Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 14:01 Hér á Íslandi hafa talsmenn vindorkuvera reynt að hafa áhrif á sveitarfélög og stjórnmálaflokka. Ríkistjórnin okkar er ginnkeypt fyrir slíkum áhrifum. Búið er að samþykkja að reisa vindtúrbínuver við Búrfell og í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að fara í orkuskipti og minnka notkun á olíu. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindtúrbínuver m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindtúrbínuver á hafi úti hefur einnig verið á teikniborðinu. Mótstaða landsmanna við vindtúrbínuverum hefur aukist af sama skapi. Á þassu ári þvertók Sigdal kommune í suður Noregi fyrir að 100 vindtúrbínur yrðu reistar í landi sveitarfélagsins. Ástæður fyrir andstöðu landsmanna eru meðal annars vegna þess hve slík ver eru í raun óvistvæn eins og fram kemur hér að neðan: Óörugg raforkuframleiðsla (um 24% nýting) Óvistvæn vindtúrbínublöð úr trefjaplasti sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími túrbínu aðeins um 18 ár Eiturefnið glykoli er notað til að þýða ísingu á spöðum, efnið breiðist yfir stórt svæði Mikil hávaðamengun m.a. hátíðnihljóð Mikil sjónmengun Talið er að ein túrbína drepi um 2.000 - 3.000 fugla á ári hverju Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Eignarhald erlendra vindorkufyrirtæki óljóst (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu Hefur neikvæð áhrif á dýralíf Hefur neikvæð áhrif á jarðveg og grunnvatn Óljós vitneskja um áhrif vindtúrbínuvera á veðurfar Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að aðeins er um 24% hámarks nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindtúrbínum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Umsvifamiklar framkvæmdir þarf við uppsetningu á hverri túrbínu. Mörg hundruð tonn af steypu og stáli í undirstöðurnar þarf að koma fyrir nokkra metra ofan í jörðu, grafa þarf fyrir öllum rafmagnsköplum langar leiðir í skurð svo ekki sé minnst á þungaflutninga stórvinnuvéla með tilheyrandi vegagerð. Þetta þýðir að ekkert verður eftir af náttúrulegu landslagi eða dýralífi eins og áður var. Það gleymist oft að tala um beitarland, veiðiland og berjaland sem landsmenn og ekki síst bændur nýta sér. Við erum með vistvænt lambakjöt í dag. Ef vindtúrbínuverum er komið fyrir í nánd við beitarlönd megum við búast við að ekki verði hægt að selja íslenskt lambakjöt sem vistvænt lengur. Hvað gera bændur þá? Hver greiðir skaðann á menguðu beitilandi? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo frekar ætti að leggja áherslu á að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Við í Lýðræðisflokknum viljum fyrst og fremst uppfæra virkjanir sem þegar eru í notkun í dag og horfa til orkugjafa eins og jarðvarma og sjávarfalla. Varðveitum landið okkar gegn skemmdarverkum. Höfundur skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) Sirdal kommune sier nei til 100 nye vindturbiner (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Gift i drikkevannet som kommer fra vindturbiner - avisa-st.no (4) Video | Facebook Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi hafa talsmenn vindorkuvera reynt að hafa áhrif á sveitarfélög og stjórnmálaflokka. Ríkistjórnin okkar er ginnkeypt fyrir slíkum áhrifum. Búið er að samþykkja að reisa vindtúrbínuver við Búrfell og í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að fara í orkuskipti og minnka notkun á olíu. Í Noregi hafa erlend fyrirtæki sett upp vindtúrbínuver m.a. í Kvinesdal og Farsund. Umræða um vindtúrbínuver á hafi úti hefur einnig verið á teikniborðinu. Mótstaða landsmanna við vindtúrbínuverum hefur aukist af sama skapi. Á þassu ári þvertók Sigdal kommune í suður Noregi fyrir að 100 vindtúrbínur yrðu reistar í landi sveitarfélagsins. Ástæður fyrir andstöðu landsmanna eru meðal annars vegna þess hve slík ver eru í raun óvistvæn eins og fram kemur hér að neðan: Óörugg raforkuframleiðsla (um 24% nýting) Óvistvæn vindtúrbínublöð úr trefjaplasti sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími túrbínu aðeins um 18 ár Eiturefnið glykoli er notað til að þýða ísingu á spöðum, efnið breiðist yfir stórt svæði Mikil hávaðamengun m.a. hátíðnihljóð Mikil sjónmengun Talið er að ein túrbína drepi um 2.000 - 3.000 fugla á ári hverju Dreifing á plastögnum, Bisfenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Eignarhald erlendra vindorkufyrirtæki óljóst (Noregur) Lítil sem engin atvinnusköpun Hefur neikvæð áhrif á lýðheilsu Hefur neikvæð áhrif á dýralíf Hefur neikvæð áhrif á jarðveg og grunnvatn Óljós vitneskja um áhrif vindtúrbínuvera á veðurfar Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að aðeins er um 24% hámarks nýtni á landi. Hámarksafköst spaðanna er þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Aðeins 0,7% af allri orku sem notuð er í heiminum kemur frá vindtúrbínum þó svo að þær taki yfir gríðarlegt landflæmi og séu hávaða- og sjónmengandi. Umsvifamiklar framkvæmdir þarf við uppsetningu á hverri túrbínu. Mörg hundruð tonn af steypu og stáli í undirstöðurnar þarf að koma fyrir nokkra metra ofan í jörðu, grafa þarf fyrir öllum rafmagnsköplum langar leiðir í skurð svo ekki sé minnst á þungaflutninga stórvinnuvéla með tilheyrandi vegagerð. Þetta þýðir að ekkert verður eftir af náttúrulegu landslagi eða dýralífi eins og áður var. Það gleymist oft að tala um beitarland, veiðiland og berjaland sem landsmenn og ekki síst bændur nýta sér. Við erum með vistvænt lambakjöt í dag. Ef vindtúrbínuverum er komið fyrir í nánd við beitarlönd megum við búast við að ekki verði hægt að selja íslenskt lambakjöt sem vistvænt lengur. Hvað gera bændur þá? Hver greiðir skaðann á menguðu beitilandi? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo frekar ætti að leggja áherslu á að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á náttúru. Við í Lýðræðisflokknum viljum fyrst og fremst uppfæra virkjanir sem þegar eru í notkun í dag og horfa til orkugjafa eins og jarðvarma og sjávarfalla. Varðveitum landið okkar gegn skemmdarverkum. Höfundur skipar 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Lesefni fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) Sirdal kommune sier nei til 100 nye vindturbiner (47) Vindkraft - Sparer vi CO2 - YouTube Gift i drikkevannet som kommer fra vindturbiner - avisa-st.no (4) Video | Facebook
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun