Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar 20. nóvember 2024 14:16 Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk. Langafi minn varð einn eftir á Íslandi, þökk sé langömmu minni, greindri konu og ákveðinni. Því er ég hér til frásagnar. Nýlega var sagt frá því í fréttum að hringrás sjávarstrauma í Atlantshafi (AMOC) væri mögulega að nálgast þröskuld hraðfara breytinga. Það var rakið til hlýnunar andrúmslofts með hugsanlega válegum afleiðingum á Íslandi. Golfstraumurinn gæti veiktist verulega þannig að snarkólnaði hér og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Við Íslendingar höfum hingað til verið lúmskt ánægðir með hlýnun andrúmsloftsins – segjum það þó sjaldnast opinberlega. Ef loftslag hlýnaði á Íslandi um tvær-þrjár gráður, eins og meðaltalshækkunin á Jörðinni stefnir í, þá höfum við talið að hér yrði notarlegra að búa. Því miður er þetta hættuleg hégilja. Þvert á móti eru líkindi til þess að breytingarnar verði þveröfugar hér á landi, jafnvel fyrir næstu aldamót. Það gæti kólnað um nokkrar gráður. Ef þessar áhyggjur vísindamanna, s.s. Stefans Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam stofnunina í Þýskalandi raungerast, gæti orðið ill-búandi hér og landbúnaður leggðist af sökum harðinda. Líkt og gerðist á Norð-Austurlandi í tíð langa-langafa míns og -ömmu. Loftslagsflóttafólk fyrr og síðar. Loftslagsváin er því dauðans alvara fyrir okkur Íslendinga. Nú er stutt í kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að selja okkur kjósendum stefnumál sín. Sumir frambjóðendur afneita jafnvel loftslagsbreytingum, öðrum finnst þær ekki skipta máli, en tala samt fjálglega um að „framtíð Íslands sé í húfi“. Mikið rétt, mikið rétt. Það er reyndar svo að framtíð þess heims við við þekkjum sem tegund, homo sapiens, er í húfi. Stór svæði geta orðið óbyggileg. Öfgar í veðurfari eru nú þegar daglegt brauð. Og loftslagsflóttafólki á eftir að stór-fjölga. Já, framtíð Íslands er í húfi, framtíð barnabarnanna okkar sem erum komin á efri ár. Þeirra framtíð markast hugsanlega af því hvort við sem nú kjósum tökum loftslagsvána alvarlega, eins og öll þekking og fræði hvetja okkur til að gera. Við hljótum því að velja þá stjórnmálaflokka sem eru reiðubúnir að taka til hendinni í loftslagsmálum, en hafna þeim sem hópa: „Friður, friður , engin hætta – eftir mig flóðið!“ Við erum vaxandi hreyfing eldri aðgerðarsinna í loftslagsmálum og köllum okkur Aldin. Í þessum kosningum munum við flest gefa þeim flokkum atkvæði sem taka loftslagsvána alvarlega. Við munum hafna hinum sem telja enga hættu á ferðinni, en þykjast samt vita, hvað sé best fyrir Ísland framtíðar. Þegar dóttursonur minn sem nú er þriggja ára verður kominn á sama aldur og ég er nú, verður komið árið 2092. Hugsanlega á hann þá barnabörn. Og hver verður framtíð þeirra? Loftslagshamfarir? Ég verð þá löngu kominn undir græna torfu en þau, barnabörn míns barnabarns, gætu hugsað mér þegjandi þörfina langa-langafa sínum, hvar sem þau verða niðurkomin, - hugsanlega loftslagsflóttafólk frá Íslandi: Af hverju gerðirðu ekki neitt? Höfundur er félagi í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk. Langafi minn varð einn eftir á Íslandi, þökk sé langömmu minni, greindri konu og ákveðinni. Því er ég hér til frásagnar. Nýlega var sagt frá því í fréttum að hringrás sjávarstrauma í Atlantshafi (AMOC) væri mögulega að nálgast þröskuld hraðfara breytinga. Það var rakið til hlýnunar andrúmslofts með hugsanlega válegum afleiðingum á Íslandi. Golfstraumurinn gæti veiktist verulega þannig að snarkólnaði hér og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Við Íslendingar höfum hingað til verið lúmskt ánægðir með hlýnun andrúmsloftsins – segjum það þó sjaldnast opinberlega. Ef loftslag hlýnaði á Íslandi um tvær-þrjár gráður, eins og meðaltalshækkunin á Jörðinni stefnir í, þá höfum við talið að hér yrði notarlegra að búa. Því miður er þetta hættuleg hégilja. Þvert á móti eru líkindi til þess að breytingarnar verði þveröfugar hér á landi, jafnvel fyrir næstu aldamót. Það gæti kólnað um nokkrar gráður. Ef þessar áhyggjur vísindamanna, s.s. Stefans Rahmstorf, prófessors í hafeðlisfræði við Potsdam stofnunina í Þýskalandi raungerast, gæti orðið ill-búandi hér og landbúnaður leggðist af sökum harðinda. Líkt og gerðist á Norð-Austurlandi í tíð langa-langafa míns og -ömmu. Loftslagsflóttafólk fyrr og síðar. Loftslagsváin er því dauðans alvara fyrir okkur Íslendinga. Nú er stutt í kosningar og stjórnmálaflokkar keppast við að selja okkur kjósendum stefnumál sín. Sumir frambjóðendur afneita jafnvel loftslagsbreytingum, öðrum finnst þær ekki skipta máli, en tala samt fjálglega um að „framtíð Íslands sé í húfi“. Mikið rétt, mikið rétt. Það er reyndar svo að framtíð þess heims við við þekkjum sem tegund, homo sapiens, er í húfi. Stór svæði geta orðið óbyggileg. Öfgar í veðurfari eru nú þegar daglegt brauð. Og loftslagsflóttafólki á eftir að stór-fjölga. Já, framtíð Íslands er í húfi, framtíð barnabarnanna okkar sem erum komin á efri ár. Þeirra framtíð markast hugsanlega af því hvort við sem nú kjósum tökum loftslagsvána alvarlega, eins og öll þekking og fræði hvetja okkur til að gera. Við hljótum því að velja þá stjórnmálaflokka sem eru reiðubúnir að taka til hendinni í loftslagsmálum, en hafna þeim sem hópa: „Friður, friður , engin hætta – eftir mig flóðið!“ Við erum vaxandi hreyfing eldri aðgerðarsinna í loftslagsmálum og köllum okkur Aldin. Í þessum kosningum munum við flest gefa þeim flokkum atkvæði sem taka loftslagsvána alvarlega. Við munum hafna hinum sem telja enga hættu á ferðinni, en þykjast samt vita, hvað sé best fyrir Ísland framtíðar. Þegar dóttursonur minn sem nú er þriggja ára verður kominn á sama aldur og ég er nú, verður komið árið 2092. Hugsanlega á hann þá barnabörn. Og hver verður framtíð þeirra? Loftslagshamfarir? Ég verð þá löngu kominn undir græna torfu en þau, barnabörn míns barnabarns, gætu hugsað mér þegjandi þörfina langa-langafa sínum, hvar sem þau verða niðurkomin, - hugsanlega loftslagsflóttafólk frá Íslandi: Af hverju gerðirðu ekki neitt? Höfundur er félagi í Aldini, eldri aðgerðarsinnum gegn loftslagsvá.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun