikningunum. Þótt þeir skili ávöxtun í krónum talið, þá heldur sú ávöxtun ekki í við verðbólguna sem hefur í raun rýrt sparifé fólksins – eldri borgara sem hafa verið að nurla saman á sparifjárreikninga til að eiga borð fyrir báru ef þeir þurfa að mæta óvæntum útgjöldum. Almennt launafólk þarf ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af fyrstu 300 þúsund krónunum sem það fær í vexti af sparnaði í banka. Með sérstöku frítekjumarki vaxtatekna er almennum sparifjáreigendum þannig hlíft við skattlagningu lágra og neikvæðra vaxta. Öðru máli gegnir um eldri borgara. Þar koma vaxtatekjur strax frá fyrstu krónu til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar, jafnvel þegar bankareikningur ber enga raunvexti heldur aðeins verðbætur. Slíkar skerðingar vegna sparnaðar á lágum eða neikvæðum raunvöxtum voru meginorsök þess að 36 þúsund eldri borgarar fengu bakreikning frá TR síðasta sumar og voru krafðir um að meðaltali 271 þúsund krónur. Í komandi alþingiskosningum óskum við í Samfylkingunni eftir umboði þjóðarinnar til að leiðrétta þessa mismunun gagnvart eldra fólki. Það er óhæfa að ellilífeyrir sé stórskertur vegna sparnaðar jafnvel þegar ekki er um að ræða neina raunverulega eignaaukningu eða rauntekjur af inneign fólks. Samfylkingin mun koma á sérstöku frítekjumarki vaxtatekna til jafns við frítekjumarkið í skattkerfinu. Þannig tryggjum við að tugþúsundum færri eldri borgarar fái bakreikning frá TR. Þetta er réttlætismál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Sjá meira
Tugþúsundir eldri borgara hafa fengið bakreikning frá Tryggingastofnun á undanförnum árum vegna vanáætlaðra fjármagnstekna. Oftast eru þetta í raun neikvæðir vextir af sparireikningunum. Þótt þeir skili ávöxtun í krónum talið, þá heldur sú ávöxtun ekki í við verðbólguna sem hefur í raun rýrt sparifé fólksins – eldri borgara sem hafa verið að nurla saman á sparifjárreikninga til að eiga borð fyrir báru ef þeir þurfa að mæta óvæntum útgjöldum. Almennt launafólk þarf ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af fyrstu 300 þúsund krónunum sem það fær í vexti af sparnaði í banka. Með sérstöku frítekjumarki vaxtatekna er almennum sparifjáreigendum þannig hlíft við skattlagningu lágra og neikvæðra vaxta. Öðru máli gegnir um eldri borgara. Þar koma vaxtatekjur strax frá fyrstu krónu til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar, jafnvel þegar bankareikningur ber enga raunvexti heldur aðeins verðbætur. Slíkar skerðingar vegna sparnaðar á lágum eða neikvæðum raunvöxtum voru meginorsök þess að 36 þúsund eldri borgarar fengu bakreikning frá TR síðasta sumar og voru krafðir um að meðaltali 271 þúsund krónur. Í komandi alþingiskosningum óskum við í Samfylkingunni eftir umboði þjóðarinnar til að leiðrétta þessa mismunun gagnvart eldra fólki. Það er óhæfa að ellilífeyrir sé stórskertur vegna sparnaðar jafnvel þegar ekki er um að ræða neina raunverulega eignaaukningu eða rauntekjur af inneign fólks. Samfylkingin mun koma á sérstöku frítekjumarki vaxtatekna til jafns við frítekjumarkið í skattkerfinu. Þannig tryggjum við að tugþúsundum færri eldri borgarar fái bakreikning frá TR. Þetta er réttlætismál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun