Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifa 20. nóvember 2024 06:15 Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins. Aðstæður á svæðinu er mjög krefjandi, með öfgafullu veðri og slæmum innviðum. Vegirnir eru mjög mjóir og á þeim margar einbreiðar brýr sem skapa mikla slysahættu. Slysin sem þarna hafa orðið eru bæði mörg og erfið. Íbúafjöldinn í Öræfum er rúmlega 200 en flesta mánuði ársins gista um 3000 manns á svæðinu og um 5000 manns í sveitarfélaginu öllu. Íbúafjöldinn margfaldast og sömu sögu er að segja víða í landshlutanum, en flest allir ferðamenn sem heimsækja landið gista á Suðurlandi, 70-90% eftir árstíma. Öryggi starfsfólks, íbúa og ferðafólks Heilsugæslan á Suðurlandi er vanfjármögnuð og má rekja ástæðuna til þess að þegar fjármagni er úthlutað til heilsugæslustöðva er miðað við fjölda íbúa á svæðinu, en ekki fjölda þess fólks sem fer um svæðið og dvelur á degi hverjum. Á Höfn í Hornafirði er einn fastur læknir sem þarf að sinna svæði sem spannar 200 km. á milli Djúpavogs og Kirkjubæjarklausturs. Staðan er heldur ekki góð á heilsugæslum á mörgum öðrum svæðum á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er alls staðar gríðarlega mikill og þeir veikjast og lenda í slysum eins og annað fólk. Það er nauðsynlegt að laga viðmið um fjármagn til heilsugæslustöðva, taka tillit til fjölda fólks á svæðunum og auka öryggi bæði starfsfólks, íbúa og ferðafólks. Á Suðurlandi er framúrskarandi fólk sem vinnur í sjúkraflutningum. Það er vel menntað og með mikinn metnað fyrir starfi sínu. Það hefur hins vegar skort fjármagn til þess að hafa nægilega marga bíla í umferð í einu. Í Árnessýslu þarf að stóla á að sjúkraflutningafólk sem er á frívakt sé í aðstæðum til að stökkva af stað ef kallið kemur, ef margt gerist á sama tíma og bílarnir sem eru mannaðir öllu jafna duga ekki til. Sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfum reynslumest í að klippa slasað fólk úr bílum Í Öræfum hefur björgunarsveitin Kári unnið þrekvirki trekk í trekk þegar alvarleg slys verða á svæðinu. Á góðum degi eru 40-60 mínútur í næsta heilbrigðisstarfsmann og sjúkrabíl en þegar aðstæður eru slæmar er viðbragðið í yfir klukkustunda fjarlægð. Það er staðreynd að sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfasveit eru nú með hvað mestu reynsluna á landinu þegar kemur að því að beita klippum til þess að ná fólki út úr bílum sem lenda í slysi. Útköll hjá Björgunarsveitinni Kára voru 63 árið 2023, sem gerir að meðaltali 1,2 útköll á viku, þar af 29 í mesta og næst-mesta forgangi. Ástandið er óviðunandi og nauðsynlegt að stórefla vegina, útrýma einbreiðum brúm og styrkja viðbragðið sem og heilsugæslurnar. Á ferð okkar um landshlutann áttum við samtal við fólk í björgunarsveitinni Kára. Það sem drífur þau áfram er tilhugsunin um hversu lengi fólk þarf að bíða eftir aðstoð og einnig viljinn til að standa þétt með félögum sínum. Að skilja hvort annað ekki eftir eitt í þeim ömurlegu aðstæðum sem bíða þeirra þegar slys hafa átt sér stað. Þess vegna fara þau af stað aftur og aftur í virkilega átakanlegar aðstæður þegar slysin verða. Það er hvorki sjálfsagt né eðlilegt að fólk sinni svona störfum í sjálfboðastarfi en þau finna sig knúin til þess að gera það því það er enginn annar á svæðinu. Lögum heilbrigðis- og samgöngukerfið Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið og styrkja heimilislæknakerfið meðal annars með því að búa til hvata fyrir lækna til að koma sér fyrir á landsbyggðinni. Við viljum að allir landsmenn fái aftur heimilislæknateymi sem þekkir fólkið sitt á næstu 10 árum og ætlum að byrja á þeim sem eru 60 ára og eldri og langveikir. Þetta tekur tíma en við erum með raunhæf skref og tilbúin til að leiða þessa vinnu. Það verður að tryggja fólki í landinu betra öryggi og efla viðbragðsaðila á Suðurlandi öllu. Við munum beita okkur fyrir því að styrkja fagþekkingu og umgjörð viðbragðsteymisins í Öræfum. Starf þeirra er ómetanlegt, eins og á við um svo mikið af fólki sem vinnur við að vera til staðar þegar á bjátar hjá samborgurum þess. Að lokum þá viljum við segja ykkur að Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingu í samgöngum með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Vetrarþjónustu þarf líka að efla og alveg sérstaklega á fjölförnum vegum þar sem ferðafólk fer oft af stað áður en vetrarþjónustan hefst. Það er beinlínis lífsspursmál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Víðir Reynisson Samfylkingin Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísland væri ekki á vetur setjandi ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar. Það er sannarlega tilfellið um allt land og alveg sérstaklega í Öræfum og í raun í öllu Suðurkjördæmi. Í Öræfum, þar sem einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins er að finna, heimsækja á hverju ári um ein milljón manns Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur á Suðurströnd landsins. Aðstæður á svæðinu er mjög krefjandi, með öfgafullu veðri og slæmum innviðum. Vegirnir eru mjög mjóir og á þeim margar einbreiðar brýr sem skapa mikla slysahættu. Slysin sem þarna hafa orðið eru bæði mörg og erfið. Íbúafjöldinn í Öræfum er rúmlega 200 en flesta mánuði ársins gista um 3000 manns á svæðinu og um 5000 manns í sveitarfélaginu öllu. Íbúafjöldinn margfaldast og sömu sögu er að segja víða í landshlutanum, en flest allir ferðamenn sem heimsækja landið gista á Suðurlandi, 70-90% eftir árstíma. Öryggi starfsfólks, íbúa og ferðafólks Heilsugæslan á Suðurlandi er vanfjármögnuð og má rekja ástæðuna til þess að þegar fjármagni er úthlutað til heilsugæslustöðva er miðað við fjölda íbúa á svæðinu, en ekki fjölda þess fólks sem fer um svæðið og dvelur á degi hverjum. Á Höfn í Hornafirði er einn fastur læknir sem þarf að sinna svæði sem spannar 200 km. á milli Djúpavogs og Kirkjubæjarklausturs. Staðan er heldur ekki góð á heilsugæslum á mörgum öðrum svæðum á Suðurlandi þar sem fjöldi ferðamanna er alls staðar gríðarlega mikill og þeir veikjast og lenda í slysum eins og annað fólk. Það er nauðsynlegt að laga viðmið um fjármagn til heilsugæslustöðva, taka tillit til fjölda fólks á svæðunum og auka öryggi bæði starfsfólks, íbúa og ferðafólks. Á Suðurlandi er framúrskarandi fólk sem vinnur í sjúkraflutningum. Það er vel menntað og með mikinn metnað fyrir starfi sínu. Það hefur hins vegar skort fjármagn til þess að hafa nægilega marga bíla í umferð í einu. Í Árnessýslu þarf að stóla á að sjúkraflutningafólk sem er á frívakt sé í aðstæðum til að stökkva af stað ef kallið kemur, ef margt gerist á sama tíma og bílarnir sem eru mannaðir öllu jafna duga ekki til. Sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfum reynslumest í að klippa slasað fólk úr bílum Í Öræfum hefur björgunarsveitin Kári unnið þrekvirki trekk í trekk þegar alvarleg slys verða á svæðinu. Á góðum degi eru 40-60 mínútur í næsta heilbrigðisstarfsmann og sjúkrabíl en þegar aðstæður eru slæmar er viðbragðið í yfir klukkustunda fjarlægð. Það er staðreynd að sauðfjárbændur og ungt fólk í Öræfasveit eru nú með hvað mestu reynsluna á landinu þegar kemur að því að beita klippum til þess að ná fólki út úr bílum sem lenda í slysi. Útköll hjá Björgunarsveitinni Kára voru 63 árið 2023, sem gerir að meðaltali 1,2 útköll á viku, þar af 29 í mesta og næst-mesta forgangi. Ástandið er óviðunandi og nauðsynlegt að stórefla vegina, útrýma einbreiðum brúm og styrkja viðbragðið sem og heilsugæslurnar. Á ferð okkar um landshlutann áttum við samtal við fólk í björgunarsveitinni Kára. Það sem drífur þau áfram er tilhugsunin um hversu lengi fólk þarf að bíða eftir aðstoð og einnig viljinn til að standa þétt með félögum sínum. Að skilja hvort annað ekki eftir eitt í þeim ömurlegu aðstæðum sem bíða þeirra þegar slys hafa átt sér stað. Þess vegna fara þau af stað aftur og aftur í virkilega átakanlegar aðstæður þegar slysin verða. Það er hvorki sjálfsagt né eðlilegt að fólk sinni svona störfum í sjálfboðastarfi en þau finna sig knúin til þess að gera það því það er enginn annar á svæðinu. Lögum heilbrigðis- og samgöngukerfið Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið og styrkja heimilislæknakerfið meðal annars með því að búa til hvata fyrir lækna til að koma sér fyrir á landsbyggðinni. Við viljum að allir landsmenn fái aftur heimilislæknateymi sem þekkir fólkið sitt á næstu 10 árum og ætlum að byrja á þeim sem eru 60 ára og eldri og langveikir. Þetta tekur tíma en við erum með raunhæf skref og tilbúin til að leiða þessa vinnu. Það verður að tryggja fólki í landinu betra öryggi og efla viðbragðsaðila á Suðurlandi öllu. Við munum beita okkur fyrir því að styrkja fagþekkingu og umgjörð viðbragðsteymisins í Öræfum. Starf þeirra er ómetanlegt, eins og á við um svo mikið af fólki sem vinnur við að vera til staðar þegar á bjátar hjá samborgurum þess. Að lokum þá viljum við segja ykkur að Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingu í samgöngum með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Vetrarþjónustu þarf líka að efla og alveg sérstaklega á fjölförnum vegum þar sem ferðafólk fer oft af stað áður en vetrarþjónustan hefst. Það er beinlínis lífsspursmál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun