Liew bendir á að þögn Alþjóðaólympíunefndarinnar og Alþjóðaknattspyrnusambandsins sé ekki tilviljun heldur meðvituð ákvörðun á meðan ríkisstjórn Ísrael sprengir saklaust fólk í loft upp í Palestínu.
Um er að ræða persónulegan pistil frá Liew, svipað og Utan vallar hér á Vísi. Hann fer um víðan völl áður en hann bendir á að nærri tvær milljónir manns séu að svelta í hel á Gasasvæðinu. Jafnframt bendir Liew á að 76 Palestínumenn hafi verið drepnir á innan við 24 klukkustundum á mánudaginn var.
Þá nefnir hann að það hafi verið gríðarleg sorg innan knattspyrnuheimsins eftir að sprengjuárás Ísrael drap fótboltamennina Eyad Abu-Khater og Hisham Al-Thaltini.
„Ég er augljóslega að grínast, öllum var drullu sama. Sömu sögu er að segja um þá 344 palestínsku fótboltamenn sem hafa verið drepnir af Ísrael frá því í október á síðasta ári. Eða að ísraelskt knattspyrnulið frá landnemabyggð á Vesturbakkanum sé að spila í ísraelsku deildinni, þvert gegn reglum FIFA,“ segir Liew í kjölfarið í pistli sínum.
From Jonathan Liew: Sport may be a blunt tool of social change, but it’s time to take a stand against Israel. https://t.co/qaPJWteY65
— Sid Lowe (@sidlowe) November 22, 2024
Í kjölfarið ræðir hann þögn FIFA og þá afstöðu sem sambandið hefur tekið. Nú er rúmt hálft ár síðan það gaf út að það myndi taka ákvörðun varðandi landslið Ísrael. Það hefur hins vegar ekki enn komið nein tilkynning.
„Við vitum, eða ættum að vita, muninn á réttu og röngu. Að drepa börn er rangt. Að ríkisstjórn gefi út að sumt fólk sé minna virði en annað, það er rangt. Að svelta fólk í hel er rangt.“
Pistil Jonathan Liew má lesa í heild sinni á vef The Guardian.