Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2024 16:09 Úkraínskur hermaður gengur hjá líki rússnesks hermanns í austurhluta Úkraínu. Herforingi sem rússneskir herbloggarar hafa sakað um að bera ábyrgð á miklu mannfalli hefur verið rekinn úr starfi. AP/Alex Babenko Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. Anashkin tók við stjórn svo kallaðs „suður hernaðarhéraðs Rússlands“ fyrr á þessu ári. Það er eitt fimm hernaðarhéraða Rússlands og spannar þrettán sambandsríki milli Svartahafs og Kaspíahafs. Nánar tiltekið er Anashkin sagður hafa verið rekinn vegna slæms gengis rússneskra hermanna nærri bænum Siversk, þar sem Rússum hefur orðið lítið ágengt á undanförnum mánuðum. Í frétt Reuters er haft eftir rússneskum herbloggurum að þeir hafi lengi kvartað yfir því að hermenn hafi verið sendir gegn vörnum Úkraínumanna við Siversk án stuðnings og skipulagningar. Rússar hafa sótt nokkuð fram í suðausturhluta Úkraínu á undanförnum mánuðum. Rybar, ein vinsælasta herbloggarasíða Rússlands, kvartaði yfir því hve langan tíma hefði tekið að reka Anashkin. Ljóst hefði verið fyrir tveimur mánuðum að það væri nauðsynlegt. Rússneski útlagamiðilinn Meduza hefur eftir bloggurum, sem hafa oft góða heimildarmenn í rússneska hernum, að Anashkin hafi verið sakaður um að lýsa því yfir að hann hefði hernumið bæi sem hann hefði ekki tekið í rauninni. Þá hefði hann misst gífurlegan fjölda hermanna við að ná þeim bæjum sem hann hefði raunverulega náð. Varnarmálaráðuneytið hefur ekki staðfest brottrekstur Anashkin en einn rússneskur miðill, sem þykir hliðhollur Kreml, hefur eftir heimildarmanni sínum í ráðuneytinu að lengi hafi staðið til að skipta um herforingja á svæðinu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. 22. nóvember 2024 13:31 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Anashkin tók við stjórn svo kallaðs „suður hernaðarhéraðs Rússlands“ fyrr á þessu ári. Það er eitt fimm hernaðarhéraða Rússlands og spannar þrettán sambandsríki milli Svartahafs og Kaspíahafs. Nánar tiltekið er Anashkin sagður hafa verið rekinn vegna slæms gengis rússneskra hermanna nærri bænum Siversk, þar sem Rússum hefur orðið lítið ágengt á undanförnum mánuðum. Í frétt Reuters er haft eftir rússneskum herbloggurum að þeir hafi lengi kvartað yfir því að hermenn hafi verið sendir gegn vörnum Úkraínumanna við Siversk án stuðnings og skipulagningar. Rússar hafa sótt nokkuð fram í suðausturhluta Úkraínu á undanförnum mánuðum. Rybar, ein vinsælasta herbloggarasíða Rússlands, kvartaði yfir því hve langan tíma hefði tekið að reka Anashkin. Ljóst hefði verið fyrir tveimur mánuðum að það væri nauðsynlegt. Rússneski útlagamiðilinn Meduza hefur eftir bloggurum, sem hafa oft góða heimildarmenn í rússneska hernum, að Anashkin hafi verið sakaður um að lýsa því yfir að hann hefði hernumið bæi sem hann hefði ekki tekið í rauninni. Þá hefði hann misst gífurlegan fjölda hermanna við að ná þeim bæjum sem hann hefði raunverulega náð. Varnarmálaráðuneytið hefur ekki staðfest brottrekstur Anashkin en einn rússneskur miðill, sem þykir hliðhollur Kreml, hefur eftir heimildarmanni sínum í ráðuneytinu að lengi hafi staðið til að skipta um herforingja á svæðinu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. 22. nóvember 2024 13:31 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. 22. nóvember 2024 13:31
Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51
Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22