Geir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti síðustu ár og var áður framkvæmdastjóri ÍA. Hann starfaði fyrir KSÍ í tvo áratugi, sem framkvæmdastjóri frá 1997 til 2007 og sem formaður frá 2007 til 2017. Fyrir það sinnti hann stjórnunarstöfum hjá KR, en hann er uppalinn KR-ingur.
Hann snýr nú aftur í Vesturbæinn sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar. Þetta staðfestir Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR, í samtali við Vísi. Geir tekur til starfa um áramótin.
Hjörvar Hafliðason greindi frá því í hlaðvarpi sínu Dr. Football að Geir yrði framkvæmdastjóri félagsins en svo er ekki. Pálmi Rafn Pálmason sinnir áfram starfi framkvæmdastjóra, enda nýtekinn við því af Bjarna Guðjónssyni í sumar.