Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:30 Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Í samfélagi sem byggir á lögum og reglu er nauðsynlegt að við séum með öflugt kerfi sem getur tekið á móti einstaklingum sem hafa brotið af sér og jafnframt komið í veg fyrir endurtekin afbrot. Okkar fullnustukerfi byggist á því grundvallarsjónarmiði að þau sem fullnusta þurfa dóma komi aftur út í samfélagið. Uppbygging fullnustukerfisins hefur mikið um það segja hvernig sú vegferð heppnast. Staðan er sú að við erum í alvarlegri innviðaskuld í þessu kerfi og okkur skortir markvissa stefnu í málaflokknum. Við höfum því miður fengið of margar athugasemdir við hina ýmsu anga kerfisins, þar á meðal aðbúnað kvenfanga og húsakost t.d. í öryggisfangelsi okkar á Litla-Hrauni. Við þurfum nauðsynlega að ráðast í aðgerðir. Frá því að ég tók við embætti dómsmálaráðherra hef ég lagt áherslu á fullnustumálin og sett þrjú verkefni í skýran forgang. Það er bygging nýs öryggisfangelsis í stað Litla-Hrauns, heildarendurskoðun fullnustukerfisins og uppbygging viðunandi aðstöðu fyrir kvenfanga á Sogni. Allt gríðarlega mikilvæg verkefni sem eru öll í góðum farvegi. Mér gefst því miður ekki tími til að fylgja þeim öllum úr hlaði fyrir kosningar en það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna uppbyggingu nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni, sem mun koma í stað Litla-Hrauns. Það verður nútíma öryggisfangelsi sem byggt verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Þetta er stórtækt verkefni og forsenda þess að við getum rekið fullnustukerfi sem tekur mið af þörfum samfélagsins og sem hvetur til endurhæfingar og nýrra tækifæra. Þetta verkefni er ekki bara bygging eða steypa; það hefur samfélagslegt gildi sem kemur öllum til góða. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslenskt samfélag, starfsfólk fangelsanna og ekki síst fanga og aðstandendur þeirra. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að tryggja samfélag sem byggir á reglu og réttlæti. Ég treysti því að nýja öryggisfangelsið muni ekki aðeins bæta kerfið heldur einnig stuðla að öruggara samfélagi þar sem öllum er boðið upp á réttlæti og möguleika á nýrri byrjun. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Fangelsismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. Í samfélagi sem byggir á lögum og reglu er nauðsynlegt að við séum með öflugt kerfi sem getur tekið á móti einstaklingum sem hafa brotið af sér og jafnframt komið í veg fyrir endurtekin afbrot. Okkar fullnustukerfi byggist á því grundvallarsjónarmiði að þau sem fullnusta þurfa dóma komi aftur út í samfélagið. Uppbygging fullnustukerfisins hefur mikið um það segja hvernig sú vegferð heppnast. Staðan er sú að við erum í alvarlegri innviðaskuld í þessu kerfi og okkur skortir markvissa stefnu í málaflokknum. Við höfum því miður fengið of margar athugasemdir við hina ýmsu anga kerfisins, þar á meðal aðbúnað kvenfanga og húsakost t.d. í öryggisfangelsi okkar á Litla-Hrauni. Við þurfum nauðsynlega að ráðast í aðgerðir. Frá því að ég tók við embætti dómsmálaráðherra hef ég lagt áherslu á fullnustumálin og sett þrjú verkefni í skýran forgang. Það er bygging nýs öryggisfangelsis í stað Litla-Hrauns, heildarendurskoðun fullnustukerfisins og uppbygging viðunandi aðstöðu fyrir kvenfanga á Sogni. Allt gríðarlega mikilvæg verkefni sem eru öll í góðum farvegi. Mér gefst því miður ekki tími til að fylgja þeim öllum úr hlaði fyrir kosningar en það var einstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna uppbyggingu nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni, sem mun koma í stað Litla-Hrauns. Það verður nútíma öryggisfangelsi sem byggt verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og starfsfólks. Þetta er stórtækt verkefni og forsenda þess að við getum rekið fullnustukerfi sem tekur mið af þörfum samfélagsins og sem hvetur til endurhæfingar og nýrra tækifæra. Þetta verkefni er ekki bara bygging eða steypa; það hefur samfélagslegt gildi sem kemur öllum til góða. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslenskt samfélag, starfsfólk fangelsanna og ekki síst fanga og aðstandendur þeirra. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að tryggja samfélag sem byggir á reglu og réttlæti. Ég treysti því að nýja öryggisfangelsið muni ekki aðeins bæta kerfið heldur einnig stuðla að öruggara samfélagi þar sem öllum er boðið upp á réttlæti og möguleika á nýrri byrjun. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun