Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson, Linda Heiðarsdóttir og Ómar Örn Magnússon skrifa 22. nóvember 2024 09:30 Í fyrstu grein okkar minntumst við á hvernig íslenskum skólum hefur að mati OECD gengið vel að tryggja jöfn tækifæri til náms – þau meta íslenska kerfið þannig að félags- og efnahagslegir þættir hafi ekki sterk tengsl við frammistöðu nemenda í PISA-könnunum. Þetta mynstur þekkist einnig hjá ýmsum menntakerfum sem hafa jafnan sýnt frábæra frammistöðu í PISA, t.d. finnska kerfið. Færa má rök fyrir því að hér skipti miklu máli hvernig skólakerfi hvers ríkis er hannað, sjá tilvísanir hér að neðan. Á Íslandi og í Finnlandi hefur getublandaður opinber hverfisskóli upp til 16 ára aldurs verið ríkjandi form. Í flestum þátttökulöndum PISA er meiri fjölbreytni í skólagerðum og skólarekstri – og í flestum þátttökulöndum mælir OECD meiri ójöfnuð í menntamálum. Í mörgum löndum eru opinber skólaskil við 10, 11 eða 12 ára aldur. Tiltölulega ungir nemendur úr sama hverfi innritast þannig í nýja og mismunandi skóla, mismunandi langt í burtu. Innritun þeirra í nýja skólann byggir stundum á námsárangri í samræmdum prófum, stundum á vilja foreldra og stundum á efnahag foreldra. Önnur vídd í hönnun skólakerfa er nefnilega rekstrarform og umfang einkarekinna skóla á grunnskólastigi. Í mörgum löndum er stór hluti grunnskóla í einkarekstri samhliða opinberum skólum, og kerfið gjarnan byggt á einhvers konar ávísanakerfi (e. vouchers). Einkaskólarnir eru ýmist reknir í hagnaðarskyni eða sem sjálfseignarstofnanir sem ekki greiða út arð. Yfirleitt skapar einkareksturinn meira svigrúm til ákvarðana en í opinberu skólunum, t.d. varðandi inntöku nemenda, námskrá, skólagjöld og aðra kostnaðarþátttöku foreldra. Hugmyndum um aukna einkavæðingu og skólaval í íslenska grunnskólakerfinu hefur verið varpað fram að undanförnu. Þær gætu komið til umræðu í aðdraganda og eftirmála Alþingiskosninga. Hugmyndunum er að sögn ætlað að bæta námsárangur og auka jafnræði. Hér er vert að staldra við og skoða hvað rannsóknir segja. Áður en lengra er haldið viljum við þó taka fram að við teljum þá einkareknu grunnskóla sem eru starfandi í landinu vera bæði þarfar og góðar stofnanir. Þessi grein fjallar ekki um að einkaskólar sem slíkir séu verri stofnanir en aðrar, né að þeir geti ekki sinnt samfélagslegu hlutverki. Tengsl rekstrarforms og námsárangurs hafa verið mikið skoðuð í gegnum tíðina. Niðurstöður eru almennt á þann veg að námsárangur mikið einkavæddra skólakerfa er ekki betri en þar sem opinber rekstur er ríkjandi form. Þó námsárangur kunni að mælast betri í einstökum einaskólum þá sé sá munur skýranlegur með félags- og efnahagslegum bakgrunni nemenda/foreldra, sjá tvær þekktar rannsóknir hér og hér, unnar af óháðum bandarískum stofnunum. Fleiri rannsóknir er auðvelt að finna með vefleit. OECD hefur birt greinar um þetta mál sem skrifaðar eru á grunni PISA-kannana. Í riti sínu World Class: How to Build a 21st-Century School System frá 2018 reifar Andreas Schleicher nokkrar hliðar á rekstrarformi skóla en kemst síðan svo að orði: „Þegar bakgrunnur nemenda er hafður til hliðsjónar er ekki hægt að greina mun á námsárangri nemenda eftir rekstarformi skóla. Þar sem slíkur munur kemur fram er hann yfirleitt opinberu skólunum í hag.“ (Sjá bls 177-179). Þetta er mjög skýrt orðað hjá fræðimanninum sem stýrt hefur PISA-könnunum fyrir OECD frá upphafi – fyrir stofnun sem talar yfirleitt fyrir markaðslausnum. Það er einnig athyglisverð tölfræði í sjálfu sér að í þessu 300 síðna riti um hágæða menntakerfi er aðeins tveimur síðum varið í að ræða rekstrarform. Samfélagsleg áhrif aukinnar einkavæðingar og skólavals í grunnskólum gætu einnig orðið talsverð og þá fyrst og fremst í formi aukinnar lagskiptingar í samfélaginu (e. stratification). Sérstök rannsókn OECD frá 2012 á áhrifum einkareksturs á grunnskólastigi byggði á PISA-gögnum. Þar kemur fram (bls. 7-8) að einkaskólar í þátttökulöndunum, hafi meira sjálfstæði, betri bjargir og nái meiri námsárangri. Börnin sem sæki einkaskólana séu hins vegar miklu frekar börn efnameiri foreldra. OECD nefnir að mögulega megi draga úr áhrifum rekstrarforms á lagskiptingu um 50% með sértækum aðgerðum (e. targeted vouchering) fyrir börn efnaminni foreldra. Með öðrum orðum þá þarf sérstakar aðgerðir til að draga úr lagskiptingaráhrifum einkaskólanna. Fyrir þau sem vilja frekara lesefni má benda á Eurodyce-skýrslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem yfirleitt er horft til allra Evrópulanda. Í skýrslunni Equity in school education in Europe: Structures, policies and student performancefrá 2020 eru Evrópuríki hvött til aukinnar opinberrar fjárfestingar í grunnskólamenntun, til að seinka skólavali (e. tracking) eins lengi og kostur er, draga úr mismunun við inntöku í skóla og draga úr því að láta nemendur endurtaka námsár (sem er enn gert víða í Evrópu). Í skýrslunni Patterns of school segregation in Europe frá 2021, sem þýða mætti sem Mynstur aðgreiningar í evrópskum skólum, eru borin saman skólakerfi út frá því hvort þau skipta nemendum snemma (e. early streaming) eða seint (e. late streaming), en einnig út frá rekstrarformi, hvort inntaka nemenda í skóla byggist á búsetu eða frammistöðu eða ýmsu því sem fylgir skólavali. Það má skýrt greina af öllum þessum rannsóknum að þar kemur nær ekkert fram sem hvetur til einkavæðingar grunnskólakerfa eða sýnir mikilvægi skólavals á grunnskólagöngunni. Þar er miklu frekar verið að leiðbeina til mildari vegar þeim ríkjum sem hafa búið til og fest í sessi aðgreinandi, stéttskipt kerfi sem styður við ójöfnuð milli barna í sama landi. Með miklu umburðarlyndi má segja að það sé smekksatriði hvað sé sanngjarnt og réttlætanlegt varðandi nýtingu á skattfé almennings. Þau sem vilja auka skólaval og veg einkarekinna grunnskóla á Íslandi geta þó ekki með neinu móti rökstutt það sem leið til að bæta námsárangur eða sem leið til aukins jafnréttis. En hvað er þá til ráða? Í fyrstu grein nefndum við áherslu á jöfnuð og jákvæðan skólabrag sem styrkleika íslenska grunnskólans – og tiltókum Finnland sem dæmi um opinbert skólakerfi þar sem bæði jöfnuður og góður námsárangur hafa farið saman. Í annarri grein veltum við upp mögulegum skýringum á því hvers vegna námsárangri í PISA-könnunum hefur farið hrakandi á Íslandi, en bendum þó fyrst og fremst á breytt málumhverfi íslenskra barna sem skýringu á hnignandi lestrarfærni og frammistöðu í læsisprófum eins og PISA. Í þessari þriðju grein bendum við á hvernig rannsóknir OECD og fleiri aðila sýna alls ekki að aukinn einkarekstur og aukið skólaval á grunnskólastigi bæti námsárangur, heldur vari miklu fremur við þeirri félagslegri aðgreiningu sem jafnan fylgir þannig skólakerfum. Þau sem vilja lesa meira geta t.d. lesið bók Andreasar Schleicher eða ráðleggingar OECD fyrir menntakerfi sem skila slökum árangri – þar er hvorki verið að leggja til samræmd lokapróf, einkarekstur eða skólaval, en talsvert fjallað um leiðir til að draga úr misrétti til náms. Megin skilaboð okkar eru sú að kannski er staða barnanna og skólakerfisins ekki jafn slæm og ætla mætti af hnignandi niðurstöðum í PISA og meintu ólæsi barna sem útskrifast úr grunnskóla. Við teljum að lítið málsvæði og versnandi tök á móðurmáli skýri talsverðan hluta vandans. En öll viljum við gera betur fyrir börnin okkar. Við undirrituð teljum að það megi gera á ótal vegu án þess að kasta því fyrir róða sem þegar er fyrir hendi. Við getum t.d. bætt miðlæga umgjörð skólastarfs með skýrari leiðsögn og valkostum, sama hvort um er að ræða námskrá, námsmat, námsefni eða námsfyrirkomulag. Á traustari grunni getum við gert auknar kröfur til allra - bæði til okkar í skólunum og til barnanna - með lestur og færni í íslensku máli sem forgangsatriði. Menntarannsóknir sýna að svo ótal margar nálganir í skólamálum geta skilað góðum árangri. Það skiptir hins vegar miklu máli að skapa góðan samhjóm og skýra umgjörð sem getur jafnt og þétt stutt við faglegt starf og nám barna og ungmenna. Með skólakveðju, Jón Páll Haraldsson, Linda Heiðarsdóttir og Ómar Örn Magnússon. Höfundar eru kennarar og skólastjórnendur til áratuga og einlægt áhugafólk um faglega þróun grunnskólastarfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Linda Heiðarsdóttir Ómar Örn Magnússon Skóla- og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Styrkleiki íslensku grunnskólanna Það hefur gustað eilítið um grunnskólann síðustu mánuði. Gagnrýnisraddir hafa þó flestar blásið úr sömu áttinni sem hefur skapað frekar einsleita mynd af íslenskum ungmennum, af námslegri getu þeirra og af gæðum grunnskólastarfs. 20. nóvember 2024 09:32 Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Hér er önnur grein af þremur um íslensk ungmenni, skólana þeirra og alþjóðlegan samanburð. Fyrsta greinin fjallaði um styrkleika íslensku grunnskólanna. Þessi grein fjallar um PISA og mögulegar skýringar á versnandi frammistöðu Íslands. Í þriðju grein verður fjallað um möguleg áhrif aukins einkareksturs og skólavals á námsárangur og samfélag. 21. nóvember 2024 09:32 Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu grein okkar minntumst við á hvernig íslenskum skólum hefur að mati OECD gengið vel að tryggja jöfn tækifæri til náms – þau meta íslenska kerfið þannig að félags- og efnahagslegir þættir hafi ekki sterk tengsl við frammistöðu nemenda í PISA-könnunum. Þetta mynstur þekkist einnig hjá ýmsum menntakerfum sem hafa jafnan sýnt frábæra frammistöðu í PISA, t.d. finnska kerfið. Færa má rök fyrir því að hér skipti miklu máli hvernig skólakerfi hvers ríkis er hannað, sjá tilvísanir hér að neðan. Á Íslandi og í Finnlandi hefur getublandaður opinber hverfisskóli upp til 16 ára aldurs verið ríkjandi form. Í flestum þátttökulöndum PISA er meiri fjölbreytni í skólagerðum og skólarekstri – og í flestum þátttökulöndum mælir OECD meiri ójöfnuð í menntamálum. Í mörgum löndum eru opinber skólaskil við 10, 11 eða 12 ára aldur. Tiltölulega ungir nemendur úr sama hverfi innritast þannig í nýja og mismunandi skóla, mismunandi langt í burtu. Innritun þeirra í nýja skólann byggir stundum á námsárangri í samræmdum prófum, stundum á vilja foreldra og stundum á efnahag foreldra. Önnur vídd í hönnun skólakerfa er nefnilega rekstrarform og umfang einkarekinna skóla á grunnskólastigi. Í mörgum löndum er stór hluti grunnskóla í einkarekstri samhliða opinberum skólum, og kerfið gjarnan byggt á einhvers konar ávísanakerfi (e. vouchers). Einkaskólarnir eru ýmist reknir í hagnaðarskyni eða sem sjálfseignarstofnanir sem ekki greiða út arð. Yfirleitt skapar einkareksturinn meira svigrúm til ákvarðana en í opinberu skólunum, t.d. varðandi inntöku nemenda, námskrá, skólagjöld og aðra kostnaðarþátttöku foreldra. Hugmyndum um aukna einkavæðingu og skólaval í íslenska grunnskólakerfinu hefur verið varpað fram að undanförnu. Þær gætu komið til umræðu í aðdraganda og eftirmála Alþingiskosninga. Hugmyndunum er að sögn ætlað að bæta námsárangur og auka jafnræði. Hér er vert að staldra við og skoða hvað rannsóknir segja. Áður en lengra er haldið viljum við þó taka fram að við teljum þá einkareknu grunnskóla sem eru starfandi í landinu vera bæði þarfar og góðar stofnanir. Þessi grein fjallar ekki um að einkaskólar sem slíkir séu verri stofnanir en aðrar, né að þeir geti ekki sinnt samfélagslegu hlutverki. Tengsl rekstrarforms og námsárangurs hafa verið mikið skoðuð í gegnum tíðina. Niðurstöður eru almennt á þann veg að námsárangur mikið einkavæddra skólakerfa er ekki betri en þar sem opinber rekstur er ríkjandi form. Þó námsárangur kunni að mælast betri í einstökum einaskólum þá sé sá munur skýranlegur með félags- og efnahagslegum bakgrunni nemenda/foreldra, sjá tvær þekktar rannsóknir hér og hér, unnar af óháðum bandarískum stofnunum. Fleiri rannsóknir er auðvelt að finna með vefleit. OECD hefur birt greinar um þetta mál sem skrifaðar eru á grunni PISA-kannana. Í riti sínu World Class: How to Build a 21st-Century School System frá 2018 reifar Andreas Schleicher nokkrar hliðar á rekstrarformi skóla en kemst síðan svo að orði: „Þegar bakgrunnur nemenda er hafður til hliðsjónar er ekki hægt að greina mun á námsárangri nemenda eftir rekstarformi skóla. Þar sem slíkur munur kemur fram er hann yfirleitt opinberu skólunum í hag.“ (Sjá bls 177-179). Þetta er mjög skýrt orðað hjá fræðimanninum sem stýrt hefur PISA-könnunum fyrir OECD frá upphafi – fyrir stofnun sem talar yfirleitt fyrir markaðslausnum. Það er einnig athyglisverð tölfræði í sjálfu sér að í þessu 300 síðna riti um hágæða menntakerfi er aðeins tveimur síðum varið í að ræða rekstrarform. Samfélagsleg áhrif aukinnar einkavæðingar og skólavals í grunnskólum gætu einnig orðið talsverð og þá fyrst og fremst í formi aukinnar lagskiptingar í samfélaginu (e. stratification). Sérstök rannsókn OECD frá 2012 á áhrifum einkareksturs á grunnskólastigi byggði á PISA-gögnum. Þar kemur fram (bls. 7-8) að einkaskólar í þátttökulöndunum, hafi meira sjálfstæði, betri bjargir og nái meiri námsárangri. Börnin sem sæki einkaskólana séu hins vegar miklu frekar börn efnameiri foreldra. OECD nefnir að mögulega megi draga úr áhrifum rekstrarforms á lagskiptingu um 50% með sértækum aðgerðum (e. targeted vouchering) fyrir börn efnaminni foreldra. Með öðrum orðum þá þarf sérstakar aðgerðir til að draga úr lagskiptingaráhrifum einkaskólanna. Fyrir þau sem vilja frekara lesefni má benda á Eurodyce-skýrslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem yfirleitt er horft til allra Evrópulanda. Í skýrslunni Equity in school education in Europe: Structures, policies and student performancefrá 2020 eru Evrópuríki hvött til aukinnar opinberrar fjárfestingar í grunnskólamenntun, til að seinka skólavali (e. tracking) eins lengi og kostur er, draga úr mismunun við inntöku í skóla og draga úr því að láta nemendur endurtaka námsár (sem er enn gert víða í Evrópu). Í skýrslunni Patterns of school segregation in Europe frá 2021, sem þýða mætti sem Mynstur aðgreiningar í evrópskum skólum, eru borin saman skólakerfi út frá því hvort þau skipta nemendum snemma (e. early streaming) eða seint (e. late streaming), en einnig út frá rekstrarformi, hvort inntaka nemenda í skóla byggist á búsetu eða frammistöðu eða ýmsu því sem fylgir skólavali. Það má skýrt greina af öllum þessum rannsóknum að þar kemur nær ekkert fram sem hvetur til einkavæðingar grunnskólakerfa eða sýnir mikilvægi skólavals á grunnskólagöngunni. Þar er miklu frekar verið að leiðbeina til mildari vegar þeim ríkjum sem hafa búið til og fest í sessi aðgreinandi, stéttskipt kerfi sem styður við ójöfnuð milli barna í sama landi. Með miklu umburðarlyndi má segja að það sé smekksatriði hvað sé sanngjarnt og réttlætanlegt varðandi nýtingu á skattfé almennings. Þau sem vilja auka skólaval og veg einkarekinna grunnskóla á Íslandi geta þó ekki með neinu móti rökstutt það sem leið til að bæta námsárangur eða sem leið til aukins jafnréttis. En hvað er þá til ráða? Í fyrstu grein nefndum við áherslu á jöfnuð og jákvæðan skólabrag sem styrkleika íslenska grunnskólans – og tiltókum Finnland sem dæmi um opinbert skólakerfi þar sem bæði jöfnuður og góður námsárangur hafa farið saman. Í annarri grein veltum við upp mögulegum skýringum á því hvers vegna námsárangri í PISA-könnunum hefur farið hrakandi á Íslandi, en bendum þó fyrst og fremst á breytt málumhverfi íslenskra barna sem skýringu á hnignandi lestrarfærni og frammistöðu í læsisprófum eins og PISA. Í þessari þriðju grein bendum við á hvernig rannsóknir OECD og fleiri aðila sýna alls ekki að aukinn einkarekstur og aukið skólaval á grunnskólastigi bæti námsárangur, heldur vari miklu fremur við þeirri félagslegri aðgreiningu sem jafnan fylgir þannig skólakerfum. Þau sem vilja lesa meira geta t.d. lesið bók Andreasar Schleicher eða ráðleggingar OECD fyrir menntakerfi sem skila slökum árangri – þar er hvorki verið að leggja til samræmd lokapróf, einkarekstur eða skólaval, en talsvert fjallað um leiðir til að draga úr misrétti til náms. Megin skilaboð okkar eru sú að kannski er staða barnanna og skólakerfisins ekki jafn slæm og ætla mætti af hnignandi niðurstöðum í PISA og meintu ólæsi barna sem útskrifast úr grunnskóla. Við teljum að lítið málsvæði og versnandi tök á móðurmáli skýri talsverðan hluta vandans. En öll viljum við gera betur fyrir börnin okkar. Við undirrituð teljum að það megi gera á ótal vegu án þess að kasta því fyrir róða sem þegar er fyrir hendi. Við getum t.d. bætt miðlæga umgjörð skólastarfs með skýrari leiðsögn og valkostum, sama hvort um er að ræða námskrá, námsmat, námsefni eða námsfyrirkomulag. Á traustari grunni getum við gert auknar kröfur til allra - bæði til okkar í skólunum og til barnanna - með lestur og færni í íslensku máli sem forgangsatriði. Menntarannsóknir sýna að svo ótal margar nálganir í skólamálum geta skilað góðum árangri. Það skiptir hins vegar miklu máli að skapa góðan samhjóm og skýra umgjörð sem getur jafnt og þétt stutt við faglegt starf og nám barna og ungmenna. Með skólakveðju, Jón Páll Haraldsson, Linda Heiðarsdóttir og Ómar Örn Magnússon. Höfundar eru kennarar og skólastjórnendur til áratuga og einlægt áhugafólk um faglega þróun grunnskólastarfs.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Það hefur gustað eilítið um grunnskólann síðustu mánuði. Gagnrýnisraddir hafa þó flestar blásið úr sömu áttinni sem hefur skapað frekar einsleita mynd af íslenskum ungmennum, af námslegri getu þeirra og af gæðum grunnskólastarfs. 20. nóvember 2024 09:32
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Hér er önnur grein af þremur um íslensk ungmenni, skólana þeirra og alþjóðlegan samanburð. Fyrsta greinin fjallaði um styrkleika íslensku grunnskólanna. Þessi grein fjallar um PISA og mögulegar skýringar á versnandi frammistöðu Íslands. Í þriðju grein verður fjallað um möguleg áhrif aukins einkareksturs og skólavals á námsárangur og samfélag. 21. nóvember 2024 09:32
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun