Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 11:18 Orri Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum umspil í lok mars, um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar. Getty/Stefan Ivanovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósovó í umspilinu um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Segja má að umspilið verði ansi sérstakt því ljóst er að Ísland getur ekki spilað sinn heimaleik á Íslandi, vegna vallarmála hér á landi. Liðin mætast í tveimur leikjum og er áætlað að þeir fari fram fimmtudaginn 20. mars og sunnudaginn 23. mars. Dregið var í beinni útsendingu í dag. Ísland á heimaleik í seinni leiknum en samkvæmt svari KSÍ er útilokað að sá leikur fari fram á Íslandi. Hann mun því fara fram erlendis en ekki er enn ljóst nákvæmlega hvar. Ef Ísland vinnur umspilið mun liðið áfram leika í B-deild í Þjóðadeildinni haustið 2026, en tapi liðið mun það leika í C-deildinni. Hareide ekki viðstaddur Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki viðstaddur dráttinn í Sviss í dag en þar mátti sjá Davíð Snorra Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Vangaveltur hafa verið um framtíð Hareide en riftunarákvæði er í samningi hans sem bæði Norðmaðurinn og stjórn KSÍ geta nú nýtt. Það verður því að koma í ljós hvort að Hareide og Davíð verða með liðið í leikjunum við mars, eða mögulega einhver allt annar þjálfari. Heimir og hans menn mæta Búlgaríu Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu eru í svipuðum sporum og Ísland, eftir að hafa endað í 3. sæti síns riðils í B-deildinni. Þeir drógust gegn Búlgaríu. B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía Fjórir mögulegir mótherjar Íslands voru í skálinni í dag, liðin sem enduðu í 2. sæti síns riðils í C-deildinni nú, en það voru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Kósovóar deila við UEFA Kósovóar hafa staðið í deilu við UEFA eftir að leikmenn liðsins gengu af velli undir lok leiks gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust þegar staðan var markalaus. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur. Kósovóar segja leikmenn sína hafa orðið fyrir barðinu á rasískum hrópum stuðningsmanna Rúmeníu, og UEFA staðfestir það að ákveðnu leyti í dómi sínum þar sem rúmenska knattspyrnusambandið fær sekt og eins leiks áhorfendabann. Knattspyrnusamband Kósovó ætlar því að áfrýja úrskurði UEFA til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en hvort sem því yrði breytt í tap Rúmeníu eða jafntefli þá myndi Kósovó alltaf hafa endað í 2. sæti riðils þjóðanna í C-deildinni, og því fara í umspilið sem nú er ljóst að verður við Ísland. Sigurinn sem tryggði Íslandi sæti á HM Ísland og Kósovó hafa tvisvar áður mæst en það var í undankeppni HM 2018. Ísland rétt marði þá 2-1 sigur á útivelli, en leikið var í Albaníu, og skoruðu Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson mörk Íslands. Í seinni leiknum vann Ísland 2-0 sigur á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið farseðil á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Undankeppni HM 2018 var einmitt fyrsta undankeppni Kósovó, en þjóðin lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 og hlaut aðild að UEFA og FIFA árið 2016. Uppfært 11.47: Í greininni stóð upphaflega að Kósovó væri í heimaleikjabanni en það er ekki rétt. Rúmenar, mótherjar Kósovóa í umdeildum leik í haust, fengu heimaleikjabann. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02 Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Segja má að umspilið verði ansi sérstakt því ljóst er að Ísland getur ekki spilað sinn heimaleik á Íslandi, vegna vallarmála hér á landi. Liðin mætast í tveimur leikjum og er áætlað að þeir fari fram fimmtudaginn 20. mars og sunnudaginn 23. mars. Dregið var í beinni útsendingu í dag. Ísland á heimaleik í seinni leiknum en samkvæmt svari KSÍ er útilokað að sá leikur fari fram á Íslandi. Hann mun því fara fram erlendis en ekki er enn ljóst nákvæmlega hvar. Ef Ísland vinnur umspilið mun liðið áfram leika í B-deild í Þjóðadeildinni haustið 2026, en tapi liðið mun það leika í C-deildinni. Hareide ekki viðstaddur Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki viðstaddur dráttinn í Sviss í dag en þar mátti sjá Davíð Snorra Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Vangaveltur hafa verið um framtíð Hareide en riftunarákvæði er í samningi hans sem bæði Norðmaðurinn og stjórn KSÍ geta nú nýtt. Það verður því að koma í ljós hvort að Hareide og Davíð verða með liðið í leikjunum við mars, eða mögulega einhver allt annar þjálfari. Heimir og hans menn mæta Búlgaríu Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu eru í svipuðum sporum og Ísland, eftir að hafa endað í 3. sæti síns riðils í B-deildinni. Þeir drógust gegn Búlgaríu. B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía Fjórir mögulegir mótherjar Íslands voru í skálinni í dag, liðin sem enduðu í 2. sæti síns riðils í C-deildinni nú, en það voru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Kósovóar deila við UEFA Kósovóar hafa staðið í deilu við UEFA eftir að leikmenn liðsins gengu af velli undir lok leiks gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í haust þegar staðan var markalaus. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur. Kósovóar segja leikmenn sína hafa orðið fyrir barðinu á rasískum hrópum stuðningsmanna Rúmeníu, og UEFA staðfestir það að ákveðnu leyti í dómi sínum þar sem rúmenska knattspyrnusambandið fær sekt og eins leiks áhorfendabann. Knattspyrnusamband Kósovó ætlar því að áfrýja úrskurði UEFA til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en hvort sem því yrði breytt í tap Rúmeníu eða jafntefli þá myndi Kósovó alltaf hafa endað í 2. sæti riðils þjóðanna í C-deildinni, og því fara í umspilið sem nú er ljóst að verður við Ísland. Sigurinn sem tryggði Íslandi sæti á HM Ísland og Kósovó hafa tvisvar áður mæst en það var í undankeppni HM 2018. Ísland rétt marði þá 2-1 sigur á útivelli, en leikið var í Albaníu, og skoruðu Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson mörk Íslands. Í seinni leiknum vann Ísland 2-0 sigur á Laugardalsvelli og tryggði sér um leið farseðil á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Undankeppni HM 2018 var einmitt fyrsta undankeppni Kósovó, en þjóðin lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 og hlaut aðild að UEFA og FIFA árið 2016. Uppfært 11.47: Í greininni stóð upphaflega að Kósovó væri í heimaleikjabanni en það er ekki rétt. Rúmenar, mótherjar Kósovóa í umdeildum leik í haust, fengu heimaleikjabann. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
B/C-umspilið í Þjóðadeild UEFA Kósovó - Ísland Búlgaría - Írland Armenía - Georgía Slóvakía - Slóvenía
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02 Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 21. nóvember 2024 09:02
Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Tékkland og Wales tryggðu sér í kvöld sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir sigra í lokaumferðinni í sínum riðlum. 19. nóvember 2024 22:28