Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:18 Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar barna segir að komi ekki til aukafjárveitinga til stofnunarinnar þurfi að skera niður þjónustu. Tveggja ára biðlisti er eftir þjónustu stofnunarinnar. vísir Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. Ráðgjafar- og greiningarstöð sér um ráðgjöf og greiningu barna með víðtækar þroskaskerðingar að 18 ára aldri. Heimir Bjarnason fjármálastjóri stofnunarinnar vekur athygli á því á Facebook að á sama tíma og ríkisstjórnin hafi ákveðið að byggja Ölfursárbrú þar sem áætlaður kostnaður sé 18 milljarða króna. Nýtt Landsbankahús hafi verið byggt og ráðuneytum verið fjölgað hafi verið gerð þrjátíu og þriggja milljón króna niðurskurðakrafa á Ráðgjafar- og greiningastöð á þessu ári. Það bætist ofan á síðustu fimm til sex ár þar sem aðhaldskrafan sé samanlagt um 60 milljónir króna. Í fjárlögum fyrir næsta ár sé niðurskurðarkrafan átta milljónir króna. Á sama tíma hafi ásókn í þjónustu stofnunar aukist um 60 prósent frá 2014. Biðlisti fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sé nú kominn yfir tvö ár. Heimir Bjarnason vekur athygli á bágri stöðu Ráðgjafar-og greiningastöðvar á Facebook.Vísir Mikill rekstrarvandi á sama tíma og ásókn hefur aukist Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar segir stofnunina í grafalvarlegri stöðu. „Við stöndum frammi fyrir talsvert miklum rekstrarvanda á sama tíma og það er mikil ásókn í þjónustu okkar. Við höfum ekki farið í það að draga verulega saman í þjónustu ekki enn en við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera það ef ekki verður breyting á,“ segir Soffía. Engin viðbrögð þrátt fyrir góðan vilja Hún segir að þrátt fyrir að stofnunin hafi mætt skilningi hafi ekki verið brugðist við. „Við höfum fundið fyrir góðum samstarfsvilja og skilningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Við höfum rætt við ráðuneytið en það er ekki að sjá að það hafi skilað sér inn í fjárlög. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason staðið fyrir verkefninu Farsæld barna. Við erum hins vegar ekki að sjá að það hafi skilað sér í skilningi gagnvart okkar stofnun,“ segir Soffía. Þurfi að draga úr þjónustu komi ekki til viðbótarframlags Hún segir að stofnunin þurfi verulegar fjárhæðir til að rétta hallan af. „Eins og staðan núna þurfum við hundrað og fimmtíu milljónir til að fást við halla stofnunarinnar. Við þurfum hins vegar svona 250 milljónir króna til að við getum veitt þá þjónustu sem stofnunin á að veita,“ segir hún. Aðspurð um hvað gerist fái stofnunin ekki aukaframlög svarar Soffía: „Ég myndi byrja á að kynna það fyrir barnamálaráðherra og starfsfólki mínu.“ Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð sér um ráðgjöf og greiningu barna með víðtækar þroskaskerðingar að 18 ára aldri. Heimir Bjarnason fjármálastjóri stofnunarinnar vekur athygli á því á Facebook að á sama tíma og ríkisstjórnin hafi ákveðið að byggja Ölfursárbrú þar sem áætlaður kostnaður sé 18 milljarða króna. Nýtt Landsbankahús hafi verið byggt og ráðuneytum verið fjölgað hafi verið gerð þrjátíu og þriggja milljón króna niðurskurðakrafa á Ráðgjafar- og greiningastöð á þessu ári. Það bætist ofan á síðustu fimm til sex ár þar sem aðhaldskrafan sé samanlagt um 60 milljónir króna. Í fjárlögum fyrir næsta ár sé niðurskurðarkrafan átta milljónir króna. Á sama tíma hafi ásókn í þjónustu stofnunar aukist um 60 prósent frá 2014. Biðlisti fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sé nú kominn yfir tvö ár. Heimir Bjarnason vekur athygli á bágri stöðu Ráðgjafar-og greiningastöðvar á Facebook.Vísir Mikill rekstrarvandi á sama tíma og ásókn hefur aukist Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar segir stofnunina í grafalvarlegri stöðu. „Við stöndum frammi fyrir talsvert miklum rekstrarvanda á sama tíma og það er mikil ásókn í þjónustu okkar. Við höfum ekki farið í það að draga verulega saman í þjónustu ekki enn en við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera það ef ekki verður breyting á,“ segir Soffía. Engin viðbrögð þrátt fyrir góðan vilja Hún segir að þrátt fyrir að stofnunin hafi mætt skilningi hafi ekki verið brugðist við. „Við höfum fundið fyrir góðum samstarfsvilja og skilningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Við höfum rætt við ráðuneytið en það er ekki að sjá að það hafi skilað sér inn í fjárlög. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason staðið fyrir verkefninu Farsæld barna. Við erum hins vegar ekki að sjá að það hafi skilað sér í skilningi gagnvart okkar stofnun,“ segir Soffía. Þurfi að draga úr þjónustu komi ekki til viðbótarframlags Hún segir að stofnunin þurfi verulegar fjárhæðir til að rétta hallan af. „Eins og staðan núna þurfum við hundrað og fimmtíu milljónir til að fást við halla stofnunarinnar. Við þurfum hins vegar svona 250 milljónir króna til að við getum veitt þá þjónustu sem stofnunin á að veita,“ segir hún. Aðspurð um hvað gerist fái stofnunin ekki aukaframlög svarar Soffía: „Ég myndi byrja á að kynna það fyrir barnamálaráðherra og starfsfólki mínu.“
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira