Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:39 Guðni var sérstakur gestur á degi mannréttinda barna á Seltjarnarnesi. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti var gestur á hátíðarhöldum á Seltjarnarnesi í dag þar sem haldið var upp á dag mannréttinda barna. Í ræðu sinni ræddi Guðni tengsl sín við Seltjarnarnes og ýmislegt annað. Þá barst einnig í tal verkfall kennara en kennarar í leikskólanum á Seltjarnarnesi hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 29. október. Guðni sagðist ekki alveg skilja taktík Kennarasambands Íslands í verkföllum sínum en eins og hefur verið ítarlega greint frá eru svokölluð skæruverkföll í gangi í tíu skólum. Fleiri skólar munu bætast við seinna. Grunn- og framhaldsskólar eru í tímabundnum verkföllum en leikskólarnir í ótímabundnum verkföllum. „Ég skil ekki alveg þá taktík sem er í gangi. Verkföll eru nauðsynlegur réttur allra launþega en svo er umhugsunarefni hvernig því vopni er beitt og jafnvel á hverjum það bitnar, saklausum sérstaklega,“ sagði Guðni en að það væri umræðuefni fyrir annan tíma. Hann hafi ætlað sér að vera stuttorður því erfitt sé að keppa við jólasveina og aðra skemmtun. Fjölmargir foreldrar barna sem eru í verkfalli hafa lýst yfir óánægju með taktík kennara. Umboðsmaður barna sagði í tilkynningu fyrr í mánuðinum að verkföllin mismunuðu börnum. Sjá einnig: Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Í ræðu sinni þakkaði Guðni einnig Seltirningum fyrir góða kennslu og uppeldi sem börn hans hlutu í leikskólanum en fjölskyldan var búsett þar áður en þau fluttu á Bessastaði. Í auglýsingu fyrir viðburðinn kom fram að í boði yrðu pizzur og gos frá 107, kökur, andlitsmálning, blöðrudýr og Íþróttaálfurinn. Þá kom einnig fram að Guðni myndi kasta kveðju á hópinn. Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Seltjarnarnes Réttindi barna Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Guðni sagðist ekki alveg skilja taktík Kennarasambands Íslands í verkföllum sínum en eins og hefur verið ítarlega greint frá eru svokölluð skæruverkföll í gangi í tíu skólum. Fleiri skólar munu bætast við seinna. Grunn- og framhaldsskólar eru í tímabundnum verkföllum en leikskólarnir í ótímabundnum verkföllum. „Ég skil ekki alveg þá taktík sem er í gangi. Verkföll eru nauðsynlegur réttur allra launþega en svo er umhugsunarefni hvernig því vopni er beitt og jafnvel á hverjum það bitnar, saklausum sérstaklega,“ sagði Guðni en að það væri umræðuefni fyrir annan tíma. Hann hafi ætlað sér að vera stuttorður því erfitt sé að keppa við jólasveina og aðra skemmtun. Fjölmargir foreldrar barna sem eru í verkfalli hafa lýst yfir óánægju með taktík kennara. Umboðsmaður barna sagði í tilkynningu fyrr í mánuðinum að verkföllin mismunuðu börnum. Sjá einnig: Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Í ræðu sinni þakkaði Guðni einnig Seltirningum fyrir góða kennslu og uppeldi sem börn hans hlutu í leikskólanum en fjölskyldan var búsett þar áður en þau fluttu á Bessastaði. Í auglýsingu fyrir viðburðinn kom fram að í boði yrðu pizzur og gos frá 107, kökur, andlitsmálning, blöðrudýr og Íþróttaálfurinn. Þá kom einnig fram að Guðni myndi kasta kveðju á hópinn.
Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Seltjarnarnes Réttindi barna Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47 Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Funda þriðja daginn í röð á morgun Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi. 20. nóvember 2024 20:47
Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin. 20. nóvember 2024 15:45
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59