Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2024 12:02 Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn felur í sér viðurkenningu á því að börn séu fullgildir einstaklingar og sjálfstæðir rétthafar. Hann kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, eins og bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríki að grípa til virkra og raunverulegra aðgerða til að vernda, virða og tryggja þau réttindi. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 1. mgr. 3.gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Mat á því sem er barni fyrir bestu á ávallt að liggja til grundvallar ákvarðanatöku af hálfu hins opinbera og slíkt mat ber að framkvæma áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Í lokaathugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til Íslands vegna 5. og 6. skýrslu Íslands til nefndarinnar kemur fram að þó 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hafi verið lögfest hér á landi hafi nefndin áhyggjur af ómarkvissri beitingu þessarar grundvallarreglu við meðferð mála hjá stjórnsýslunni og dómstólum. Þá skorti einnig fullnægjandi þekkingu á reglunni meðal starfsfólks sem vinnur með börnum. Með það að markmiði að auka þekkingu á 1. mgr. 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda fólki að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma þetta mat þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is. Mikilvægur þáttur í mati á áhrifum á börn er samráð við börnin sjálf. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að börnum sé veitt tækifæri til þess að koma sínum sjóarmiðum á framfæri og að þau fái raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Krakkakosningar og kosningafundur um málefni barna Á síðustu árum hafa mikilvæg skref verið stigin varðandi þátttöku barna í ákvörðunum. Í dag stendur ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fyrir kosningafundi barna sem haldinn verður í Norræna húsinu. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna og veita þeim tækifæri til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á börnum. Fundurinn er eingöngu opinn börnum. Þá stendur embætti umboðsmanns barna í samvinnu við KrakkaRÚV fyrir krakkakosningum í grunnskólum og er þetta í sjöunda sinn sem krakkakosningar fara fram. Markmið krakkakosninga er að auka þekkingu barna á lýðræðislegum kosningum til Alþingis og efla þátttöku þeirra. Þá veita kosningarnar börnum jafnframt tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk. Staða barna Þrátt fyrir að á undanförnum 35 árum hafi orðið umfangsmiklar breytingar á stöðu barna og réttindum þeirra þarf að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi í ýmsu tilliti. Umboðsmaður barna hefur reglulega minnt á nauðsyn þess að bið barna eftir þjónustu verði stytt með fullnægjandi hætti, þá ríkir neyðarástand í málefnum barna með fjölþættan vanda og þá sérstaklega innan meðferðarkerfisins. Innleiðingu Barnasáttmálans er því hvergi nærri lokið enda er um viðvarandi verkefni að ræða. Það er mikilvægt að allir þeir sem koma til með að taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili hugi sérstaklega að réttindum barna og mikilvægi þess að unnið sé markvisst að frekari innleiðingu Barnasáttmálans. Þá er það ósk embættis umboðsmanns barna að ný ríkisstjórn líti á málefni barna sem brýnt forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég óska öllum börnum til hamingju með þennan mikilvæga dag. Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mannréttindi Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn felur í sér viðurkenningu á því að börn séu fullgildir einstaklingar og sjálfstæðir rétthafar. Hann kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, eins og bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríki að grípa til virkra og raunverulegra aðgerða til að vernda, virða og tryggja þau réttindi. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 1. mgr. 3.gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Mat á því sem er barni fyrir bestu á ávallt að liggja til grundvallar ákvarðanatöku af hálfu hins opinbera og slíkt mat ber að framkvæma áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Í lokaathugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til Íslands vegna 5. og 6. skýrslu Íslands til nefndarinnar kemur fram að þó 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hafi verið lögfest hér á landi hafi nefndin áhyggjur af ómarkvissri beitingu þessarar grundvallarreglu við meðferð mála hjá stjórnsýslunni og dómstólum. Þá skorti einnig fullnægjandi þekkingu á reglunni meðal starfsfólks sem vinnur með börnum. Með það að markmiði að auka þekkingu á 1. mgr. 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda fólki að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma þetta mat þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is. Mikilvægur þáttur í mati á áhrifum á börn er samráð við börnin sjálf. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að börnum sé veitt tækifæri til þess að koma sínum sjóarmiðum á framfæri og að þau fái raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Krakkakosningar og kosningafundur um málefni barna Á síðustu árum hafa mikilvæg skref verið stigin varðandi þátttöku barna í ákvörðunum. Í dag stendur ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fyrir kosningafundi barna sem haldinn verður í Norræna húsinu. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna og veita þeim tækifæri til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á börnum. Fundurinn er eingöngu opinn börnum. Þá stendur embætti umboðsmanns barna í samvinnu við KrakkaRÚV fyrir krakkakosningum í grunnskólum og er þetta í sjöunda sinn sem krakkakosningar fara fram. Markmið krakkakosninga er að auka þekkingu barna á lýðræðislegum kosningum til Alþingis og efla þátttöku þeirra. Þá veita kosningarnar börnum jafnframt tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk. Staða barna Þrátt fyrir að á undanförnum 35 árum hafi orðið umfangsmiklar breytingar á stöðu barna og réttindum þeirra þarf að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi í ýmsu tilliti. Umboðsmaður barna hefur reglulega minnt á nauðsyn þess að bið barna eftir þjónustu verði stytt með fullnægjandi hætti, þá ríkir neyðarástand í málefnum barna með fjölþættan vanda og þá sérstaklega innan meðferðarkerfisins. Innleiðingu Barnasáttmálans er því hvergi nærri lokið enda er um viðvarandi verkefni að ræða. Það er mikilvægt að allir þeir sem koma til með að taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili hugi sérstaklega að réttindum barna og mikilvægi þess að unnið sé markvisst að frekari innleiðingu Barnasáttmálans. Þá er það ósk embættis umboðsmanns barna að ný ríkisstjórn líti á málefni barna sem brýnt forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég óska öllum börnum til hamingju með þennan mikilvæga dag. Höfundur er umboðsmaður barna.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun