Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:18 Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar barna segir að komi ekki til aukafjárveitinga til stofnunarinnar þurfi að skera niður þjónustu. Tveggja ára biðlisti er eftir þjónustu stofnunarinnar. vísir Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. Ráðgjafar- og greiningarstöð sér um ráðgjöf og greiningu barna með víðtækar þroskaskerðingar að 18 ára aldri. Heimir Bjarnason fjármálastjóri stofnunarinnar vekur athygli á því á Facebook að á sama tíma og ríkisstjórnin hafi ákveðið að byggja Ölfursárbrú þar sem áætlaður kostnaður sé 18 milljarða króna. Nýtt Landsbankahús hafi verið byggt og ráðuneytum verið fjölgað hafi verið gerð þrjátíu og þriggja milljón króna niðurskurðakrafa á Ráðgjafar- og greiningastöð á þessu ári. Það bætist ofan á síðustu fimm til sex ár þar sem aðhaldskrafan sé samanlagt um 60 milljónir króna. Í fjárlögum fyrir næsta ár sé niðurskurðarkrafan átta milljónir króna. Á sama tíma hafi ásókn í þjónustu stofnunar aukist um 60 prósent frá 2014. Biðlisti fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sé nú kominn yfir tvö ár. Heimir Bjarnason vekur athygli á bágri stöðu Ráðgjafar-og greiningastöðvar á Facebook.Vísir Mikill rekstrarvandi á sama tíma og ásókn hefur aukist Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar segir stofnunina í grafalvarlegri stöðu. „Við stöndum frammi fyrir talsvert miklum rekstrarvanda á sama tíma og það er mikil ásókn í þjónustu okkar. Við höfum ekki farið í það að draga verulega saman í þjónustu ekki enn en við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera það ef ekki verður breyting á,“ segir Soffía. Engin viðbrögð þrátt fyrir góðan vilja Hún segir að þrátt fyrir að stofnunin hafi mætt skilningi hafi ekki verið brugðist við. „Við höfum fundið fyrir góðum samstarfsvilja og skilningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Við höfum rætt við ráðuneytið en það er ekki að sjá að það hafi skilað sér inn í fjárlög. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason staðið fyrir verkefninu Farsæld barna. Við erum hins vegar ekki að sjá að það hafi skilað sér í skilningi gagnvart okkar stofnun,“ segir Soffía. Þurfi að draga úr þjónustu komi ekki til viðbótarframlags Hún segir að stofnunin þurfi verulegar fjárhæðir til að rétta hallan af. „Eins og staðan núna þurfum við hundrað og fimmtíu milljónir til að fást við halla stofnunarinnar. Við þurfum hins vegar svona 250 milljónir króna til að við getum veitt þá þjónustu sem stofnunin á að veita,“ segir hún. Aðspurð um hvað gerist fái stofnunin ekki aukaframlög svarar Soffía: „Ég myndi byrja á að kynna það fyrir barnamálaráðherra og starfsfólki mínu.“ Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð sér um ráðgjöf og greiningu barna með víðtækar þroskaskerðingar að 18 ára aldri. Heimir Bjarnason fjármálastjóri stofnunarinnar vekur athygli á því á Facebook að á sama tíma og ríkisstjórnin hafi ákveðið að byggja Ölfursárbrú þar sem áætlaður kostnaður sé 18 milljarða króna. Nýtt Landsbankahús hafi verið byggt og ráðuneytum verið fjölgað hafi verið gerð þrjátíu og þriggja milljón króna niðurskurðakrafa á Ráðgjafar- og greiningastöð á þessu ári. Það bætist ofan á síðustu fimm til sex ár þar sem aðhaldskrafan sé samanlagt um 60 milljónir króna. Í fjárlögum fyrir næsta ár sé niðurskurðarkrafan átta milljónir króna. Á sama tíma hafi ásókn í þjónustu stofnunar aukist um 60 prósent frá 2014. Biðlisti fyrir fjölskyldur fatlaðra barna sé nú kominn yfir tvö ár. Heimir Bjarnason vekur athygli á bágri stöðu Ráðgjafar-og greiningastöðvar á Facebook.Vísir Mikill rekstrarvandi á sama tíma og ásókn hefur aukist Soffía Lárusdóttir forstjóri Ráðgjafar-og greiningarstöðvar segir stofnunina í grafalvarlegri stöðu. „Við stöndum frammi fyrir talsvert miklum rekstrarvanda á sama tíma og það er mikil ásókn í þjónustu okkar. Við höfum ekki farið í það að draga verulega saman í þjónustu ekki enn en við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera það ef ekki verður breyting á,“ segir Soffía. Engin viðbrögð þrátt fyrir góðan vilja Hún segir að þrátt fyrir að stofnunin hafi mætt skilningi hafi ekki verið brugðist við. „Við höfum fundið fyrir góðum samstarfsvilja og skilningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Við höfum rætt við ráðuneytið en það er ekki að sjá að það hafi skilað sér inn í fjárlög. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason staðið fyrir verkefninu Farsæld barna. Við erum hins vegar ekki að sjá að það hafi skilað sér í skilningi gagnvart okkar stofnun,“ segir Soffía. Þurfi að draga úr þjónustu komi ekki til viðbótarframlags Hún segir að stofnunin þurfi verulegar fjárhæðir til að rétta hallan af. „Eins og staðan núna þurfum við hundrað og fimmtíu milljónir til að fást við halla stofnunarinnar. Við þurfum hins vegar svona 250 milljónir króna til að við getum veitt þá þjónustu sem stofnunin á að veita,“ segir hún. Aðspurð um hvað gerist fái stofnunin ekki aukaframlög svarar Soffía: „Ég myndi byrja á að kynna það fyrir barnamálaráðherra og starfsfólki mínu.“
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira