Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. nóvember 2024 22:03 Hilmar Páll hefur birt auglýsingar um Samfylkinguna og Dag B. Eggertsson í flestum fjölmiðlum landsins undanfarna daga. Vísir Harðorðar auglýsingar, sem beinast með neikvæðum hætti að Degi B. Eggertssyni frambjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra, hafa verið áberandi í stærstu fjölmiðlum landsins síðustu daga. Maðurinn á bak við auglýsingarnar segist vilja vekja fólk til umhugsunar, enginn ósómi sé í þeim. Hann er sjálfur skráður í Samfylkinguna en ætlar ekki að kjósa flokkinn í komandi kosningum. Auglýsingarnar sem um ræðir eru á vegum Áhugafólks um traust í stjórnmálum, en Hilmar Páll Jóhannesson er einn í þeim félagsskap. Auglýsingarnar hafa birst á miðlum Ríkisútvarpsins, Sýnar og í Morgunblaðinu. Hilmar vill ekki gefa upp um það hvað auglýsingarnar hafa kostað, en segir að það sé mikið miðað við margt annað. Hann kveðst vilja vekja athygli á því að verið sé að brjóta á borgurum. Er Dagur B. á leið á þing? Í Morgunblaði dagsins í dag var heilsíðuauglýsing frá samtökunum sem rifjaði Braggamálið lauslega upp fyrir lesendum. Morgunblaðið í dag.Vísir Spurt er: Ætli ungt fólk hafi kynnt sér braggamálið? Viljum við fá Dag á þing - og kannski sem ráðherra? Kjóstu þá sem þú treystir. Braggamálið svokallaða varð eitt stærsta fréttamál ársins 2018, þegar uppbygging á gömlum bragga í Nauthólsvík fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið. Upp úr sauð þegar í ljós kom að flutt höfðu verið inn sérstök höfundarréttarvarin strá frá Danmörku á 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann. Málið var rifjað upp og krufið til mergjar í Eftirmálum fyrir ekki svo löngu síðan: Dytti ekki í hug að kjósa flokkinn í dag Hilmar Páll segist aðeins hafa verið skráður í Samfylkinguna á sínum pólitíska ferli. Hann hafi verið formaður ungra jafnaðarmanna á Vesturlandi í mörg ár. „En þetta er ekki jafnaðarmannaflokkur lengur. Þetta er rotið epli, það er engin stjórn þarna inni. Ég vil bara spyrja hvenær færðu nóg?“ Hilmar þylur upp ýmis mál frá Samfylkingunni á undanförnum árum sem honum hefur verið misboðið yfir, „til dæmis olíufélögin, innviðagjöldin og braggamálið.“ Hilmar Páll stóð í hörðum deilum við borgina í mörg ár vegna skipulags á lóð fyrirtækis hans í Gufunesi. Deilurnar snéru að hæðarpunktum á lóðinni, þegar ákveðið var að skipta lóðinni í tvennt. Sjá umfjöllun Morgunblaðsins. Vekja nokkra kátínu Eins og búast mátti við hafa auglýsingarnar vakið nokkra athygli og umræður skapast um þær á netinu. Jakob Birgisson grínisti er samur við sig og slær á slétta strengi á X. „Ég ætla að kjósa út frá Braggamálinu,“ segir hann. „-Hvað skiptir þig mestu máli í þessum kosningum? -- Braggamálið“ Ég ætla að kjósa út frá Braggamálinu— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) November 23, 2024 - Hvað skiptir þig mestu máli í þessum kosningum?- Braggamálið— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) November 23, 2024 Máni Pétursson spyr hvort fólki sé almennt illa við karlmenn með krullur. „Sjálfstæðismenn eru með þráhyggju gagnvart Degi B. Vinstri menn voru með með svipaða þráhyggju gagnvart öðrum krullhærðum manni fyrir einhverjum áratugum. Eru okkur almennt illa við karlmenn með krullur?“ Sjálfstæðismenn eru með þráhyggju gagnvart Degi B. Vinstri menn voru með með svipaða þráhyggju gagnvart öðrum krullhærðum manni fyrir einhverjum áratugum. Eru okkur almennt illa við karlmenn með krullur?— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 23, 2024 Hilmar hefur gert sumar auglýsingarnar aðgengilegar á Facebook-síðu sinni, sem hægt er að finna hér að neðan. Auglýsinga- og markaðsmál Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Auglýsingarnar sem um ræðir eru á vegum Áhugafólks um traust í stjórnmálum, en Hilmar Páll Jóhannesson er einn í þeim félagsskap. Auglýsingarnar hafa birst á miðlum Ríkisútvarpsins, Sýnar og í Morgunblaðinu. Hilmar vill ekki gefa upp um það hvað auglýsingarnar hafa kostað, en segir að það sé mikið miðað við margt annað. Hann kveðst vilja vekja athygli á því að verið sé að brjóta á borgurum. Er Dagur B. á leið á þing? Í Morgunblaði dagsins í dag var heilsíðuauglýsing frá samtökunum sem rifjaði Braggamálið lauslega upp fyrir lesendum. Morgunblaðið í dag.Vísir Spurt er: Ætli ungt fólk hafi kynnt sér braggamálið? Viljum við fá Dag á þing - og kannski sem ráðherra? Kjóstu þá sem þú treystir. Braggamálið svokallaða varð eitt stærsta fréttamál ársins 2018, þegar uppbygging á gömlum bragga í Nauthólsvík fór tæpar 260 milljónir fram úr kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið. Upp úr sauð þegar í ljós kom að flutt höfðu verið inn sérstök höfundarréttarvarin strá frá Danmörku á 757 þúsund krónur til þess að gróðursetja fyrir utan braggann. Málið var rifjað upp og krufið til mergjar í Eftirmálum fyrir ekki svo löngu síðan: Dytti ekki í hug að kjósa flokkinn í dag Hilmar Páll segist aðeins hafa verið skráður í Samfylkinguna á sínum pólitíska ferli. Hann hafi verið formaður ungra jafnaðarmanna á Vesturlandi í mörg ár. „En þetta er ekki jafnaðarmannaflokkur lengur. Þetta er rotið epli, það er engin stjórn þarna inni. Ég vil bara spyrja hvenær færðu nóg?“ Hilmar þylur upp ýmis mál frá Samfylkingunni á undanförnum árum sem honum hefur verið misboðið yfir, „til dæmis olíufélögin, innviðagjöldin og braggamálið.“ Hilmar Páll stóð í hörðum deilum við borgina í mörg ár vegna skipulags á lóð fyrirtækis hans í Gufunesi. Deilurnar snéru að hæðarpunktum á lóðinni, þegar ákveðið var að skipta lóðinni í tvennt. Sjá umfjöllun Morgunblaðsins. Vekja nokkra kátínu Eins og búast mátti við hafa auglýsingarnar vakið nokkra athygli og umræður skapast um þær á netinu. Jakob Birgisson grínisti er samur við sig og slær á slétta strengi á X. „Ég ætla að kjósa út frá Braggamálinu,“ segir hann. „-Hvað skiptir þig mestu máli í þessum kosningum? -- Braggamálið“ Ég ætla að kjósa út frá Braggamálinu— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) November 23, 2024 - Hvað skiptir þig mestu máli í þessum kosningum?- Braggamálið— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) November 23, 2024 Máni Pétursson spyr hvort fólki sé almennt illa við karlmenn með krullur. „Sjálfstæðismenn eru með þráhyggju gagnvart Degi B. Vinstri menn voru með með svipaða þráhyggju gagnvart öðrum krullhærðum manni fyrir einhverjum áratugum. Eru okkur almennt illa við karlmenn með krullur?“ Sjálfstæðismenn eru með þráhyggju gagnvart Degi B. Vinstri menn voru með með svipaða þráhyggju gagnvart öðrum krullhærðum manni fyrir einhverjum áratugum. Eru okkur almennt illa við karlmenn með krullur?— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 23, 2024 Hilmar hefur gert sumar auglýsingarnar aðgengilegar á Facebook-síðu sinni, sem hægt er að finna hér að neðan.
Auglýsinga- og markaðsmál Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira