Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 19:01 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra furðar sig á vaxtahækkunum sumra lána hjá fjármálastofnunum. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri segir ástæðuna m.a. vera háa raunvexti. Már Wolfang Mixa dósent við H.Í. telur bankanna geta brugðist öðruvísi við. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ fordæmir hækkanir meðan launafólk hafi haldið að sér höndum. Vísir Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Viðskiptabankarnir hafa nú allir breytt vaxtakjörum sínum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni í 8,5 prósent. Þá hafa lífeyrissjóðir gert breytingar á kjörum sínum undanfarið. Fjármálastofnanirnar hafa lækkað vexti í takt við Seðlabankann á óverðtryggðum íbúðalánum en allar fyrir utan Landsbankann hafa hækkað vexti um 0,2 til 0,5 prósentustig á verðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa m.a. skýrt hækkanirnar með því að raunvextir, sem er mismunur á verðbólgu og stýrivöxtum, hafi hækkað sem geri fjármögnun þeirra dýrari. Stýrivextir séu með öðrum orðum orðnir of háir. Raunvextir hafi ekki verið hærri síðan í hruninu Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands tekur undir það og segir raunvexti í hæstu hæðum. „Bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta er alltaf að aukast. Því eru raunstýrivextir í hæstu hæðum nú. Þeir hafa ekki verið jafn háir frá hrunárinu 2008. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð Seðlabankinn sé þessa daganna að lækka ekki stýrivexti hraðar,“ segir hann. Fjármálastofnanir hafa jafnframt vísað til þess að vegna háu raunvaxtanna sé skammtímafjármögnun þeirra dýrari. Wolfang telur hægt að leysa það. „Í mínum huga er fráleitt að fólk sem tekur langtímalán í formi húsnæðislána á Íslandi sé að fá vaxtakjör sem miðast við skammtímavexti. Fólk vill fá stöðugleika í lánum. Einföld leið til að minnka sveifluna væri að bankarnir miðuðu lánveitingar sínar við langtímafjármögnun en ekki skammtíma,“ segir Már. Vaxtahækkanir fordæmdar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í færslu á Facebook, vekja furðu að bankarnir hækki nú vexti sumra lána á sama tíma og Seðlabankinn lækki vexti. Það sé eins og þeir séu ekki í takt við samfélagið. Færsla forsætisráðherra.Vísir Þá hefur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmt ákvarðanir banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gengur niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir hækkunina á skjön við aðra samfélagsþróun. „Við bjuggumst við því að bankarnir, eins og önnur fyrirtæki í landinu, myndu taka undir með okkur en ekki færa þetta strax út í verðlagið eins og nú er gert. Vegna fákeppni geta þeir leyft sér hvað sem er. Almenningur í landinu er að taka töluvert mikið á sig og við ætlumst til þess að fyrirtækin og þar með bankarnir geri það líka,“ segir hann. Seðlabankinn beri einnig mikla ábyrgð á ástandinu. „Við erum búin að gagnrýna Seðlabankann og höldum því áfram. Hann hefði átt að bregðast miklu fyrr og lækka stýrivexti hraðar,“ segir hann. Seðlabankinn Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Viðskiptabankarnir hafa nú allir breytt vaxtakjörum sínum eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni í 8,5 prósent. Þá hafa lífeyrissjóðir gert breytingar á kjörum sínum undanfarið. Fjármálastofnanirnar hafa lækkað vexti í takt við Seðlabankann á óverðtryggðum íbúðalánum en allar fyrir utan Landsbankann hafa hækkað vexti um 0,2 til 0,5 prósentustig á verðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa m.a. skýrt hækkanirnar með því að raunvextir, sem er mismunur á verðbólgu og stýrivöxtum, hafi hækkað sem geri fjármögnun þeirra dýrari. Stýrivextir séu með öðrum orðum orðnir of háir. Raunvextir hafi ekki verið hærri síðan í hruninu Már Wolfang Mixa dósent við Háskóla Íslands tekur undir það og segir raunvexti í hæstu hæðum. „Bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta er alltaf að aukast. Því eru raunstýrivextir í hæstu hæðum nú. Þeir hafa ekki verið jafn háir frá hrunárinu 2008. Ég velti fyrir mér á hvaða vegferð Seðlabankinn sé þessa daganna að lækka ekki stýrivexti hraðar,“ segir hann. Fjármálastofnanir hafa jafnframt vísað til þess að vegna háu raunvaxtanna sé skammtímafjármögnun þeirra dýrari. Wolfang telur hægt að leysa það. „Í mínum huga er fráleitt að fólk sem tekur langtímalán í formi húsnæðislána á Íslandi sé að fá vaxtakjör sem miðast við skammtímavexti. Fólk vill fá stöðugleika í lánum. Einföld leið til að minnka sveifluna væri að bankarnir miðuðu lánveitingar sínar við langtímafjármögnun en ekki skammtíma,“ segir Már. Vaxtahækkanir fordæmdar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir í færslu á Facebook, vekja furðu að bankarnir hækki nú vexti sumra lána á sama tíma og Seðlabankinn lækki vexti. Það sé eins og þeir séu ekki í takt við samfélagið. Færsla forsætisráðherra.Vísir Þá hefur Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmt ákvarðanir banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gengur niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir hækkunina á skjön við aðra samfélagsþróun. „Við bjuggumst við því að bankarnir, eins og önnur fyrirtæki í landinu, myndu taka undir með okkur en ekki færa þetta strax út í verðlagið eins og nú er gert. Vegna fákeppni geta þeir leyft sér hvað sem er. Almenningur í landinu er að taka töluvert mikið á sig og við ætlumst til þess að fyrirtækin og þar með bankarnir geri það líka,“ segir hann. Seðlabankinn beri einnig mikla ábyrgð á ástandinu. „Við erum búin að gagnrýna Seðlabankann og höldum því áfram. Hann hefði átt að bregðast miklu fyrr og lækka stýrivexti hraðar,“ segir hann.
Seðlabankinn Íslandsbanki Landsbankinn Arion banki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira