Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:30 Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Í samfélagi sem byggir á lögum og reglu er nauðsynlegt að við séum með öflugt kerfi sem getur tekið á móti einstaklingum sem hafa brotið af sér og jafnframt komið í veg fyrir endurtekin afbrot. Okkar fullnustukerfi byggist á því grundvallarsjónarmiði að þau sem fullnusta þurfa dóma komi aftur út í samfélagið. Uppbygging fullnustukerfisins hefur mikið um það segja hvernig sú vegferð heppnast. Staðan er sú að við erum í alvarlegri innviðaskuld í þessu kerfi og okkur skortir markvissa stefnu í málaflokknum. Við höfum því miður fengið of margar athugasemdir við hina ýmsu anga kerfisins, þar á meðal aðbúnað kvenfanga og húsakost t.d. í öryggisfangelsi okkar á Litla-Hrauni. Við þurfum nauðsynlega að ráðast í aðgerðir. Frá því að ég tók við embætti dómsmálaráðherra hef ég lagt áherslu á fullnustumálin og sett þrjú verkefni í skýran forgang. Það er bygging nýs öryggisfangelsis í stað Litla-Hrauns, heildarendurskoðun fullnustukerfisins og uppbygging viðunandi aðstöðu fyrir kvenfanga á Sogni. Allt gríðarlega mikilvæg verkefni sem eru öll í góðum farvegi. Mér gefst því miður ekki tími til að fylgja þeim öllum úr hlaði fyrir kosningar en það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna uppbyggingu nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni, sem mun koma í stað Litla-Hrauns. Það verður nútíma öryggisfangelsi sem byggt verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Þetta er stórtækt verkefni og forsenda þess að við getum rekið fullnustukerfi sem tekur mið af þörfum samfélagsins og sem hvetur til endurhæfingar og nýrra tækifæra. Þetta verkefni er ekki bara bygging eða steypa; það hefur samfélagslegt gildi sem kemur öllum til góða. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslenskt samfélag, starfsfólk fangelsanna og ekki síst fanga og aðstandendur þeirra. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að tryggja samfélag sem byggir á reglu og réttlæti. Ég treysti því að nýja öryggisfangelsið muni ekki aðeins bæta kerfið heldur einnig stuðla að öruggara samfélagi þar sem öllum er boðið upp á réttlæti og möguleika á nýrri byrjun. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Fangelsismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Í samfélagi sem byggir á lögum og reglu er nauðsynlegt að við séum með öflugt kerfi sem getur tekið á móti einstaklingum sem hafa brotið af sér og jafnframt komið í veg fyrir endurtekin afbrot. Okkar fullnustukerfi byggist á því grundvallarsjónarmiði að þau sem fullnusta þurfa dóma komi aftur út í samfélagið. Uppbygging fullnustukerfisins hefur mikið um það segja hvernig sú vegferð heppnast. Staðan er sú að við erum í alvarlegri innviðaskuld í þessu kerfi og okkur skortir markvissa stefnu í málaflokknum. Við höfum því miður fengið of margar athugasemdir við hina ýmsu anga kerfisins, þar á meðal aðbúnað kvenfanga og húsakost t.d. í öryggisfangelsi okkar á Litla-Hrauni. Við þurfum nauðsynlega að ráðast í aðgerðir. Frá því að ég tók við embætti dómsmálaráðherra hef ég lagt áherslu á fullnustumálin og sett þrjú verkefni í skýran forgang. Það er bygging nýs öryggisfangelsis í stað Litla-Hrauns, heildarendurskoðun fullnustukerfisins og uppbygging viðunandi aðstöðu fyrir kvenfanga á Sogni. Allt gríðarlega mikilvæg verkefni sem eru öll í góðum farvegi. Mér gefst því miður ekki tími til að fylgja þeim öllum úr hlaði fyrir kosningar en það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna uppbyggingu nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni, sem mun koma í stað Litla-Hrauns. Það verður nútíma öryggisfangelsi sem byggt verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Þetta er stórtækt verkefni og forsenda þess að við getum rekið fullnustukerfi sem tekur mið af þörfum samfélagsins og sem hvetur til endurhæfingar og nýrra tækifæra. Þetta verkefni er ekki bara bygging eða steypa; það hefur samfélagslegt gildi sem kemur öllum til góða. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslenskt samfélag, starfsfólk fangelsanna og ekki síst fanga og aðstandendur þeirra. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að tryggja samfélag sem byggir á reglu og réttlæti. Ég treysti því að nýja öryggisfangelsið muni ekki aðeins bæta kerfið heldur einnig stuðla að öruggara samfélagi þar sem öllum er boðið upp á réttlæti og möguleika á nýrri byrjun. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun