„Fólki er frekar misboðið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 19:33 Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri segir framgöngu frambjóðenda Miðflokksins í skólanum í gær ósæmilega. Ingibjörg Isaksen oddviti Framsóknaflokksins í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á framboðsgögnum flokksins í VMA í gær. Vísir Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. Nemendafélag VMA hélt framboðsfund í skólanum í gær þar sem fulltrúum flokka í Norðausturkjördæmi var boðið. Hafi komið í skólann í leyfisleysi Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA segir að fjórum tímum eftir að fundinum lauk hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Þorgrímur Sigmundsson og Ágústa Ágústsdóttir frambjóðendur flokksins í öðru og þriðja sæti í Norðausturkjördæmi mætt aftur í skólann því þau töldu spurningum nemenda um tolla ósvarað. „Þau bara komu hér án þess að biðja um leyfi. En við höfum þá reglu hér að það þarf að biðja um leyfi til að koma inn í skólann og ræða við nemendur um stjórnmál í kosningabaráttu enda er fyrst og fremst lögð áhersla á skólastarf hér og framboðsfundinum lauk löngu áður,“ segir Sigríður. Sigríður segist hafa rætt við þau Þorgrím og Ágústu sem eru í öðru og þriðja sæti á lista Miðflokksins og farið yfir að það þyrfti leyfi fyrir svona heimsókn. „Þá fór Ágústa að tala um það hvað fundurinn fyrr um morguninn hefði verið ómálefnalegur og nemendur VMA hefðu verið dónalegir. Við vorum alls ekki sammála þeirra fullyrðingum og fórum yfir það með þeim. Nemendur sem höfðu haldið þennan fund voru á svæðinu og þau héldu áfram að tala með þessum hætti,“ segir Sigríður. Aðstoðarskólameistari hafi þurft í tvígang að biðja Miðflokksfólk um að fara Sigríður segir að nemendur hafi svo síðar leitað til aðstoðarskólameistara því formaður Miðflokksins hafi verið að krota á framboðsgögn annarra framboða. Aðstoðarskólameistarinn hafi í ljósi ósæmilegrar framgöngu þeirra ákveðið að vísa þeim af svæðinu. „Þá segir aðstoðarskólameistari við Þorgrím frambjóðanda Miðflokksins að þetta sé komið gott, þetta sé ómálefnalegt og biður þau um að fara. Þorgrímur fer og talar við Sigmund Davíð sem var að krota á framboðsgögn annarra flokka. Ég veit ekki hvað fór fram á milli frambjóðendanna í framhaldinu. Alla vega kemur Þorgrímur aftur til baka og er aftur sagt af aðstoðarskólastjóranum að yfirgefa svæðið því það var ekkert fararsnið á Sigmundi. Formaðurinn gefur sér svo dágóðan tíma í að standa upp og yfirgefa svæðið. Frambjóðendurnir ganga svo loks út og aðstoðarskólameistari á eftir til að fullvissa sig um að þau myndu yfirgefa húsið. Í framhaldinu sást til þeirra stilla sér upp á styttu af Þór fyrir utan skólann,“ segir Sigríður. Finnst leitt að formaðurinn gangist ekki við ábyrgð sinni Formaður Miðflokksins hafnaði því í Facebookfærslu í gær að honum hafi verið vísað úr skólanum og endurtók það í Bylgjufréttum í hádeginu þar sem hann sagði heimsóknina þá bestu hingað til í kosningabaráttu Miðflokksins. Sigríður er ósátt við framgöngu hans í málinu. „Það er mjög leiðinlegt að enn og aftur á einhver annar að bera ábyrgð á gjörðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en hann sjálfur. Fólki er frekar misboðið,“ segir hún. Lýsi innræti formannsins Ingibjörg Isaksen oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi er á mynd á framboðsbæklingi sem Sigmundur Davíð krotaði á í heimsókninni. Ingibjörg er ósátt við myndskreytinguna. „Ég held að þetta lýsi miklu frekar Sigmundi Davíð sjálfum miklu frekar en þeim sem hann er að krota á. Hann er einstaklingur sem er í framboði og formaður stjórnmálaflokks. Hann virðist vísa ábyrgðinni á alla aðra en sjálfan sig í þessu máli. Við sem erum í stjórnmálum verðum að axla ábyrgð og ég held að það sé kominn tími á að hann geri það,“ segir Ingibjörg. Formaður Miðflokksins myndskreytti og skrifaði á framboðsgögn annarra stjórnmálaflokka í VMA í gær.Vísir Ingibjörg segir marga haft samband og lýst yfir stuðningi vegna myndskreytingarinnar. „Það eru mjög margir búnir að hafa samband við okkur og hafa lýst yfir vanþóknun á myndskreytingunni eftir að myndin fór á flakk. Kennarar í VMA, foreldrar í skólanum og nemendur. Mér finnst þetta mál mjög leitt því þetta hefur haft áhrif á starf innan skólans og sett leiðinlegan blett á frábæran framboðsfund nemendafélags VMA í gær,“ segir Ingibjörg. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Nemendafélag VMA hélt framboðsfund í skólanum í gær þar sem fulltrúum flokka í Norðausturkjördæmi var boðið. Hafi komið í skólann í leyfisleysi Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA segir að fjórum tímum eftir að fundinum lauk hafi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Þorgrímur Sigmundsson og Ágústa Ágústsdóttir frambjóðendur flokksins í öðru og þriðja sæti í Norðausturkjördæmi mætt aftur í skólann því þau töldu spurningum nemenda um tolla ósvarað. „Þau bara komu hér án þess að biðja um leyfi. En við höfum þá reglu hér að það þarf að biðja um leyfi til að koma inn í skólann og ræða við nemendur um stjórnmál í kosningabaráttu enda er fyrst og fremst lögð áhersla á skólastarf hér og framboðsfundinum lauk löngu áður,“ segir Sigríður. Sigríður segist hafa rætt við þau Þorgrím og Ágústu sem eru í öðru og þriðja sæti á lista Miðflokksins og farið yfir að það þyrfti leyfi fyrir svona heimsókn. „Þá fór Ágústa að tala um það hvað fundurinn fyrr um morguninn hefði verið ómálefnalegur og nemendur VMA hefðu verið dónalegir. Við vorum alls ekki sammála þeirra fullyrðingum og fórum yfir það með þeim. Nemendur sem höfðu haldið þennan fund voru á svæðinu og þau héldu áfram að tala með þessum hætti,“ segir Sigríður. Aðstoðarskólameistari hafi þurft í tvígang að biðja Miðflokksfólk um að fara Sigríður segir að nemendur hafi svo síðar leitað til aðstoðarskólameistara því formaður Miðflokksins hafi verið að krota á framboðsgögn annarra framboða. Aðstoðarskólameistarinn hafi í ljósi ósæmilegrar framgöngu þeirra ákveðið að vísa þeim af svæðinu. „Þá segir aðstoðarskólameistari við Þorgrím frambjóðanda Miðflokksins að þetta sé komið gott, þetta sé ómálefnalegt og biður þau um að fara. Þorgrímur fer og talar við Sigmund Davíð sem var að krota á framboðsgögn annarra flokka. Ég veit ekki hvað fór fram á milli frambjóðendanna í framhaldinu. Alla vega kemur Þorgrímur aftur til baka og er aftur sagt af aðstoðarskólastjóranum að yfirgefa svæðið því það var ekkert fararsnið á Sigmundi. Formaðurinn gefur sér svo dágóðan tíma í að standa upp og yfirgefa svæðið. Frambjóðendurnir ganga svo loks út og aðstoðarskólameistari á eftir til að fullvissa sig um að þau myndu yfirgefa húsið. Í framhaldinu sást til þeirra stilla sér upp á styttu af Þór fyrir utan skólann,“ segir Sigríður. Finnst leitt að formaðurinn gangist ekki við ábyrgð sinni Formaður Miðflokksins hafnaði því í Facebookfærslu í gær að honum hafi verið vísað úr skólanum og endurtók það í Bylgjufréttum í hádeginu þar sem hann sagði heimsóknina þá bestu hingað til í kosningabaráttu Miðflokksins. Sigríður er ósátt við framgöngu hans í málinu. „Það er mjög leiðinlegt að enn og aftur á einhver annar að bera ábyrgð á gjörðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en hann sjálfur. Fólki er frekar misboðið,“ segir hún. Lýsi innræti formannsins Ingibjörg Isaksen oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi er á mynd á framboðsbæklingi sem Sigmundur Davíð krotaði á í heimsókninni. Ingibjörg er ósátt við myndskreytinguna. „Ég held að þetta lýsi miklu frekar Sigmundi Davíð sjálfum miklu frekar en þeim sem hann er að krota á. Hann er einstaklingur sem er í framboði og formaður stjórnmálaflokks. Hann virðist vísa ábyrgðinni á alla aðra en sjálfan sig í þessu máli. Við sem erum í stjórnmálum verðum að axla ábyrgð og ég held að það sé kominn tími á að hann geri það,“ segir Ingibjörg. Formaður Miðflokksins myndskreytti og skrifaði á framboðsgögn annarra stjórnmálaflokka í VMA í gær.Vísir Ingibjörg segir marga haft samband og lýst yfir stuðningi vegna myndskreytingarinnar. „Það eru mjög margir búnir að hafa samband við okkur og hafa lýst yfir vanþóknun á myndskreytingunni eftir að myndin fór á flakk. Kennarar í VMA, foreldrar í skólanum og nemendur. Mér finnst þetta mál mjög leitt því þetta hefur haft áhrif á starf innan skólans og sett leiðinlegan blett á frábæran framboðsfund nemendafélags VMA í gær,“ segir Ingibjörg.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent