Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 09:02 Femicide watch í Danmörku 308 konur hafa verið myrtar í Danmörku frá aldamótum vegna kyns síns, það er 308 kvennamorð (e. femicide) hafa verið framin í Danmörku á 21. öldinni. Kvennamorð er kynbundið ofbeldi þar sem konur eða stúlkur eru myrtar vegna kyns síns. Af þessum 308 kvennamorðum í Danmörku 2000-2023 voru 203 eða tveir þriðju framin af maka eða fyrrverandi maka. Í yfirgnæfandi meirihluta morða í nánum samböndum eru það karlmenn sem myrða konur. Kvennamorð á Íslandi Á Íslandi eru sem betur fer fá morð framin þrátt fyrir ógnvænlega fjölgun undanfarið. Hluti þessara morða eru kvennamorð þar sem úreltar hugmyndir feðraveldisins eru orsakavaldurinn. Íslensk rannsókn á morðum á konum 1994-2014 sýndi að sex kvennamorð voru framin á tímabilinu. Hefðirnar: konur sem eign Samkvæmt hefðunum má karlmaður fara með eign sína eins og honum sýnist og konur voru og eru enn í sumum löndum eign karlmanna. Þannig miðuðu fyrstu lög um nauðganir við skaða sem feður/eiginmenn/bræður brotaþola urðu fyrir vegna brotsins, skaði brotaþolans skipti ekki máli. Í 43 löndum í heiminum er nauðgun innan hjónabands ekki lögbrot og í 20 löndum geta nauðgarar sloppið við refsingu ef þeir fallast á að giftast þolandanum. Af þessu hugarfari eimir enn á Norðurlöndunum og það lýsir sé í kynbundu ofbeldi, en tíðni morða í nánum samböndum er svipuð á öllum Norðurlöndunum og hefur lækkað sem betur fer á undanförnum árum þó nú séu blikur á lofti. Ranghugmyndir sem milda viðhorf til kvennamorða Karlmönnum sem myrða konurnar sínar hefur á stundum verið mætt með meiri samúð og skilningi heldur en öðrum morðingjum. Líklega spila þar að minnsta kosti tvær ranghugmyndir inn í. Sú fyrri er að kona sé eign maka síns, arfleið þess tíma þegar konur voru gefnar eiginmönnum sínum af feðrum. Við sjáum þetta enn í flestum brúðkaupum þegar faðir brúðarinnar leiðir hana að altarinu og afhendir hana tilvonandi eiginmanni. Þessi hugmynd um eignarhald karla á konum hefur einnig verið nefnd sem ástæða kvennamorða. Síðari ranghugmyndin er að um stundarbrjálæði eða hjónarifrildi sé að ræða og sú hugmynd er svo lífseig að einungis áratugur er síðan að karlar sem myrtu kvenkyns maka sinn fengu vægara dóma en aðrir morðingjar í Danmörku. Jane Monckton Smith, prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Gloucestershire hefur skipt hegðunarmynstri morðingja í nánum samböndum í átta stig, þar sem næst síðasta stigið er undirbúningur morðisins, en það síðasta er morðið sjálft. Rannsóknir hennar og fleiri fræðimanna sýna að morð í nánum samböndum eru alveg jafn undirbúin og óafsakanleg og önnur morð og er ekki „hjónarifrildi sem endaði illa“. Ójöfn staða kynjanna er orsökin Til að snúa við árþúsundagamalli kúgun þarf meiriháttar samhent átak. Engin getur gert allt en öll geta gert eitthvað. Til þess að stöðva kvennamorð þarf að binda enda á rót þess: ójafna stöðu kynjanna og valdastrúktúr feðraveldisins. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Femicide watch í Danmörku 308 konur hafa verið myrtar í Danmörku frá aldamótum vegna kyns síns, það er 308 kvennamorð (e. femicide) hafa verið framin í Danmörku á 21. öldinni. Kvennamorð er kynbundið ofbeldi þar sem konur eða stúlkur eru myrtar vegna kyns síns. Af þessum 308 kvennamorðum í Danmörku 2000-2023 voru 203 eða tveir þriðju framin af maka eða fyrrverandi maka. Í yfirgnæfandi meirihluta morða í nánum samböndum eru það karlmenn sem myrða konur. Kvennamorð á Íslandi Á Íslandi eru sem betur fer fá morð framin þrátt fyrir ógnvænlega fjölgun undanfarið. Hluti þessara morða eru kvennamorð þar sem úreltar hugmyndir feðraveldisins eru orsakavaldurinn. Íslensk rannsókn á morðum á konum 1994-2014 sýndi að sex kvennamorð voru framin á tímabilinu. Hefðirnar: konur sem eign Samkvæmt hefðunum má karlmaður fara með eign sína eins og honum sýnist og konur voru og eru enn í sumum löndum eign karlmanna. Þannig miðuðu fyrstu lög um nauðganir við skaða sem feður/eiginmenn/bræður brotaþola urðu fyrir vegna brotsins, skaði brotaþolans skipti ekki máli. Í 43 löndum í heiminum er nauðgun innan hjónabands ekki lögbrot og í 20 löndum geta nauðgarar sloppið við refsingu ef þeir fallast á að giftast þolandanum. Af þessu hugarfari eimir enn á Norðurlöndunum og það lýsir sé í kynbundu ofbeldi, en tíðni morða í nánum samböndum er svipuð á öllum Norðurlöndunum og hefur lækkað sem betur fer á undanförnum árum þó nú séu blikur á lofti. Ranghugmyndir sem milda viðhorf til kvennamorða Karlmönnum sem myrða konurnar sínar hefur á stundum verið mætt með meiri samúð og skilningi heldur en öðrum morðingjum. Líklega spila þar að minnsta kosti tvær ranghugmyndir inn í. Sú fyrri er að kona sé eign maka síns, arfleið þess tíma þegar konur voru gefnar eiginmönnum sínum af feðrum. Við sjáum þetta enn í flestum brúðkaupum þegar faðir brúðarinnar leiðir hana að altarinu og afhendir hana tilvonandi eiginmanni. Þessi hugmynd um eignarhald karla á konum hefur einnig verið nefnd sem ástæða kvennamorða. Síðari ranghugmyndin er að um stundarbrjálæði eða hjónarifrildi sé að ræða og sú hugmynd er svo lífseig að einungis áratugur er síðan að karlar sem myrtu kvenkyns maka sinn fengu vægara dóma en aðrir morðingjar í Danmörku. Jane Monckton Smith, prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Gloucestershire hefur skipt hegðunarmynstri morðingja í nánum samböndum í átta stig, þar sem næst síðasta stigið er undirbúningur morðisins, en það síðasta er morðið sjálft. Rannsóknir hennar og fleiri fræðimanna sýna að morð í nánum samböndum eru alveg jafn undirbúin og óafsakanleg og önnur morð og er ekki „hjónarifrildi sem endaði illa“. Ójöfn staða kynjanna er orsökin Til að snúa við árþúsundagamalli kúgun þarf meiriháttar samhent átak. Engin getur gert allt en öll geta gert eitthvað. Til þess að stöðva kvennamorð þarf að binda enda á rót þess: ójafna stöðu kynjanna og valdastrúktúr feðraveldisins. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun