Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2024 11:41 Fjölskyldan var í fríi á Adeje-ströndinni á Tenerife. Getty/Miracsaglam Fertug íslensk kona sætir gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina. Heimildir Vísis herma að konan sé enn í gæsluvarðhaldi og mál hennar verði tekið fyrir í dómi í dag, þar sem tekin verður ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald. Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, er ekkert mál tengt íslenskri konu í gæsluvarðhaldi á Tenerife komið inn á borð borgaraþjónustunnar. Réðst á þrjá Í gögnum frá lögreglunni á Spáni sem Vísir hefur undir höndum segir að atvik málsins hafi gerst um klukkan 23:30 á föstudagskvöld. Haft er eftir vitni að fjölskyldan hafi verið heima í mestu rólegheitum þegar konan fór skyndilega í uppnám vegna þess að sonur hennar var enn vakandi. Þegar mágkona hennar hafi lagt til að hún svæfði barnið hafi hún fyrirvaralaust ráðist á mágkonuna, rifið í hana, hrint henni á vegg og þaðan á gólfið og hent tveimur vínglösum í átt að henni og tengdamóður sinni. Tengdamóðirin hafi þá reynt að róa konuna niður en hún rifið í hana og hrint henni í gólfið, og hugsanlega kýlt hana í augað í leiðinni. Loks hafi tengdafaðir hennar reynt að skerast í leikinn og konan hrint honum í gólfið. Hann hafi ekki kært atvikið. Er með geðhvörf Í gögnum segir að bróðir konunnar hafi þá komið á vettvang, en hann hafi dvalið á öðru hóteli á Tenerife, róað konuna niður og farið með hana frá vettvangi. Hann hafi séð að herbergið hafi verið alþakið blóði og tengdamóðirin hafi þá tekið eftir skurði á vinstri framhandlegg hennar. Það hefði getað gerst þegar konan kastaði glasinu í hana, en ekki sé hægt að fullyrða það. Loks segir að konan þjáist af geðhvörfum og hafi áður ráðist á fólk. Hún sé á lyfjum vegna geðhvarfanna. Kanaríeyjar Spánn Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Heimildir Vísis herma að konan sé enn í gæsluvarðhaldi og mál hennar verði tekið fyrir í dómi í dag, þar sem tekin verður ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald. Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, er ekkert mál tengt íslenskri konu í gæsluvarðhaldi á Tenerife komið inn á borð borgaraþjónustunnar. Réðst á þrjá Í gögnum frá lögreglunni á Spáni sem Vísir hefur undir höndum segir að atvik málsins hafi gerst um klukkan 23:30 á föstudagskvöld. Haft er eftir vitni að fjölskyldan hafi verið heima í mestu rólegheitum þegar konan fór skyndilega í uppnám vegna þess að sonur hennar var enn vakandi. Þegar mágkona hennar hafi lagt til að hún svæfði barnið hafi hún fyrirvaralaust ráðist á mágkonuna, rifið í hana, hrint henni á vegg og þaðan á gólfið og hent tveimur vínglösum í átt að henni og tengdamóður sinni. Tengdamóðirin hafi þá reynt að róa konuna niður en hún rifið í hana og hrint henni í gólfið, og hugsanlega kýlt hana í augað í leiðinni. Loks hafi tengdafaðir hennar reynt að skerast í leikinn og konan hrint honum í gólfið. Hann hafi ekki kært atvikið. Er með geðhvörf Í gögnum segir að bróðir konunnar hafi þá komið á vettvang, en hann hafi dvalið á öðru hóteli á Tenerife, róað konuna niður og farið með hana frá vettvangi. Hann hafi séð að herbergið hafi verið alþakið blóði og tengdamóðirin hafi þá tekið eftir skurði á vinstri framhandlegg hennar. Það hefði getað gerst þegar konan kastaði glasinu í hana, en ekki sé hægt að fullyrða það. Loks segir að konan þjáist af geðhvörfum og hafi áður ráðist á fólk. Hún sé á lyfjum vegna geðhvarfanna.
Kanaríeyjar Spánn Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent