Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar 21. nóvember 2024 19:32 Frumbygginn er í okkur öllum. Hann býr í þjóðarsálinni og menningu okkar. Hann erfist á milli kynslóða og opnar dyr til að starfa í gjövulli náttúru landsins. Frumbygginn gerir ekki kröfu til eignaréttar. Handfæraveiðar hafa í gegnum aldirnar verið grunnstoð til afkomu fólksins. Sjósókn er Íslendingum í blóð borin. Þekking sjómanna á fiskimiðum út frá ströndum á heimaslóð sem nýtist vel til veiðanna. Í dag eru handfærabátar vel útbúnir plastbátar með góðan tækjakost sem kostar sitt. Það gætir ákveðin hræðsla meðal stjórnvalda um að fjöldi sjómanna sem stunda frjálsar handfæraveiðar fari fram úr hófi og ekkert verði við ráðið. Hugsanlega er þessi ótti stjórnvalda óþarfur. Til þess að komast í þetta kerfi er mikilll kostnaður sem dregur úr getu manna til að komast í kerfið. 1.Til að mynda þarf sjómaður sem vill stunda þessar veiðar að vera hluthafi í útgerði eða eigandi báts 2.Eigandi báts þarf að afla sér réttinda til að geta stundað veiðar í þessu smábátakerfi. Sem svar við ótta stjórnvalda hefur Landsamband smábátaeiganda óskað eftir því að stjórnvöld taki til greina tillögu sem samþykkt var á aðalfundi sambandsins 14.október síðastliðin. Fjallar tillagan um tilraunaverkefni í þessu kerfi. Það var skynsamlegt ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða að veiðireynsla einstaka útgerða til kvóta skyldi vera 70% af veiðireynslu þeirra. Þannig féll 30% af veiðireynslu í ríkissjóð. Sá sjóður er ætlaður að nýta til sérstakra verkefna til að styrkja og styðja við landsbyggðina. Þessar úthlutanir eru tæki stjórnvalda til að bregðast við versnandi stöðu landsbyggðarinnar sem átti allt undir útgerð dagróðrarbáta. Aflaheimildir í aflamarki og krókaflamarki eru úthlutanir, séreign þjóðarinnar sem stjórnvöld geta ráðstafað án afskipta annarra. Þegar vel aflast á grunnslóð þá er góður árgangur komin í veiðina og því þjóðhagslega hagkvæmt að nýta hann á frjálsum handfæraveiðum. Þær taka ekki neitt frá öðrum útgerðum því þeirra afli er utan venjulega kvótasetningu í þorski og ufsa sem eru þær tegundir fiska sem eru í veiði handfæra báta. Að auki brenna inni þær tegundur ár hvert. Að því sögðu vel ég þakka samfélagi okkar fyrir framúrskarandi umgjörð sem orðin er í kring um smábáta. Það er búið að gera gríðarlega góða umgjörð fyrir kerfi sem getur ekki nýtt það til fulls vegna stöðvunar veiða á úthlutuðum veiðtíma. 1.Reglur um skoðunarskyldu báta. 2.Vaktstofa Landhelgisgæslunnar í gegnum AIS kerfið. 3.Skilvirk og áreiðanleg veðurlýsing í rauntíma frá Veðurstofu Íslands. 4.Björgunarbátar í viðbragðsstöðu um allt land. 5.Vel búnar smábátahafnir á landinu öllu. Þetta utanumhald hefur fækkað sjóslysum verulega undanfarin ár og sannað gildi sitt. Umgjörðin er þar af leiðandi góð en veiðiréttur brotin vegna stöðvunar veiðanna á úthlutuðum veiðtíma. Þessu þarf að breyta! Ég, frumbygginn og strandveiðimaðurinn til margra ára fæ oft þá spurningu:,,Af hverju ertu að þessu puði. Því er auðvelt að svara. Það er frelsið sem fylgir því að vera úti á sjó. Einyrki einn með sjálfum sér úti í náttúrunni, því fylgir alltaf von um góðan afla í byrjun veiðiferðar. Það er aldrei á vísan að róa. Sjómaðurinn er aldrei glaðari en á góðum degi þegar aflast vel. Sú gleði fæst ekki í apótekum eða vínbúðum því hún býr í manninum sjálfum. Sönn gleði”. Það er mitt svar og mæli ég með að stunda sjósókn. Hvernig væri að samfélagið taki sig saman og bæti þetta kerfi, lofi nýliðum að njóta svo afkoma þeirra sem það stunda sé tryggð? Nýliði sem hefur kraft, áhuga og þor til að stunda strandveiðar ætti að fá tækifæri til að hefja sjósókn sér og sínum til framfærslu hvar á landinu sem er. Að lokum: Það er komið að Alþingiskosningum. Þrátt fyrir mikilvægi strandveiða fyrir fjölda landsmanna er lítil umræða um þetta meingallaða kerfi. Flokkur fólksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við breytingar, en hvað ætlar þinn flokkur að gera? Við skulum minna okkur á að strandveiðibátar voru 730 árið 2024 – hver og einn þeirra skiptir máli. Hvert atkvæði skiptir máli, ekki satt? Ég óska verðandi alþingismönnum velfarnaðar í störfum sínum að loknum kosningum. Ég skora á þá að láta sér málin varða. Höfundur er eldri borgari, trillusjómaður til 30 ára og fyrrverandi rafvirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Frumbygginn er í okkur öllum. Hann býr í þjóðarsálinni og menningu okkar. Hann erfist á milli kynslóða og opnar dyr til að starfa í gjövulli náttúru landsins. Frumbygginn gerir ekki kröfu til eignaréttar. Handfæraveiðar hafa í gegnum aldirnar verið grunnstoð til afkomu fólksins. Sjósókn er Íslendingum í blóð borin. Þekking sjómanna á fiskimiðum út frá ströndum á heimaslóð sem nýtist vel til veiðanna. Í dag eru handfærabátar vel útbúnir plastbátar með góðan tækjakost sem kostar sitt. Það gætir ákveðin hræðsla meðal stjórnvalda um að fjöldi sjómanna sem stunda frjálsar handfæraveiðar fari fram úr hófi og ekkert verði við ráðið. Hugsanlega er þessi ótti stjórnvalda óþarfur. Til þess að komast í þetta kerfi er mikilll kostnaður sem dregur úr getu manna til að komast í kerfið. 1.Til að mynda þarf sjómaður sem vill stunda þessar veiðar að vera hluthafi í útgerði eða eigandi báts 2.Eigandi báts þarf að afla sér réttinda til að geta stundað veiðar í þessu smábátakerfi. Sem svar við ótta stjórnvalda hefur Landsamband smábátaeiganda óskað eftir því að stjórnvöld taki til greina tillögu sem samþykkt var á aðalfundi sambandsins 14.október síðastliðin. Fjallar tillagan um tilraunaverkefni í þessu kerfi. Það var skynsamlegt ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða að veiðireynsla einstaka útgerða til kvóta skyldi vera 70% af veiðireynslu þeirra. Þannig féll 30% af veiðireynslu í ríkissjóð. Sá sjóður er ætlaður að nýta til sérstakra verkefna til að styrkja og styðja við landsbyggðina. Þessar úthlutanir eru tæki stjórnvalda til að bregðast við versnandi stöðu landsbyggðarinnar sem átti allt undir útgerð dagróðrarbáta. Aflaheimildir í aflamarki og krókaflamarki eru úthlutanir, séreign þjóðarinnar sem stjórnvöld geta ráðstafað án afskipta annarra. Þegar vel aflast á grunnslóð þá er góður árgangur komin í veiðina og því þjóðhagslega hagkvæmt að nýta hann á frjálsum handfæraveiðum. Þær taka ekki neitt frá öðrum útgerðum því þeirra afli er utan venjulega kvótasetningu í þorski og ufsa sem eru þær tegundir fiska sem eru í veiði handfæra báta. Að auki brenna inni þær tegundur ár hvert. Að því sögðu vel ég þakka samfélagi okkar fyrir framúrskarandi umgjörð sem orðin er í kring um smábáta. Það er búið að gera gríðarlega góða umgjörð fyrir kerfi sem getur ekki nýtt það til fulls vegna stöðvunar veiða á úthlutuðum veiðtíma. 1.Reglur um skoðunarskyldu báta. 2.Vaktstofa Landhelgisgæslunnar í gegnum AIS kerfið. 3.Skilvirk og áreiðanleg veðurlýsing í rauntíma frá Veðurstofu Íslands. 4.Björgunarbátar í viðbragðsstöðu um allt land. 5.Vel búnar smábátahafnir á landinu öllu. Þetta utanumhald hefur fækkað sjóslysum verulega undanfarin ár og sannað gildi sitt. Umgjörðin er þar af leiðandi góð en veiðiréttur brotin vegna stöðvunar veiðanna á úthlutuðum veiðtíma. Þessu þarf að breyta! Ég, frumbygginn og strandveiðimaðurinn til margra ára fæ oft þá spurningu:,,Af hverju ertu að þessu puði. Því er auðvelt að svara. Það er frelsið sem fylgir því að vera úti á sjó. Einyrki einn með sjálfum sér úti í náttúrunni, því fylgir alltaf von um góðan afla í byrjun veiðiferðar. Það er aldrei á vísan að róa. Sjómaðurinn er aldrei glaðari en á góðum degi þegar aflast vel. Sú gleði fæst ekki í apótekum eða vínbúðum því hún býr í manninum sjálfum. Sönn gleði”. Það er mitt svar og mæli ég með að stunda sjósókn. Hvernig væri að samfélagið taki sig saman og bæti þetta kerfi, lofi nýliðum að njóta svo afkoma þeirra sem það stunda sé tryggð? Nýliði sem hefur kraft, áhuga og þor til að stunda strandveiðar ætti að fá tækifæri til að hefja sjósókn sér og sínum til framfærslu hvar á landinu sem er. Að lokum: Það er komið að Alþingiskosningum. Þrátt fyrir mikilvægi strandveiða fyrir fjölda landsmanna er lítil umræða um þetta meingallaða kerfi. Flokkur fólksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við breytingar, en hvað ætlar þinn flokkur að gera? Við skulum minna okkur á að strandveiðibátar voru 730 árið 2024 – hver og einn þeirra skiptir máli. Hvert atkvæði skiptir máli, ekki satt? Ég óska verðandi alþingismönnum velfarnaðar í störfum sínum að loknum kosningum. Ég skora á þá að láta sér málin varða. Höfundur er eldri borgari, trillusjómaður til 30 ára og fyrrverandi rafvirki
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar